laugardagur, 21. maí 2005

Frá málfarsstofu Drekaflugu

Hver fjandinn er Evróvision? Þetta orð hefur farið í mig síðan einhver snillingnurinn hjá RÚV missti það út úr sér. Þetta er engin íslenskun. Ég sletti kannski oftar en ég ætti að gera en þetta er nýyrðishrákasmíð af verstu gerð. Eurovision er samsett úr orðunum 'Euro' sem vísar til staðsetningu keppninnar innan Evrópu og 'vision' sem, á eftir fyrra orðinu gæti merkt sýn. Sýn á Evrópu. Hvað er þá Evróvision? Heimska og vanhugsun. Af hverju má keppnin ekki bara heita Eurovision? Er það virkilega svo slæmt að fólk finni sig knúið til að íslenska orðið bara að hálfu leyti svo það standi hvergi innan heilbrigðar hugsunar? Ekki veit ég það. Skyr Smoothie fer líka í mig. MS er fyrirtæki sem hefur hingað til lagt sig fram um að hafa íslensku í fyrirrúmi, hafa meir að segja fengið verðlaun fyrir það. Svo dreifa þau Smoothie um allt land. Smúðí?! Uss uss uss...

Áfram Noregur og Danmörk í kvöld. Íslendingar, hættið að væla yfir austantjaldsþjóðum sem kjósa hver aðra því þetta höfum við gert í mörg ár fram að þessu og höldum því sjálfsagt áfram. Svo, bara af því lagið er svo agalegt, ætla ég að halda með Makedóníu í kvöld. Ooh tah.

tack tack

--gagnrýnin Drekafluga--

Engin ummæli: