miðvikudagur, 4. júní 2008

Ég bíð með öndina í hálsinum... og er orðið afar illt í kverkunum.

"Nú verður flutt leikritið Með oðrum morðum. Svakamálaleikrit í svakalega mörgum þáttum. Leikritið var áður á dagskrá á þorrablóti Ungmennafélagsins Hverfanda á Flötuvík en féll niður vegna veðurs og er því nánast ónotað.

Fyrsti þáttur, Morð fyrir tvo..."

Það eru Harry og Heimir kæru landsmenn, sem munu koma út í almennilegum gæðum og fá þeir sem hafa nælt sér í þetta eftir misjöfnum leiðum þá vonandi loksins að heyra þætti 33 og 34 frá 1993, en þeir virtust fram að þessu glataðir að eilífu. I'm happy as Larry. ...however happy he is (but I believe it to be quite a lot). Kaupið þetta. Ég mun gera það. Kannski tvisvar.

tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: