þriðjudagur, 15. mars 2005

Thank you six people

Ég veit ekki hvort það var tilætlunarsemi en ég átti von á fleiri en sex kommentum við síðustu færslu. Tvö þeirra voru ekki einu sinni við færsluna heldur bara svona almennt. Svona er ég bara. Vildi að ég gæti skrifað meira um það en ég er að skrifa ritgerð líka. Maður verður að forgangsraða. Ég hef hinsvegar alla tíð verið með öllu óhæfur í forgangsröðun. Allavega í huganum. Líkami minn skiptir hlutum nefnilega í mismikilvæg atriði. Á miðvikudaginn var mér orðið flökurt um fimmleytið en þar sem einhver stærsti viðburður ársins var sama kvöld ákvað líkaminn að kæfa þetta niður þar til af atburðinum liðnum. Og það gekk eftir. Ég kom heim, ældi, varð illt í maganum höfðinu og hálsinum, fékk útbrot á blett á maganum og kláða um hann allann og er enn ekki búinn að jafna mig. En ég skemmti mér þó vel á miðvikudagskvöldið.

tack tack

--Drekafluga, með útbrot og kláða á maganum, farinn að læra meira--

Engin ummæli: