mánudagur, 23. ágúst 2004

The Boy is Back in Town...
Já, ég er kominn í bæinn. Í gær hélt ég loksins upp á það að í vor varð ég stúdent og er það til marks um athafnasemi fjölskyldunnar að það var ekki fyrr. Klukkan níu í morgun hóf ég svo nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur sem er víst elsti myndlistaskóli á Íslandi. Ég bý ennþá opinberlega í Fellsmúla 6 en verð úthýst von bráðar og mun þá leita skjóls hjá Gunnþóru minni. Það er líka eins gott því þá getum við verið saman og verið jafn óþolandi sæt og við vorum back in the days.
.
Þar sem ég kom í bæinn seint í gær, úrvinda og örmagna, þá hafði ég ekki tíma til að pakka neinu nema fötum og nauðsynjum og þó að ég flokki tölvuna mína undir nauðsynjar þá varð flutningur á henni að bíða betri tíma. Ég ætlaði að skrifa þessa færslu á tölvuhræið sem ég hef (...löööng pása) alveg áræðanlega kvartað yfir oftar en einu sinni (en bara finn ekki vott af því í archivunum) en hún réði ekki við að fara á netið. Ég rölti því til Gunnþóru og hertók heimatölvuna þar. Muhaha. Allavega, nánari skýringar á námi við skólann koma síðar jafnvel þó þess sé ekki óskað. En í millitíðinni getið þið tékkað á þessu. Magnað gúdd sjitt.

tack tack

--Drekafluga listaspíra--

Engin ummæli: