miðvikudagur, 17. nóvember 2004

2 - 5 gráðu frost

Og djöfull er mér andskoti kalt á eyrunum. Kinnarnar eru eins og hlaup, nýkomið út úr frysti og mér finnst eins og það myndist sprungur í þær þegar ég reyni að tala. Já, ég gekk heim úr skólanum. Ég var nefnilega að safna myndum fyrir mamá (mömmu) í Guatemala og gekk hreint út um allt með myndavélina í stirðnuðum fingrum. Húfan sem amma prjónaði á mig er falleg en ég er búinn að komast að því að hún er ekkert svo hlý. Akríl og polyester er inn um þessar mundir. Höfuð mitt (og reyndar allt sem stóð útundan skóm, snjóbuxum of frakka... semsagt hendur) er svo kalt að ég er með snjólög á heilanum. Snjókorn falla, white christmas. Ef ég hefði náð því fyrir frostsprungnum æðum í kinnum hefði ég raulað "Úti er alltaf að snjóa, því komið er að jólunum og kólna fer í Pólunum. En sussum og sussum og róa, ekki gráta elskan mín, þó þig vanti vítamín..." Þeir sem til þekkja vita að þetta er frekar hratt lag og því ógjörningur að syngja það þegar við á. Hinsvegar finnst mér skítt, svona af því ég datt út í þetta, að ég finn hvergi... Yes!! Ég fann hann og er að downloada honum. Sleðasöngurinn með Brooklyn 5. Þetta er að verða nokkuð gott bara. Endilega komið með tillögur að fleiri góðum lögum sem gætu yljað manni um eyrnarætur yfir næsta mánuðinn eða svo.

tack tack

--Drekafluga snjókall--

Engin ummæli: