laugardagur, 20. nóvember 2004

40 mínútur

Er sá tími sem tekur mann að ganga frá Ellefunni að Fellsmúla 6. Ég er enn með ímynd sultardropans á nefi mér og blóð mitt er ennþá kristallað. Það var kalt í gærkvöldi. Ég hitti samt gamla T og söng næstum því í kareoke. Ansi gott kvöld. En í dag er merkisdagur. Vill einhver geta af hverju? Nei? Ok, í dag er eitt ár síðan þessi síða varð til. Ég hef nú, með mismiklu millibili, skrifað á netið í eitt ár og eru færslurnar orðnar 169. Sæmilegt það bara. Svo er líka gaman að því að heimsóknirnar eru orðnar yfir 20.000 og þó að fyrstu tvær vikurnar hafi verið án teljara þá held ég það geri ekki svo mikið til.

Í ótengdum fréttum þá er Doom III ekkert svo spes leikur. Nú þegar ég er búinn með... slatta, þá er hann ekki nema ágætur. Ég er ekki viss um að ég nenni að klára hann. Ég gef honum 7 - 7,5 það sem af er. Hljóðið er það sem heppnast hvað best og ég væri til í að samnýta það kerfi við Besta Leik Sem Gerðan Hefur Verið. Já, Half Life 2 er það góður. Ég þarf ekki að hugsa mig um tvisvar. "...Play it, savour it, enjoy it. Games may never get this good again." (PC Zone) Öðru hvoru fæ ég hljóðbögg en kenni kortinu frekar um það en leiknum. Hlakka til þegar ég hef efni á nýju móðurborði með e-u góðu innbyggðu. En nóg af því. Ég er farinn að pakka bókum.

tack tack

--Drekafluga skrifari--

Engin ummæli: