mánudagur, 15. maí 2006

I present to you many greetingses from The City, California

Mig langar í hjólabretti. Ekki svona lítid trick bretti heldur langt cruise bretti. Svona metri á lengd. En ég kem betur ad thvi seinna. Costa Rica. Thad var sérstakt ad vera spurdur um naglaklippur og flísatangir í handfarangri og fá svo málmhnífapor í vélinni. Afar sérstakt. Costa Rica er sérstakt land. Vid tókum leigubíl af flugvellinum fyrir 35.000 colones (ristlar, vaentanlega, á íslensku) en einn colón er um thad bil 0,16 krónur. Thetta er líklega óthaegilegasti gjaldmidill sem vid hofum notad í ferdinni og bara nokkurn tíman ef út í thad er farid. 90 kílómetrum, og einni myndarlegri aelu seinna komum vid á Hotel Catalina, vid strondina í Jacó. Thar fór ég út úr bílnum, tók farangurinn, lagdi hann aftur frá mér, gekk út í sandinn á strondinni og aeldi aftur. Thannig hitti ég Naomi, konuna sem rekur hótelid. Ferdarád: Ef thid farid til Costa Rica, farid allt sem thid getid med flugvélum eda bátum. Ég hef aldrei farid um jafn kraeklótta, óslétta og óthaegilega vegi.

Hótel Catalina er yndislegt. Thad er alveg vid strondina, madur gengur gegnum hlidid, 4 metra í vidbót yfir mjóan malarveg og er strax kominn á mjúkan, dokkbrúnan sandinn. Sandurinn tharna er mykri en í Brasilíu tho hann se ekki jafn fallegur og thad eru skotur i oldunum. Mer vard ekki um sel thegar eg stod i oldunum 40 metra frá strondinni og sá thrjár metrabreidar skotur fljúga fram hjá mér. Ef ég hefdi stadid tveimur skrefum lengra til vinstri hefdu thaer liklega lent a mer. En mer fannst thetta semt aedislegt. Fra hotelinu er kannski rumur kilometri i midbae Jacó og yfirleitt fórum vid thangad med leigubilstjorum sem faestir notudu maeli. Einn spurdi meir ad segja hvad hinir bilstjorarnir rukkudu. Midbaer Jacó er í rauninni ein gata sem thrífst nokkurn veginn eingongu á ferdamonnum. Maturinn var nokkud odyr en flest annad var frekar dyrt. Klukkutimi a netinu gat samt farid nidur i 50 kall og simtal til Íslands kostadi 16 kr sem er nokkud gott.

Thad versta vid Costa Rica var án efa adur othekktar moskítóflugur og ónaemiskerfi Gunnthóru. Vid settumst i thrjar mínútur fyrir utan veitingastad og hún fékk 7 bit á okklana, thar af 5 á thann vinstri. Hann bólgnadi svo upp ad hvorki hásinin né okklakúlurnar sáust ekki. Bólgan nadi frá tám og upp á kálfa og vard til thess ad Gunnthóra gat varla gengid. Svo vid leigdum okkur 125cc vespu. Og nú langar mig í lítid mótorhjól. Vid keyptum líka 5 lampa og 2 kertastjaka sem fara afar misvel í farangri. Vid kvoddum Dino, hundinn, vin okkar á hótelinu med glaenýjum bolta og héldum út á flugvoll, gerandi okkar besta til ad kasta ekki upp á leidinni. Vid thurftum ad borga 26 dollara hvort til ad mega fara úr landi, svolítid sérstakt.

Og Guatemala. Ég held ad mér hafi thótt lyktin skrýtnust. Ad finna lyktina af Guatemala. Vid fórum beint til Antigua, fyrstu Spaensku borginni í Guate. Taeknilega sed annarri borginni thar sem sú fyrsta gufadi upp í mildu eldgosi. Mér thykir vaent um Antigua. Gluggasyllurnar sem madur tharf ad beygja sig undir thegar madur gengur um steinhladnar goturnar. Litirnir á húsunum, gódur matur og best af ollu, markadurinn. Toskur, skart og hnifar, flautur og grimur, silfurvorur, steinstyttur og klaedi i ollum theim litum sem nokkur mundi thurfa a einni lifstid. Vid forum a markadinn a hverjum degi og fundum allt of margt sem okkur langadi ad taka heim med okkur. Stundum vildi eg ad vid vaerum i hnattsiglingu en ekki ad fljuga. Thess ma geta ad vid eigum bara eftir ad taka fimm flug, med einni aukalendingu en hofum tekid 16 flug med 4 aukalendingum. Mer bra thegar eg fann ekki markadinn, fyrsta morguninn i Antigua heldur stort autt svaedi med skilti yfir einhverjar syningar. Mer bra lika thegar eg gekk um adal torgid / gardinn thvi gotusolufolki hafdi storfaekkad. Seinna sama dag fann eg skyringuna a hvoru tveggja. Markadnum hefur verid fundid nytt svaedi og er ordinn miklu staerri. Sjarminn af gamla markadnum og hvad tha gotusolufolkinu hefur dofnad sem afleiding en thad er samt gaman ad ganga um vestari markadinn, hann hefur svipada tilfinningu og sa gamli.

I Antigua ma lika maela med eftirfarandi veitingastodum / kaffihusum: Pizzeria Napoliana, El Arco, Skycafe og samlokustadnum med fallega badherberginu. Mig minnir ad hann heiti Lucotto's. Folk aetti hins vegar ad fordast veitingastadinn Da Vinci, hversu fallegur sem hann er a ad lita. Svo voru einstaka myndir uppi a veggjunum eftir menn a bord vid Michaelangelo honum og Da Vinci kom vist afar illa saman. Nafnid er thvi hreint yfirskin og folk er blekkt inn i fallegt umhverfi sem verdur othaegilegt vegna slakrar thjonustu og matar sem er varla i medallagi. Madur sendir ekki diska til baka ad gamni sinu (ellidaud haena borin fram sem kjuklingur). Eftir ad hafa umborid nyja og nyja gesti a allt of hljodbaeru en annars yndislegu hotelinu, sem sumir hverjir sofnudu ut fra Animal Planet (eg gadi, sa thad a okkar sjonvarpi) og slokktu ekki fyrr en klukkan ad ganga fimm ad morgni pontudum vid ferd til Tikal og kvoddum Antigua klukkan 4:03 ad morgni 2. mai. Flugid okkar for fra Guate klukkan 6:15 svo vid vorum a godum (en jafnframt algerlega okristilegum) tima thar sem ferdin til borgarinnar tok innan vid klukkutima. Thegar vid komum ad innritunarbordinu hja TAG (Transportes Aerios Guatemaltecos) sem var einfalt skrifbord i litilli byggingu a ysta enda flugvallarins saum vid skildi sem a stod ad hamarksthyngd med hverjum og einum farthega maetti ekki vera meiri en 20 pund. Thetta var othaegilegt, einkum thar sem vid hofdum medferdis allan okkar farangur. Vid eyddum thvi svolitlum tima a bilastaedinu fyrir utan i ad endurrada i toskunum. Vid thurftum a endanum bara ad borga 100 Quetzal i yfirvigt en vorum lika klyfjud handfarangri. Vid settumst nidur, stalum óopnadri vatnsflosku sem einhver hafdi gleymt og forum ekki longu sidar ad velinni. Velin tok 19 farthega asamt 2 flugmonnum. Utan a henni voru hinar og thessar leidbeiningar, eins og eru a ollum velum, um hina og thessa loka og ventla og annad slikt. En greinilegust og jafnframt ahugaverdust var aletrunin "Cut Here to Break In" sem var vid hlidina a innganginum. Vid settumst i oftustu saetin og gatum sett allan handfarangurinn i sma skot fyrir aftan okkur. Eftir ad hafa svipast um inni i velinni velti Gunnthora fyrir ser hvort thad vaeri hurd eda vid flygjum med innganginn opinn. Eg hafdi svipast um lika og gaf thvi svona helmingslikur. Vid tokum a loft, saum eina flottustu solaruppras sem haegt er ad hugsa ser yfir skyjunum og lentum klukkutima seinna i Flores i nordur Guatemala. Ad sofa i 2 1/2 tima, fara upp i ofhladna mini rutu, flugvel, adeins staerri rutu og fara i marathongongu i steikjandi hita og 90% raka og innbyrda (saman) adeins einn litra af vatni og innihald einnar 7up flosku og ekkert annad thar til 10 timum eftir ad vidkomandi vaknar er ekkert sem eg maeli med. En thad tok samt ekki fra upplifuninni i Tikal.

Stadurinn er adeins breyttur sidan fyrir 4 arum en ekki svo mikid. Eg held lika ad breydingarnar seu til hins betra. Thad ma t.d. ekki lengur ganga upp troppurnar a hofi tvo en i stadinn er buid ad byggja troppur ur hardvidi upp hlidina a thvi. Hofin eru oll byggd ur kalksteini en thad er med eindaemum mjuk bergtegund svo troppur og adrir hlutar hofanna og pyramidanna slitna og molna frekar mikid vid allan umgang. Eg get ekki a nokkurn hatt lyst mikilfengleika Maya-rustanna i Tikal svo eg held eg bara sleppi thvi. Thad ma sja sma brot af thessum stad i Star Wars: The Return of the Jedi thar sem panorama skot af Endor voru tekin upp i Tikal. En thetta er stadur sem vert er ad skoda adur en madur geispar golunni. Eg hef farid tvisvar nuna og mun araedanlega fara aftur. Thvi midur er heimurinn lika fullur af halfvitum sem vilja endilega lata adra vita ad their "hafi lika verid her" einhvert tiltekid ar. Svo hafa their stundum osvifnina til ad baeta vid broskalli. Thad thurfti ad loka fallegasta stad Tikal fyrir ferdamonnum af thvi their gatu ekki stillt sig um ad rista nofnin sin i utflurada, algjorlega osnortna veggina. Nu tharf ad borga 1000 dollara fyrir klukkutimaleidsogn um stadinn. Afar fult. Jaeja, Tikal Inn Hotel er serstakur stadur. Thad er med fallega kofa med strathaki umhverfis agaetis sundlaug og fullt, fullt af drekaflugum en thad er ekki med heitt vatn fra klukkan 8:00 til 14:30 og 17:30 til 06:30. Heitt vatn rennur semsagt i thrja tima a solarhring. Rafmagnid var a svipudum tima, tho adeins lengur. Rafmagnid for af hotelinu ollum stodum i kring (sem eru samtals tvo onnur hotel, tvo sofn og einn veitingastadur) klukkan niu ad kvoldi.

3. mai flugum vid aftur sudur til Guate og vid gistum tvaer naestu naetur i husinu minu hja Rocio systur og vinnukonuni Virgi. Vid gretum baedi thegar vid heilsudumst. Virgi er best. Thad var svo undarlegt ad vera tharna án mamá. Thar sem einu sinni var malverk eftir hana er nu mynd af henni umkringd fallegum ordum fra fjolskyldu og vinum i storum ramma. Fyrir framan myndina er alltaf logandi kerti. Eg missti mattinn i fotunum, kraup fyrir framan myndina og gret. Thad var otrulega erfitt ad vera tharna an hennar en Gunnthora hjalpadi mer. Tveimur manudum eftir ad mamá do tha dou hundarnir hennar. Their gatu ekki an hennar verid. Thad var skrytid ad sitja aftur i stofunni og horfa a 50" sjonvarpid i kaeruleysi. Stofan var alltaf uppahalds stadurinn minn i husinu. Kvoldid eftir sa eg systkinaborn Rocio og tha einhvern veginn fattadi eg hvad thad var langt sidan eg var tharna sidast. Thau voru svoddan krili en eru nu svo stor. Naesta morgun keyrdi Rocio okkur ut a flugvoll og vid flugum til Miami. En aetli thetta se ekki ordid agaett i bili. Sogur af Miami, Colorado Springs og San Francisco koma kannski a naestunni. Vid lentum i Borginni (thvi thad er vist bara ein The City) i gaer og forum til Vancouver thann 18. Cheers.

tack tack

--syfjud Drekafluga--

Engin ummæli: