föstudagur, 11. nóvember 2005

Til hamingju ég

Ég átti afmæli í gær. Mánaðarafmæli. Í tilefni dagsins keypti ég mér iP5200R prentara. Gullfallegt tæki sem ég mun setja upp og ætla að leika mér mikið með í dag. Það er reyndar margt sem ég ætla að gera. Ég bara læt eftir mér að gera ekkert í staðinn. En í dag mun ég og ætla að taka til, setja upp prentarann og teikna. Ég teikna orðið allt of lítið. Ég er ennþá lipur með blýant, komst að því í gær, en get ekkert annað lengur. Ég ætla að teikna, skanna og inka með fallega teikniborðinu mínu. Ég hef notað það allt of lítið af því ég hef aldrei komið mér upp nógu þægilegri aðstöðu með það. Þetta á líka að breytast í dag. Ég veit ekki alveg hvernig ennþá en ég ætla að teikna. Þarf líka að fara að setja eitthvað nýtt inn á DeviantArt. Ég er með eindæmum slakur þegar kemur að því. Nánast allt sem ég hef sett inn eru líka ljósmyndir. Ég er ekki ljósmyndari svo hvern fjandann á það að þýða?
Ég er teiknari. Ég er ekkert mjög góður eða frumlegur en þetta er samt þar sem listhæfileikar mínir liggja. Ég smíða, skapa nánast úr hverju sem er, ég sníð efni til að klæða smíðina, ég mála, spreya og útfæri. En ég er samt teiknari. Ég ætla því að teikna í dag. Ef ekki verður komið nýtt efni inn á DA áður en helgin er liðin, vinsamlegast látið rigna yfir mig níði og ókvæðisorðum á hvern þann hátt sem ykkur hentar. Með fyrirfram þökk.

tack tack

--með blýant að vopni, Drekafluga--

Engin ummæli: