föstudagur, 12. desember 2008

1/2 grafískur hönnuður

Í lokaprófinu var okkur úthlutaður vír, blýantur og tvær pappírsarkir. Verkefnaskil áttu að vera
a) þrívíddarverk, b) myndlýsing - teikning af verkinu og c) umfjöllun - skapandi frásögn. Við
höfðum þrjá tíma. Ég eyddi mestum tíma í ljóðið og ég bið ykkur bara að afsaka gæði þess,
þetta er það sem mér datt í hug.

Blóm að nefna nokkur ber
Betri en önnur flokkuð
Bera blóm í desember
Blómstri þau þá nokkuð

Á fenjasvæðum finnast vart
Til fjalla ekki heldur
Á kuldaslóðum helst til hart
Því harla vex þeim feldur

Ef heimurinn í heljargreipum
Harðnar ár frá ári
Fölnar blómið, felur sig
Fellur loks af sári

En þegar manna milli
Myndast kærleikur og friður
Menn sýna á sér stilli
Tala saman, setjast niður
Þá blómið aftur birtist
Í betri heim það sækir
Þó um stund það virtist
Sem grimmir manna klækir
Það hrakið hefðu á burtu
Með græðgi sinni og heimsku
Það horfið væri um eilífð
Mundi hverfa og falla í gleymsku

En mennirnir þarfnast blómsins þó æ
Og mannkynið má ekki kasta á glæ
Gleði og frið,
Gefa öðrum grið
Því Jólablómið ber kærleikans fræ





tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: