laugardagur, 28. ágúst 2004

What the fook..?

Jújú, það er margt skemmtilegt við nýja interfacið hjá Blogger.com en af hverju í fjandanum er það svona bloody retarded? Gott að það er hægt að jafna út til hliðanna, já. Gott að það er hægt að velja bold eða italic að vild án þess að nota kóða. Það er jafnvel hægt hafa liti. En af hverju að vera að fikta í línubilum? Glöggir taka kannski eftir undarlega staðsetta punktinum í síðustu færslu. Og af hverju ekki að gefa möguleikann á að hafa linka í nýjum glugga? Þann kóða skrifa ég enn handvirkt. Ekki nógu gott. En jæja, eitthvað hef ég þá að væla um á meðan Gunnþóra er að skemmta sér á Hárinu. Henni var boðið og auðvitað stökk hún á það og ég hef þá bara verið í slökun á meðan. Dagurinn (svona ca. rúmlega fram yfir kaffi) fór í það að setja upp hillusamstæðu, hornskrifborð með hillu og bókahillu í herberginu hennar og ég verð að segja að þetta fari bara ansi vel. Gott mál. Samhengislítið.

tack tack

--Drekafluga the carpenter...ish--

Engin ummæli: