sunnudagur, 16. janúar 2005

Deyðu OgVodafone

X-ið hefur risið úr öskunni, í bjagaðri mynd þó, á X-FM 91,9 en ég sakna samt útvarpsins eins og það var í síðustu viku. Ekkert Skonrokk?! Hvaða rugl er það. X-ið er heldur ekki samt eftir breytinguna. Ég neyddist til að hlusta á FM á leiðinni í skólann sorgardaginn sem þetta gerðist og finnst ég vera skemmdur eftir. Það var því með fögnuði að ég fékk nýjan USB kapal fyrir spilarann hjá Bræðrunum Ormsson en sá gamli týndist í flutningunum. Ludacris, Outkast og Xzibit höfðu forgang í gegnum kapalinn nýja og ég dansa um allt með bros á vör. Samt vill maður hafa kost á því að skipta yfir á útvarpið. Ég vil hlusta á Freyzann minn. Ég vil Tvíhöfðaspjall á morgnana og ég vil X-Topp 20 listann á miðvikudögum og hana nú. OgVodafone, sem ég kenni um fráfall alls þessa vil ég hinsvegar ekki.

tack tack

--Drekafluga Mpio--

Engin ummæli: