mánudagur, 30. mars 2009

Nerd Bird 30.03.09

Ég hef ákveðið, af því ég er í þannig skapi, að vera hér öðru hvoru með hjálpsamlegar tölvuupplýsingar. Þetta er fyrsta slíka færslan en tíðni og eftirfylgni þeirra sem á eftir fylgja verður bara að koma í ljós. Þessi fyrsta færsla verður tileinkuð hjálpartækjum internetsins.

Þegar þú finnur YouTube video sem þér líkar og vildir eiga á tölvunni, bættu þá pwn á milli "www." og "youtube..." í vefslóðinni. Þá færðu upp síðu þar sem þú getur náð í myndbandið í Flash (.flv) eða MP4 formi. MP4 er bara í boði ef myndbandið er til í HD.
Á Pwnyoutube síðunni er svo hægt að ná í FLV spilara en ég mæli líka með Free VLV to AVI Converter til að breyta myndbandinu í auðspilanlegra avi form.

Talandi um YouTube, þá er Better YouTube Firefox viðbótin vel þess virði að kíkja á. Þetta er ágætt í bili. Ég er svangur og ætla að fara að grilla en mun tala betur um Firefox viðbætur næst. Þess má geta að ég er kominn með nafn á olíufélagið: OZ.


tack tack

--Drekafluga Wingeek--

P.S. Yfir 60.000 heimsóknir. Vúhú!

Engin ummæli: