föstudagur, 31. desember 2004

Síðasta færsla 2004

Ég fór á leikrit í gær. Martröð á Jólanótt. Þrælgott bara, þrátt fyrir hnökra og er ég auðvitað sérlega stoltur af Haraldi, sem fer með aðalhlutverkið. Þið sem hafið aðgang að Mogganum getið séð mynd af honum þar í blaðinu frá því í gær. Haraldur kynnti mig einmitt fyrir hljómsveitinni Boards of Canada (náið t.d. í lagið Sixtyten og þið munuð skilja. Ég ætla að fjárfesta í diski frá þeim) og er ég nú að hlusta á hana í nýju Sennheiser heyrnartólunum mínum (ég á yndislega gjafmilda kærustu). Ég gæti talað um ævintýri aðfangadagskvöldsins þar sem varð rafmagnslaust vegna línu sem fór í sundur inni á Búrfellssöndum og við pabbi eyddum góðum tíma í kuldagöllum, dragandi í gang freðna traktora til að koma vararafstöðinni að (því við búum jú svo vel í sveitinni) en ég ætla ekki nánar út í það. Nenni því ómögulega. En gleðilegt nýtt ár og takk fyrir 2004.

tack tack

--Drekafluga, zlæææd--

Engin ummæli: