laugardagur, 10. desember 2005

Ísland! Best í heimi!



Til hamingju Unnur.

Einmitt þegar ég er að verða sáttur við heiminn og mig þá gerist eitthvað svona. Ég fæ stundum köst, ef svo má segja. Langar óstjórnlega að verða eitthvað, ekki bara einhver. Þess á milli, og bara yfirleitt, er ég sáttur við að vera sáttur. Lifa góðu lífi, umkringdur ástvinum, vinum og fjölskyldu. Ég er oft svo hamingjusamur með einmitt þetta að það er nánast of mikið. En víkjum þá aftur að Unni okkar (já, hún er orðin okkar). Ég hélt ekki með henni í keppninni hérna heima. Fannst Ingunn miklu sætari. En nú er Unnur orðin alþjóðleg stjarna. Ungfrú Heimur. Og þá fæ ég þessa tilfinningu aftur. Ég hef reyndar ekki hugsað mér að taka þátt í fegurðarsamkeppnum en mig langar samt að verða eitthvað merkilegt. Athyglisýkin ryðst upp á yfirborðið og öskrar að hverjum þeim sem vill hlusta (sem er bara ég) að nú gangi þetta ekki lengur. Frægð eða dauði. Innan skamms kemur síðan rödd skynseminar og drekkir athyglisýkinni í geymasýru svo ég verð bara leiður á endanum. Mig langar bara að gleyma þessu öllu saman en samt ekki. So what I'd like for Christmas is a gift certificate, good at any hospital, for a pre-frontal labotomy. Hmm? En samt ekki.

tack tack

--Drekafluga, líkt og föstudaginn 13. ágúst 2004--

Engin ummæli: