föstudagur, 30. janúar 2009

Kreppan er samt ekki byrjuð

Fyrir krísuna kostaði Cintiq 12WX 65.000 krónur. Nú kostar það 114.000 krónur.
Fyrir krísuna kostaði Cintiq 21UX 130.000 krónur. Nú kostar það 229.000 krónur. Við þetta ætti svo eftir að bæta við tollum og sendingarkostnaði. Fyrir krísuna átti ég ekki pening og hefði ekki getað keypt svona teikniborð. Nú á ég pening og gæti skrapað saman fyrir svona löguðu en þó ekki nema á gamla verðinu. Þetta fer agalega í taugarnar á mér.

tack tack

--Drekafluga teiknari--

P.S. Hahaha, ég var að taka eftir því að linkurinn á Álverin hans Sigmundar í síðustu færslu vísuðu á Wolverine trailerinn. Þetta var ekki viljandi myndlíking heldur mistök. Takk fyrir að láta mig vita, fólk.

Engin ummæli: