mánudagur, 3. maí 2004

Today is Bright Eye, 3rd day of Spring Blossom

...

Það er frábært að þekkja Myndasöguguðinn og fá hjá honum bæði þætti og blöð.
En ekki fyrir prófin.
Það er frábært að það eru myndir eins og Kill Bill Vol. 2, Whale Rider og Ned Kelly í bíó og Van Helsing á leiðinni.
En ekki fyrir prófin.
Það er frábært að eiga vini til að hanga með, leiki til að spila og bækur um ævintýraheima til að lesa.
En vitið þið hvað? Ekki fyrir prófin.


Já, ég er búinn með allan þann Ultimate Spiderman sem Doddi var með inni á DC, mig dauðlangar í bíó, ég á nóg af vinum (sem eru reyndar í sömu aðstöðu og ég hvað próflestur varðar), ég á dobíu af Dragonlance bókum sem sumar hverjar eru enn ólesnar og ég á leiki eins og UT 2004, Warcraft III og Spellforce. Ég á greinilega líka langar setningar. Ég fer í þrjú próf; þýsku, spænsku og sálfræði. Þetta er ekki mikið en ég væri samt til í að sleppa eins og einu þýskuprófi. Samnemendur mínir eru sumir hverjir búnir, hafa engin lokapróf og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Á meðan hef ég áhyggjur og finnt það bara ekkert gaman. Vanþakklæti? Nú dæmi hver fyrir sig. Ég vona bara að ég nái að sparka nógu duglega í sjálfan mig til að haldast við próflesturinn. Nú er ég hinsvegar farinn að endursenda sálfræðiverkefni. Ta.

tack tack

--Drekafluga hámsnestur?--

Engin ummæli: