föstudagur, 26. maí 2006

32 minutur

Thad er timinn sem eg a eftir i stodumaelinum vid hlidina a tolvuskjanum herna i Montreal. Thannig borgar madur fyrir internettimann, laetur klink i stodumaeli. Mer finnst thetta svo kul ad eg gaeti hugsad mer ad hafa svona heima. En svo eg haldi nu afram thadan sem fra var horfid; The Coming to America. Yndislegur hroki ad kalla sig Amerikana en ekki Bandarikjamann. Canadamenn eru t.d. bara til skrauts og teljast ekki til alfunnar. Jaeja.
Vid horfdum nidur a Kubu, svo fenjasvaedin a Florida og svo skiltid a Miami flugvelli sem bad okkur vinsamlegast ad afsaka rykid. Stodin var vist i yfirhalningu tho eg hafi enga breytingu sed fra thvi sidast. Vid gafum yfirvoldum mynd og fingrafor af okkur og heldum svo ut a Miami Beach med leigubilstjora sem var Bobby Fischer addaandi numer 1 og thotti flott ad vid vorum fra Islandi. A leidinni sa eg greinilega ad vid vorum komin til Bandarikjanna. Nalaegt flugvellinum var auglysingaskildi fyrir einhvert kex og a thvi stod i herstofum: ''Take one, Kill 'em all.'' Merkingin var semsagt i aett vid Pringles, ef thu byrjar tha geturdu ekki haett. Annad skildi stuttu seinna var fra fyrirtaeki sem framleidir Eclypse, sem ad thvi er virdist, eru andremmutoflur. ''If we find bad breath, we kill it.'' Eg baud sjalfan mig velkominn i huganum og kom mer betur fyrir i risastoru aftursaetinu a Fordinum. Vid vorum i Miami, borg bassakeilna og glingurs, jafnt a folki sem farartaekjum, lagmarksfot og nyjir, glansandi hvitir skor aeskileg. Meir ad segja ginurnar i budunum eru med silikonbrjost. Vatnid i badinu var graent, likt og thvi vaeri daelt beint upp ur fenjunum
Beachcomber hotelid i Miami er ansi snoturt og a agaetum stad. Eins agaetum og ma finna a Miamistrondinni. Thad er eitthvad vid thessa borg sem vakti okkur ugg. Einhver stodug spenna i loftinu. Eg var aldrei alveg afslappadur vid ad ganga um borgina en leid agaetlega i straetounum og lestunum. Thar var einhvers konar raunverleiki og venjulegt folk. Folkid her er jafn misjafnt og thad er margt en flestir sem madur ser a strondinni eru svartir. ''Don't worry about da light. This is America!'' Vid brostum bara ad risastorum manninum og gengum a eftir honum yfir a raudu. Sjonvarpsefnid var annad hvort Law & Order eda thattur um ameriska drauminn, ad verda rikur i beinnni. Thad sem mer fannst samt skemmtilegast ad sja, svona fyrir svefninn, var thattur um islenska fiskveidiflotann og sjavarhaska vid strendur Islands a Travel Channel. Svo var gaman ad hlaegja ad litlu vidvorununum i endann a auglysingum ''Donotattempttodothisorthatwhilundertheinfluenceofsaidstuffand
alwaysconsultadoctorbeforedoingsomethingasstupidasbuyingthis'' og eitthvad i theim dur.
''Og hvad mundirdu buast vid ad borga mikid fyrir thetta, Debbie?''
''O George, eg veit thad ekki, 500$?''
''Nei aldeilis ekki, raunverulegt verdgildi er 2.249 dollarar en thu getur fengid thetta fyrir thrjar audveldar borganir af 39.95$.''
''Va Greg!''
''George''
''Ae thegidu. Thetta drasl er sannarlega odyrara en 500 dollara drasl.''
Og hvad er annars malid med auglysingasalfraedina i ''...Five easy payments...''? ''No. I won't buy it. I want four easy payments and then one that's gonna fuck me up like i didn't know what hit me.'' Eftir thriggja daga adlogun vid Miami var kominn timi til ad flyja til Colorado. Vid flugum til Denver og thar komst eg ad thvi ad Gunnthora og Libby voru bunar ad maela ser mot a flugvellinum. Ekki a akvednum stad a flugvellinum heldur bara a thessum almenna stad sem flugvollurinn er. Allt for samt vel ad lokum og eftir fagnadarfundi og gleditar svifum vid i gegn um nottina i att ad Colorado Springs.
Colorado Springs er snotur borg. Svolitid stif en snotur. Colorado College er hins vegar afskaplega notelegur stadur. Hippastadur i haegriborg. Tharna kynntist eg Libby, skiptinemasystur Gunnthoru fra Brasiliu, Randi og Andrew sem eru vinir Libby. Vid kynntumst lika fullt af odru folki sem vaeri of langt mal ad greina fra her. Thetta var mjog skemmtilegur timi. Vid atum hamborgara, BLT samlokur og forum i Sam's Club, thar sem folk situr a rafmagnsvognum og keyrir um budina i leit ad t.d. M&M i 4 kiloa pakkningum, 20 kg sykur- og hveitipokum og tveggja gallona (ca 7.5 litrar) majonesfotum. Frabaer upplifun. Vid forum i Wal-Mart Superstore sem er eins og venjulegt og Hagkaupslegt Wal-Mart pumpad upp a sterum. Thad vildi lika svo skemmtilega til ad vid lentum i afmaelispartyi Libby og upplifdum raunverulegt American College Party ef svo ma segja og thad var alveg sultufint. 85% i partyinu voru reyndar stelpur, thad voru vist fleiri party haldin thetta kvold og flestir strakarnir voru thar, en mer fannst thad ekkert skemma. Tvaer reyndu meir ad segja vid mig og hafdi eg omaelt gaman af thvi.
Hapunktur thessa hluta ferdarinnar var samt an efa thegar vid forum i hopferd til Denver og bordudum a Casa Bonita (South Park, seria 7, 11. thattur) en thad er eins konar mexikanskt thorp inni i staerri byggingu. Their sem hafa sed South Park thattinn, thetta er allt til i raunveruleikanum. Dyfingar af 7 metra haum klettum, fangelsi og namur, sjoraeningjahellir, mariachiband, bruduleikhus og margt, margt fleira. Maturinn var ekkert spes en upplifunin var storkostleg. Fra Colorado heldum vid Gunnthora svo til thekktasta virkis samkynhneigdra, San Francisco.
Vid forum ut ur flugstodinni um half niuleytid og settumst inn i othaegilega skuggalegan leigubil. Med honum forum vid svo a Elements farfuglaheimilid a Mission straeti. Thegar bilstjorinn beygdi inn a thetta straeti for um okkur hrollur. Thad var eins og vid vaerum komin i othaegilega hluta biomyndar sem hefdi mord og eiturlyf frekar en eitthvad annad sem meginumfjollunarefni. Thetta var svo steriotypiskt ljott og i nidurnidslu, skuggaverur i hverju horni og ognandi folk a hverju horni. Thegar bilstjorinn stoppadi langadi okkur hreint ekkert ad fara ut. Vid forum samt inn, borgudum bara fyrir fyrstu tvaer naeturnar af fimm bokudum thvi tharna vildum vid hreinlega ekki vera og forum svo upp a herbergi. Thar hafdi eitt sinn verid myndarlegur vardeldur thvi loftid sem vid ondudum ad okkur thar virtist ad godum hluta til vera reykur. Klosettid var othrifid og badkarid lika. Enginn klosettpappir. Eg for nidur og skyrdi fra thessu, bara frekar rolegur og yfirvegadur og strakurinn i afgreidslunni retti mer annan herbergislykil med afsokunarbeidni. Eg brosti bara, for upp og opnadi nyja herbergid. Eg for svo beint aftur nidur og skyrdi fra astandinu a thvi herbergi, ekki alveg jafn rolegur og yfirvegadur. Obuid um rumid og ruslid fullt asamt fleiru. Grey drengurinn virtist midur sin, for med mer upp og tok sjalfur til a medan eg beid hja Gunnthoru i hinu herberginu. Korteri seinna kom hann svo og sagdist ekki hafa lykilinn ad kustaskapnum en hann mundi sja til thess ad thad yrdi ryksugad hja okkur daginn eftir.
Vid faerdum okkur yfir i hitt herbergid og thad lyktadi ju betur en thad eina sem hafdi verid gert var ad ruslid var taemt og skipt a ruminu. Vid thrifum klosettid og badid sjalf thetta kvold. Daginn eftir tokum vid nedanjardarlest nidur i midbae og kolfellum fyrir honum eftir omurleika Mission Street. Thar fundum vid okkur lika hotelid sem vid munum her eftir dvelja a i hvert skipti sem vid komum til San Francisco. Grant hotel i Bush straeti er rekid af asiskri fjolskyldu og er yndislegt i alla stadi. Vid fluttum okkur thangad vid fyrsta taekifaeri og upplifdum midbaeinn ur midbaenum sem er olikt betra en ad thurfa ad ferdast yfir i skuggahverfin. Vid gengum upp og nidur otrulega brattar brekkurnar og hengum utan a sporvognum hingad og thangad um baeinn. Kinahverfid i SF er alveg otrulega skemmtilegt og yfirfullt af hlutum sem okkur langdi i, tho undarlega mikid af japonskum hlutum inn a milli. Samurai sverd i hverri bud. Fyrir ofan akvednar gotur eru kaplar sem rafmagnsstraetoar ganga a og thad er undarlega gaman ad sitja i straeto sem er ekki med velarhljodi. En San Francisco er skemmtileg borg og eg gaeti sjalfsagt baett einhverju vid ef eg vaeri ekki buinn med klinkid. Naesta borg, Vancouver, the Promised Land verdur ad bida betri tima til frasagnar.

tack tack

--Drekafluga, rett okominn heim--

Engin ummæli: