þriðjudagur, 21. júní 2005

Ég gæti

geispað. Ég gæti líka talað um skólamál Skeiða- og Gnúpverjahrepps og nýúrskurðað og afar undarlega rökstutt vanhæfi sveitarstjórnarmanna samanborið við greinilegt vanhæfi forsætisráðherra. Ég gæti talað um norska fána sem eru til sölu í Europris. Ég gæti talað um ferskjuþykknið sem aldrei er til þar. Ég gæti talað um fólk sem geymir geisladiska öfugum megin á sólhlífinni í bílunum sínum, þar sem þeir skemmast í sólinni. Ég gæti talað um lífið, alheiminn og allt. En ég geri það kannski næst.

tack tack

--Drekafluga, farin að sofa--

Engin ummæli: