föstudagur, 31. desember 2004

Síðasta færsla 2004

Ég fór á leikrit í gær. Martröð á Jólanótt. Þrælgott bara, þrátt fyrir hnökra og er ég auðvitað sérlega stoltur af Haraldi, sem fer með aðalhlutverkið. Þið sem hafið aðgang að Mogganum getið séð mynd af honum þar í blaðinu frá því í gær. Haraldur kynnti mig einmitt fyrir hljómsveitinni Boards of Canada (náið t.d. í lagið Sixtyten og þið munuð skilja. Ég ætla að fjárfesta í diski frá þeim) og er ég nú að hlusta á hana í nýju Sennheiser heyrnartólunum mínum (ég á yndislega gjafmilda kærustu). Ég gæti talað um ævintýri aðfangadagskvöldsins þar sem varð rafmagnslaust vegna línu sem fór í sundur inni á Búrfellssöndum og við pabbi eyddum góðum tíma í kuldagöllum, dragandi í gang freðna traktora til að koma vararafstöðinni að (því við búum jú svo vel í sveitinni) en ég ætla ekki nánar út í það. Nenni því ómögulega. En gleðilegt nýtt ár og takk fyrir 2004.

tack tack

--Drekafluga, zlæææd--

föstudagur, 24. desember 2004

Gleðileg jól

tack tack

--Drekafluga jólabarn--

mánudagur, 20. desember 2004

There's always someone worse off than you!

Áður en ég sofna á kvöldin hef ég stundum lesið í einni af mínum uppáhaldsbókum. The Book of Losers eftir Ben Wicks. Hann hefur safnað saman sögum af lúserum hvaðanæva að úr heiminum og gaf þær út í þessari bók. Ég ætla að sýna ykkur nokkur dæmi um þetta sérstaka fólk.

Úr kaflanum Losers In Love
Antonio Laina of Naples, Italy, awoke one morning to find his wife removing his nost with a pair of scissors. “She was jealous,” explained Antonio to the hospital surgeons who stitched his nose back onto his face.

Úr kaflanum Women Have More to Lose Than Men
I am engaged to a wonderful man, but lately he has been very moody and is always hitting me. He says it is nothing to what I shall get after marriage, and must get used to being kept under control. Please advise me; I want to marry him, but don’t know how to handle the situation.

I am twenty-nine and single; I neither dring nor smoke. I do not seem to be able to overcome the sex impulse. Is this due to catarrh, and will a diet of vegetables and salads help to abate it?

Women in Ugley, England have changed the name of their community organization name from Ugley Women’s Institute to the Women’s Institute (Ugley Division).

Úr kaflanum Sport
A Brazilian was fishing on the banks of Rio Negro when his line became snagged in a tree. As he tried to free it, a swarm of wild bees flew out of the tree and attacked him. The man escaped by running into the river, where he was eaten by a school of piranha.

Úr kaflanum Some Losers Have A Medical Problem
George Schwenk of Los Angeles was treated for five days at a local medical centre for an eye infection and then received a bill for $317 – for the delivery of a baby. “Please correct this error,” Schwenk wrote plaintively, “or at least send me my baby.”

A London physician was once heard to say, “We operated just in time. Another two days and he would have recovered without us.”

A British schoolboy was unable to remove a vase that had become stuck on his head, and was subsequently rushed to the hospital in a city bus. In order to normalize his appearance in front of the other passengers, tha boy’s mother placed his school cap on top of the vase.

Og svo, úr kaflanum Loser’s Jobs
One hour after beginning a new job which involved moving a pile of bricks from the top of a two-storey house to the ground, a construction worker in Peterborough, Ontario, suffered an accident which hospitalized him. He was instructed by his employer to fill out an accident report. It read: “Thinking I could save time, I rigged a beam with a pulley at the top of the house, and a rope leading to the ground. I tied an empty barrel on one end of the rope, pulled it to the top of the house, and then fastened the other end of the rope to a tree. Going up to the top of the house, I filled the barrel with bricks. Then I went down and unfastened the rope to let the barrel down. Unfortunately, the barrel of bricks was now heavier than I, and before I kew what whas happening, the barrel jerked me up in the air. I hung on to the rope, and halfway up I met the barrel coming down, receiving a severe blow on the left shoulder. I then continued on up to the top, banging my head on the beam and jamming my fingers in the pulley. When the barrel hit the ground, the bottom burst, spilling the bricks. As I was now heavier than the barrel, I started down at high speed. Halfway down, I met the barrel coming up, receiving several cuts and then contusions from the sharp edges of the bricks. At this point, I must have become confused, because I let go of the rope. The barrel came down, striking me on the head, and I woke up in the hospital. I respectfully request sick leave.”

tack tack

--Drekafluga, með engri ábyrgð á innsláttarvillum--

fimmtudagur, 16. desember 2004

Ancient

Never before have I experienced life as a fossil. Let me tell you the brief story. I went to the Kvennó Christmas ball last night. It was my version of Fear and Loathing in Las Vegas. The colour, the music, the distorted vision was all similar to when Raoul and Gonzo first went into the Las Vegas hotel. The only real difference was that I was not intoxicated on cocaine and ether and the lizards were replaced with masses of teenagers barely out of their early childhood. I was a dinosaur and because of this had an odd time. Gunnþóra and Anna Vala were my sole consolation. I think this will be the last Kvennó ball I will ever attend (assuming I don't start a successful band or become a DJ).

In other and entirely unrelated news some rancid little git on Háteigsvegur now owns the moderately affordable car of my dreams (and here is another picture, and another) and I am a bit vexed. But I'm finally on vacation now so I won't get stuck on it. To say that I am on vacation does not mean that I'm all relaxed and groovy. I'm still swamped and now the [swamp..?] calls. Off to make and buy Christmas presents.

tack tack

--Drekafluga the Sandy Claws--

sunnudagur, 12. desember 2004

Engra orða er þörf!



Nema kannski þessara: Eddie Izzard, Chris Rock, Dave Chapelle og Jack Black. Ég sé fram á skemmtilegt ár.

tack tack

--Drekafluga, með bros á vör--

laugardagur, 11. desember 2004

Fallegt, ha?

Keypt í Sjónvarpsmiðstöðinni



Og nú eigum við Gunnþóra það. Ef ég á mynd inni á tölvunni eru allar líkur á að ég geti spilað hana í þessu. Kvikindið les allt. Bjútífúl. Ég þurfti líka að taka á öllu sem ég átti til að kaupa ekki The Return of the King: Extended Edition. En það er listasögupróf á mánudaginn. Mánudagskvöldið verður samt skemmtilegt. Hingadróttinsmaraþon á næstunni.


tack tack

--Drekafluga tækjafrík--

P.S. Skólinn minn brann næstum því í nótt. Ég kom þar hvergi nærri.

miðvikudagur, 8. desember 2004

Comic


Þetta er bara krass stúdía af mér og Hirti. En eins og Gunnþóra benti réttilega á gæti allavega efsta myndin (og samsvarandi texti) verið af mér og Stan Lee. Ég virðist ófær um að þróa minn eigin stíl í myndasögum. =/ Hef heldur engan tíma til þess fyrr en (vonandi) í jólafríinu. Og það er allt of langt þangað til.




tack tack

--Drekafluga teiknandi andi--

mánudagur, 6. desember 2004

Je suis un artiste

Sagt er að teikningar einhvers líkist teiknaranum. Ég held að þetta
eigi ekki nema að hluta til við um mig. Hinsvegar var ég í leirmótun
í dag og endaði með eigin líkamsmynd í höndunum í stað módelsins.
Ég hélt eiginlega á sjálfum mér og fannst það svalt.
Nokkuð athyglivert bara.

tack tack

--Drekafluga Clayman--

PS. Gunnar Hansson leikari á eins síma og ég og notar sömu hringingu og ég þegar mamma eða pabbi hringja í mig.

föstudagur, 3. desember 2004

Að vera kúl í strætó

Ég sat í fullum strætónum og beið þess að koma heim. Ég var í mínum heimi en samt meðvitaður um umhverfið, skemmtileg blanda. Birtan að utan varð sérstök í gegnum grábrúnabrúna slikjuna á gluggunum. Ég skrifaði artí athugasemdir í bók á milli þess sem ég rúllaði pennanum um fingurna. Á Hverfisgötu steig inn stórgerð kona, á að giska 25 ára gömul. Hún var óörugg, hafði greinilega ekki ferðast mikið, ef nokkuð, með strætó og þekkti borgina líka illa. Útundan mér sá ég að hún stóð óörugg og tilbaka þegar hún spurði bílstjórann út í eitthvað sem ég var of langt í burtu til að heyra. En ég heyrði nóg til að vita hvaða stoppistöð hann átti við. Konan settist svo á móti mér, óróleg og fiktaði í símanum sínum. Ég hélt áfram að skrifa. Hún kipptist við þegar hún hélt að vagninn mundi halda áfram Rauðarárstíg. Ég leit upp, á hana og sagði "Þú ferð út á þarnæstu." Hún horfði á mig með undrun en sagði ekki neitt. Fór svo út á þarnæstu stoppistöð með feginssvip þegar hún sá Kennaraskólann og gekk í áttina að honum. Strætóinn tók aftur af stað og mér leið frekar kúl.

tack tack

--Drekafluga með örlitlar brosviprur--

miðvikudagur, 1. desember 2004

WANTED

Lýst er eftir eftirfarandi hlutum: Húfunni sem ég er með hér til hliðar, peysunni sem ég er í hér fyrir neðan og hleðslutæki á Sony Ericsson síma. Tvennt af þessu er mér annt um og það þriðja er mér nauðsynlegt. Og ég veit ekki um neinn þessara hluta. Ef einhver hefur rekist á þá (og þá sérstaklega peysuna, það er langt síðan hún hvarf) er viðkomandi beðinn að hafa samband við upplýsingafulltrúa minn, Momo-san.


...

Annars er ekkert í fréttum.

tack tack

--Drekafluga, húfulaus, peysulaus og með dautt batterý--

sunnudagur, 28. nóvember 2004

Sharp like an edge of a samurai sword

the metal blade cut through flesh and bone. Samurai Champloo eru æðislegir þættir. Og það er fullt af þeim á Valhöll. Þar er fullt af mörgu. Ég er þessa stundina að sækja 7 skemmtilegar skrár á hraðanum 14, 38, 20, 23. 19, 16 og 40 kb/s. Þetta er gullfallegt. Ljúft jafnvel. En yfir í allt annað. Sá einhver Noises Off í gærkvöldi? Kvikmyndin sú var gerð eftir leikritinu Allir á svið og skartar t.d. Christopher Reeve og Sir Michael Caine. Þetta er algjör snilld og ég dauðsé eftir að hafa ekki farið á sýninguna. Þetta hefur orðið til þess að ég hef ákveðið að fara meira í leikhús. Það er skömm af því hversu lítið ég fer, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu ótrúlega gaman mér finnst í leikhúsi. Svo þar hafiði það. Ég er að verða meiri alhliða listaspíra og finnst það frrrábært. En nú ætla ég að slaka á eftir búslóðarflutinga mína annars vegar og svo systur minnar og mágs hins vegar. Rosalegur gangur á þessu.

"..some days, some nights
some live some die
in the way of the samurai

some fight some bleed
sun up to sun down
the sons of a battlecry.."

tack tack

--afslöppuð Drekafluga--

Gunnþóra biður að heilsa.

miðvikudagur, 24. nóvember 2004

Múkki

Ég hef stundum velt því fyir mér hvað múkki sé. Í gærkvöldi og alla nótt ældi ég nefnilega eins og múkki. Náði mest hálftíma - þriggja kortera svefni í einu. En hvernig veit ég að ég ældi eins og múkki þegar ég veit ekki hvað múkki er? Þetta er bara tilfinning. Það er ekki svo langt síðan ég var veikur en ég ældi ekki þá. Og ég hóstaði heldur ekki blóði. Já, blóði. Innyflin hefðu lógískt séð átt að fylgja á eftir en ég slapp við það. Ennþá allavega. En getur einhver bent mér á eitthvað sem hægt er að borða þegar maður getur varla borðað? Ég hef komist að því að það er gott að drekka vatnsblandaðan eplasafa en get varla borðað neitt. Ég hef ekki efni á því að veslast upp. Og ég veit að þetta er agalega skrifað en mér er slétt sama. Ég er veikur og því löglega afsakaður.

tack tack

--Drekafluga sem líður ekkert rosalega vel--

laugardagur, 20. nóvember 2004

40 mínútur

Er sá tími sem tekur mann að ganga frá Ellefunni að Fellsmúla 6. Ég er enn með ímynd sultardropans á nefi mér og blóð mitt er ennþá kristallað. Það var kalt í gærkvöldi. Ég hitti samt gamla T og söng næstum því í kareoke. Ansi gott kvöld. En í dag er merkisdagur. Vill einhver geta af hverju? Nei? Ok, í dag er eitt ár síðan þessi síða varð til. Ég hef nú, með mismiklu millibili, skrifað á netið í eitt ár og eru færslurnar orðnar 169. Sæmilegt það bara. Svo er líka gaman að því að heimsóknirnar eru orðnar yfir 20.000 og þó að fyrstu tvær vikurnar hafi verið án teljara þá held ég það geri ekki svo mikið til.

Í ótengdum fréttum þá er Doom III ekkert svo spes leikur. Nú þegar ég er búinn með... slatta, þá er hann ekki nema ágætur. Ég er ekki viss um að ég nenni að klára hann. Ég gef honum 7 - 7,5 það sem af er. Hljóðið er það sem heppnast hvað best og ég væri til í að samnýta það kerfi við Besta Leik Sem Gerðan Hefur Verið. Já, Half Life 2 er það góður. Ég þarf ekki að hugsa mig um tvisvar. "...Play it, savour it, enjoy it. Games may never get this good again." (PC Zone) Öðru hvoru fæ ég hljóðbögg en kenni kortinu frekar um það en leiknum. Hlakka til þegar ég hef efni á nýju móðurborði með e-u góðu innbyggðu. En nóg af því. Ég er farinn að pakka bókum.

tack tack

--Drekafluga skrifari--

miðvikudagur, 17. nóvember 2004

2 - 5 gráðu frost

Og djöfull er mér andskoti kalt á eyrunum. Kinnarnar eru eins og hlaup, nýkomið út úr frysti og mér finnst eins og það myndist sprungur í þær þegar ég reyni að tala. Já, ég gekk heim úr skólanum. Ég var nefnilega að safna myndum fyrir mamá (mömmu) í Guatemala og gekk hreint út um allt með myndavélina í stirðnuðum fingrum. Húfan sem amma prjónaði á mig er falleg en ég er búinn að komast að því að hún er ekkert svo hlý. Akríl og polyester er inn um þessar mundir. Höfuð mitt (og reyndar allt sem stóð útundan skóm, snjóbuxum of frakka... semsagt hendur) er svo kalt að ég er með snjólög á heilanum. Snjókorn falla, white christmas. Ef ég hefði náð því fyrir frostsprungnum æðum í kinnum hefði ég raulað "Úti er alltaf að snjóa, því komið er að jólunum og kólna fer í Pólunum. En sussum og sussum og róa, ekki gráta elskan mín, þó þig vanti vítamín..." Þeir sem til þekkja vita að þetta er frekar hratt lag og því ógjörningur að syngja það þegar við á. Hinsvegar finnst mér skítt, svona af því ég datt út í þetta, að ég finn hvergi... Yes!! Ég fann hann og er að downloada honum. Sleðasöngurinn með Brooklyn 5. Þetta er að verða nokkuð gott bara. Endilega komið með tillögur að fleiri góðum lögum sem gætu yljað manni um eyrnarætur yfir næsta mánuðinn eða svo.

tack tack

--Drekafluga snjókall--

mánudagur, 15. nóvember 2004

Mér þætti vænt um að þú talaðir ekki við mig. Ég er að hugleiða.

Fallegur vetrardagur í fimm stiga frosti. Ég tók strætó niður á Lækjartorg og vildi að ég hefði verið með Sennheiser draumaheyrnartólin yfir eyrunum. Í staðinn söng ég í huganum. Ég var búinn að týna heyrnartólunum af mp3 spilaranum og lokuðu Pioneer heyrnartólin sungu sitt síðasta í handbremsuslysi í traktor í sumar. Frá Lækjartorgi gekk ég yfir á Listasafnið, fór upp á efri hæðina, inn í innri salina og skoðaði myndir eftir Erró. Skráði niður, í myndum og bleki, allt það sem flaug í gegn um huga mér og fór svo út. Kíkti inn í Eymundsson en aldrei þessu vant var ekkert þar að skoða. Ég gekk að Lækjartorgi og beið eftir næsta strætó upp á Hlemm. Vegna veðurfars ákvað ég að bíða úti. Maður í brúnum leðurjakka var að reykja og horfði undarlega á mig. Það var eitthvað undarlegt við þennan mann Þegar strætóinn kom fylltist hann af fólki og þessi maður settist við hlið mér. Á móts við Regnbogann sneri hann sér að mér og ætlaði að segja eitthvað en ég svaraði með því sem ég var búinn að ákveða að yrði titillinn á frásögninni (ef hann yrti á mig, sem hann og gerði). Á Hlemmi fór ég út og gekk hröðum skrefum upp Snorrabrautina. Maðurinn elti mig. Ojæja, hugsaði ég, hann er stærri en ég og áræðanlega sterkari en ég gæti samt tekið hann. Ég lét sem ég sæi hann ekki. Þegar ég var hálfnaður upp götuna mætti ég skólasystur minni og við töluðum saman. Maðurinn, sem virtist kunna illa við margmenni (tveggja manna) beygði yfir götuna og hvarf í átt að Þingholtunum. Ég andaði léttar og tveimur mínútum seinna var ég kominn í Litaland. Með glænýja olíuliti í Guatemalaullarpokanum hélt ég út að strætóskýli og var kominn upp í Kringlu áður en ég vissi af. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði farið inn í Kringluna síðan jólaskrautið var sett upp. Þarna inni tók ég ákvörðun. Ég ætla að fjölfalda ferilskrá og sækja um vinnu út um allt. Svolítið skrýtið ef maður hugsar til þess að ég hef engan feril. Kann allt í sveitinni (sem er reyndar alveg óheyrilegur hellingur ef maður hugsar út í það) en það er til lítils gagns í bænum. Þetta verður án efa efni í comic. Takk fyrir mig.

Gummi Valur Drekafluga - Ferilskrá:

15 ár í sveitavinnu
Ein helgi í söluturni
Ein nótt við vörutalningu í 10-11
Nokkrir dagar við flokkun og talningu í Sjóvá.

tack tack

--Drekafluga, Firefox rúlar, ég er búinn að henda explorer. Spread the word--

þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Gleði helgarinnar

Ég fór á óperutónleika með Vörðukórnum á föstudaginn. Þeir voru haldnir á Selfossi og ég, ásamt Ingibjörgu og Gunnþóru, skemmti mér bara ansi vel. Laugardagurinn var rólegur framan af en kvöldið var svo, með orðum Búdrýginda, partýveislufjör. Fyrirpartý með gamla bekknum á Snorrabraut þar sem María rústaði mér í Singstar (sem er einhvert mesta flopp út frá góðri hugmynd sem ég hef séð) og svo Króatíureunion á Gauknum. Myndir þaðan eru að týnast inn á netið hér og þar. Ég get áræðanlega linkað á eitthvað innan tíðar. En á Gauknum var megastemmning. Ágæt lög framan af kvöldi, Dragostea din tei og 2 Unlimited og Wiseguys lög. Fór svo út í ball með Í svörtum fötum og þeir stóðu sig ágætlega. Það vildi hinsvegar til að þeir staðir sem ég valdi mér á dansgólfinu lágu yfir hraðbrautina á vegakerfinu sem myndast alltaf á svona stöðum. Allir sem hafa dansað á skemmtistöðum ættu að vita hvað ég á við hérna. Maður er að reyna að vinna upp gott grúv en það virðist sem allir aðrir sjái gönguleið þar sem maður stendur. Svo ef maður ætlar að fá sér að drekka og skilur við þennan blett á gólfinu sem er orðinn manni svo kær koma einhverjir dansóðir vinir eða vinkonur og hrifsa mann aftur á dansgólfið, koma sér fyrir ásamt manni sjálfum en aftur lendir maður óhjákvæmilega á þeim stað sem allir sjá sér ástæðu til að ganga um. (Maður skyldi ekki nota orðið maður oftar en maður þarf)

Ég var líka búinn að gleyma hversu auðvelt það er að höstla. Ef ég væri ekki frátekinn og ástfanginn væri ég líklega meira á djamminu (sem er orð sem mér finnst alltaf frekar ansalegt að nota. Djamm...). Þegar ég var svona 13 – 14 ára var ég dauðhræddur um að eiga aldrei eftir að geta svo mikið sem horft á stelpu án þess að fá illt augnaráð til baka. Og núna hef ég ekkert við þetta að gera. Svolítið skrýtið en fullkomlega ásættanlegt að mínu mati. Á laugardagskvöldið komst ég líka að því að vinir eru það besta í heimi og þarf engu við það að bæta. Kvöldið endaði svo á því að ég fór heim og í sturtu (and oh how I needed it) og gekk síðan yfir til Gunnþóru. Það er alveg magnað hversu smooth röddin verður eftir að hafa verið misnotuð heilt kvöld. Já, ég söng í sturtunni. Hélt svo áfram að syngja þar til ég kom að Stóragerði. Stoppaði fyrir utan, kláraði síðasta erindið og fór svo inn. Góður endir á góður kvöldi.

tékkið á þessu

tack tack

--Drekafluga partýdýr--

fimmtudagur, 4. nóvember 2004

60 million Americans

This is for you. I didn't even bother to make it more than a sketch. You're not worth it.



...

--Drekafluga, disappointed--

sunnudagur, 31. október 2004

November

is less than eight hours away. Yet, I already feel Novemberish. A large factor in that may be that it’s almost snowing outside. The ground is a light shade of grey. I can’t get the song Please (by U2) out of my head and have declared it the song of the day. Once again I should be studying and am stubbornly paying it no heed (but this is not a characteristic of November specifically but more or less describes me). It is an essay and Two Dimensional Visual Construction is the theme. With that said, let it be known that I am bored out of my arty mind.

Ahh… took a short break and ate. Grandma had made pancakes so I feel a little better. A single look out the window made me feel better too. I find it charming when the nature can’t decide between autumn brown and yellow and the white of early winter. I think it’s the stillness. There is hardly any movement in the air, just cold, frozen stillness. Add blowing winds, whipping about and the result is something phenomenally dreary. The wind is the single largest aspect I don’t like about living in Iceland. The cold doesn’t bother me. Bring on the cold. But if the wind is there with it I’d rather just stay in bed.

Anyway, I’ve got to study. I haven’t got all day. And I have no idea why I wrote this in English.

tack tack

--Drekafluga doing the sound effect of horses (without thimbles)--

þriðjudagur, 26. október 2004

Saga frá sumrinu

Inni á Silverhawk síðunni er komin upp stutt myndlýsing af skemmtilegum hluta skemmtilegs dags í sumar. Kíkið endilega á það. Þar hafiði það. Box settið umtalaða ásamt We Know Where You Live er komið og ég er alsæll. Ég er til að mynda búinn að sjá klukkutíma sem ég vissi ekki að væri til af Definite Article því einhver tók að sér að klippa það til í útgáfunni sem ég átti fyrir. Og ég er líka búinn að komast að því að Eddie Izzard kom til Íslands fyrir sjö árum og var með show hérna. Það var mjög skrýtið að panta DVD frá Bretlandi og sjá svo Tvíhöfða, Radíusbræður og Bláa lónið á einum disknum. Eftir að hafa horft á þetta held ég að það ætti ekki að vera ógerlegt að fá hann aftur til Íslands. En þarf að hlaupa. Ta.

tack tack

--Drekafluga með broskrampa--

mánudagur, 25. október 2004

Fegurð heimsins

er stundum jafn mikil og óhugnaður hans. Eftir að hafa stritað við listasöguritgerð tók ég saman dótið mitt, rann frá fjórðu hæð niður stigann og gekk svo til Gunnþóru. Í eyrunum var ég, annars hugar, með DMX lagið Who We Be. Sæmilegt lag. Svo þegar ég var rétt ókominn varð mér litið upp og fæturnir frusu fastir við jörðina. Lagið hafði þá klárast og þar sem ég hafði ekki haft fyrir því að raða til á spilaranum var næsta lag Who Wants to Live Forever með Queen. Og ég stóð grafkyrr og horfði klökkur á norðurljósin á meðan Freddie Mercury og Brian May sungu sig í gegn um hjarta mitt. Tilveran hefur sjaldan verið jafn falleg.

tack tack

--Drekafluga, snortinn--

föstudagur, 22. október 2004

Revenge is a dish best served cold
-Klingon proverb

Mér fannst bara rétt að hafa titil sem er ekki í neinu samhengi við skrif dagsins. Og hvaðan, kæru lesendur, fékk ég þessa línu? Því ég pikkaði hana ekki beint upp úr Star Trek. Milljónoghálft stig til þess sem nær því fyrst.
.
Jæja, nú um helgina hyggst ég loksins, loksins fara heim í sveitina og er svo glaður yfir því að ég finn ekki einu sinni neina samlíkingu yfir hversu glaður ég er. Það eina sem truflar mig er að um helgina ætla ég líka að gera listasöguverkefni. En eins og með ljósmyndaverkafnið um daginn finn ég hvergi fyrirmælin. Ég man að það var eitthvað um hellenisma og forn-grikki. Því miður er það bara ekki nóg. En talandi um truflanir þá er netið hér í Fellsmúlanum afar truflað. Prince of Persia: WW demoið er 472mb að stærð. En þegar ég var kominn með 422mb af þessu þá framdi nettengingin grimmilegt sjálfsmorð og það er ekki laust við að ég hafi truflast örlítið. Svona lagað fer í mig. Ég ætlaði líka að hringja í þjónustuverið fyrir Gunnþóru því netið hjá henni er bara dottið út en þá er bilun í þjónustuverinu. Það er ekki von á góðu. Ja hérna. Jæja, hver veit hvað þetta er?:



Þetta, eins og sjá má, er Eddie Izzard Box Set og inniheldur það Dress to Kill, Definite Article, Glorious og Unrepeatable. Fyrir tilstilli hinnar yndislegu síðu Play.com mun þetta brátt verða í minni eigu. Ég pantaði þetta um fimmleytið á miðvikudaginn og sama kvöld var búið að setja þetta í póst úti. Og sendingarkostnaður er enginn. Ég borga bara toll af þessu. Núna get ég loksins leyft t.d. foreldrum mínum að sjá hvílíkur snillingur maðurinn er. Svo er bara spurning hver hefur húsnæði fyrir Izzard kvöldi (kvöldum?)

tack tack

--Drekafluga hláturfíkill--

þriðjudagur, 19. október 2004

Sko, þetta er alveg magnað

Ég gleymdi að óska Hirti til hamingju með daginn um daginn og líður agalega yfir því. Að öðru leyti líður mér alveg óheyrilega vel fyrir utan það að hafa Frönsku ekki að öðru eða þriðja tungumáli. Það er nefnilega sama hvernig og hvenær ég leita, alltaf er hellingur af Taxi (1,2 og 3) og Yamakasi á DC. En Þetta er alltaf ótextað (eða með norskum texta í eitt skiptið) með einni undantekningu. Ég hef fundið eina útgáfu af Taxi textaða á ensku og nægir það mér fullkomlega. Jafnvel þegar þessi kvikindi eru með 'subbed' ritað skýrum stöfum inn í nafn skrárinnar er hún með öllu ótextuð. Ég ætla nú að gefa mér pásu til að andvarpa. *andvarp* Þegar á að gera eitthvað rétt er eins gott að gera það bara sjálfur. Ég ætla því að leigja mér Yamakasi og Taxi 2 og 3 og rippa svo sjálfur, allt af því þessi getulausu gerpi á DC sem þó hljóta að hafa meiri pening en ég til að fara út á leigu og ná sér í þessar myndir, hafa ekki fyrir því að hafa þolanlegt efni í tölvunni sinni. Fyrri hluti Hellboy var óspilanlegur sem og Samurai Champloo þættirnir sem ég hef náð í. Hví í fjáranum gerir fólk manni þetta? Þáttur í Pimp My Ride (sem er fyrirbæri sem ég mun án efa tala um innan tíðar) spilltist einhvern veginn í tölvunni minni og ég gerði fólki það umsvifalaust ljóst. En það er best ég posti þessu áður en netið fer í hnút. Því er nokkuð tamt að gera það þegar verst á við. Ta.

tack tack

--Drekafluga le magnifique--

fimmtudagur, 14. október 2004

Update

Búinn að vera veikur í viku, andvaka og illa sofinn (sem fer eiginlega óhjákvæmilega saman) og eftir á í skólanum. Er í þar núna, verð að fara að teikna en athugið þessi vandræði og svo þennan kreisí-ass snilling. Skrifa ef til vill meira seinna í dag.

tack tack

--Drekafluga upptekni--

laugardagur, 9. október 2004

Something terribly wrong undone


Já, ég hef ekki verið virkur hérna á síðunni undanfarið og má það helst rekja til heilsufars, tímaskorts, netskorts og debetkorts. En ég vil nú nýtatækifærið á meðan netið er ekki enn af einhverjum undarlegum ástæðum dottið út og þakka Myndasöguguðinum (who has very recently blügged) fyrir Photoshop CS, MS Office XP '03 og dobíu (rúm 20gig) af teiknimyndum og myndasögum á stafrænu formi. Tölvunni minni gengur að vísu afar misvel að lesa DVD diskana þó ég kunni enga skýringu þar á en þetta kemur allt í rólegheitunum. Djöfull eru Clone Wars þættirnir svalir.
In other news, the world's most entertaining TV show, Who's Line is it Anyway is now on Saturday nights on Stöð 2!!! Leyfið mér að öskra lítillega af gleði.
Yyyyyyaaaaahhoooooooooooo!!!!!! So... happy. Face muscles... contracting. Can't stop... smiling.
Ef þið horfið ekki á þessa þætti gæti ég íhugað að... láta ykkur gera það. Í alvöru, það er ekkert sjónvarpsefni jafn fyndið. Aw crap, netið er dottið út. Ég skil þetta ekki. Ég bara skil þetta ekki. Er með þetta beintengt í routerinn en fæ svo 'limited or no connectivity' status eftir nokkrar mínútur á netinu. Þetta er þreytandi. Ég verð að vista þessi skrif mín í Word (ekki wordpad, yay!), restarta og skella þessu svo upp. *Andvarp*




tack tack

--Drekafluga ringlaði--

sunnudagur, 3. október 2004

Skyggn afgreiðslumaður í Hagkaupum, Kringlunni

(nú kemur semsagt færslan sem ég reyndi að setja inn um daginn en gat það ekki)
Ég kom við í Kringlunni til að kaupa mér að borða. Ég gerði einfaldlega það og fór, eins og lög gera ráð fyrir, að kassanum og borgaði. Ég gerði nú uppgötvun þar að lútandi. Strákurinn sem afgreiddi mig er skyggn. Þegar konan sem var á undan mér tók aftur við kortinu sínu óskaði hann hennar góðrar helgar. Þetta gerði hann líka, skýrt og greinilega við manninn sem var á eftir mér. En fékk ég eitthvað slíkt? Nei. Hann vissi greinilega hvernig helgin (og mánudagurinn) hjá mér yrði og sá ekki ástæðu til að vekja hjá mér falskar vonir. Ég ætla að reyna að fara þarna oftar svo ég geti verið viðbúinn mögulegum sorgartímum. Helgin var afleit ef undan er skilinn mestur sá tími sem ég eyddi með Gunnþóru. En út frá því, þar sem ég mun fyrr en seinna flytja inn til hennar, sé ég fram á bjartari tíma. Jú, tölvan er öll önnur, alveg að ná sér, og svo keypti ég mér nýja Rammstein diskinn í dag og er það auðvitað ekkert nema jákvætt. Hann kom mér svolítið á óvart. Ansi góður en samt alveg eins og maður vill hafa Rammstein. Hann hefur ekki stoppað síðan ég keypti hann. Þessi hljómsveit er bara svo töff og kemst svo upp með það. Og rétt pólítískt þenkjandi líka. Amerika er t.d. snilldarlag með frábæru myndbandi. Frábær ádeila.

We're all living in Amerika
Amerika ist wunderbar
We're all living in Amerika
Amerika Amerika

We're all living in Amerika
Amerika ist wunderbar
We're all living in Amerika
Amerika Amerika

Wenn getanzt wird will ich führen
Auch wenn ihr euch alleine dreht
Lasst euch ein wenig kontrollieren
Ich zeige euch wie's richtig geht

Wir bilden einen lieben Reigen
Die Freiheit spielt auf allen Geigen
Musik kommt aus dem Weißen Haus
Und vor Paris steht Mickey Mouse

We're all living in Amerika
Amerika ist wunderbar
We're all living in Amerika
Amerika Amerika

Ich kenne Schritte die sehr nützen
Und werde euch vor Fehltritt schützen
Und wer nicht tanzen will am Schluss
Weiss noch nicht dass er tanzen muss

Wir bilden einen lieben Reigen
Ich werde euch die Richtung zeigen
Nach Afrika kommt Santa Claus
Und vor Paris steht Mickey Mouse

We're all living in Amerika
Coca Cola Wonderbra
We're all living in Amerika
Amerika Amerika

This is not a love song
This is not a love song
I don't sing my mother tongue
No, this is not a love song

We're all living in Amerika
Coca Cola Sometimes war
We're all living in Amerika
Amerika Amerika

tack tack

--Drekafluga. Reise, reise--
(p.s. ef einhver getur reddað mér Office pakkanum og Photoshop gæti ég í staðinn látið eitthvað í té. góða og jákvæða strauma til dæmis. ég þarf bráðlega á þessu að halda. og reyndar fullt af öðrum hlutum líka. ég er ekki einu sinni með Nero inni á tölvunni. held að allir diskarnir séu fyrir austan. sniff...)

þriðjudagur, 28. september 2004

Doom 3 players look here

Lesendur fá ekkert samhengi í titilinn fyrr en seinna í textanum. Ég var búinn að skrifa færslu í gær og búinn að reyna að koma henni á netið tvívegis. Það, eins og sjá má, gekk ekkert allt of vel og sit ég nú við skriftir í Stóragerði 28. Það eina sem bjargar mér frá geðveiki núna er (glænýtt og afar gott efni frá) Rammstein, ást mín á Gunnþóru og raja yoga. Þetta síðasta kemur kannski á óvart en er staðreynd engu að síður. Ég er ekki farinn að iðka þessa gerð yoga (sem er einskonar yoga hugans) en komst að ýmsu athygliverðu um hana í kvöld og hef um ýmislegt að hugsa. Margt af þessu finnst mér ekki ganga upp eða vera vanhugsað en það er alveg jafn margt sem er stórmerkilegt og eiginlega bara þægilegt að ganga um með. Kannski meira um þetta síðar.
.
Tölvan mín er komin í lag að öllu leyti nema einu. Eins og sumir hafa kannski þegar getið sér til er internetið ekki alveg komið í stand en ég veit ekki hvað er til ráða. Ég get verið á netinu í nokkrar mínútur og svo bara frýs allt. Ég veit ekki alveg hvað veldur. En þetta lagast ef til vill þegar ég flyt hingað í Stóragerði því þá verður tengingin stillt sérstaklega inn á routerinn hér. Hoodyhoo! Það væri samt gott að vera með internet heima hjá sér. Ég er eiginlega orðinn nokkuð vanafastur um slíka hluti.
.
Ok, Doom 3. Það er bara nokkuð skemmtilegur leikur, afar drungalegur og þar fram eftir götunum. Ef maður spilar hann rétt, með öll ljós slökkt, surround kerfið hátt stillt (og með ATi tweaking eins og ég) og lifir sig inn í leikinn (því það er eiginlega nauðsynlegt til að hafa almennilegt gaman að honum) er afskaplega gott að eiga tvo leiki aðra. Sá fyrri er Microsoft klassíkin Dungeon Siege. Sá leikur er bara yndislegur þegar maður vill ekki hugsa mikið og bara hack 'n slasha í gegn um mis ófrýnilega óvætti. Hinn leikurinn ætti að vera skyldueign allra sem á annað borð spila tölvuleiki. Hann heitir Armed and Dangerous, er gefinn út af Lucasarts og gerður af Planet Moon Studios sem gerðu líka Giants: Citizen Kabuto. AnD er svosem engin afburðaleikur, bara svona... frekar einfaldur, en fyndnari leik hef ég sjaldan eða aldrei spilað. Algjör afburða snilld sem fékk mig til að veltast um af hlátri. Og þessa leiki er gott að eiga til að ná sér frá Doom eftir of djúpa spilun. Ég er annars nokkuð stoltur af því að geta sagt að ég spila hann ekkert svo mikið, tek hann í törnum. Ég ræð yfir tölvunni en hún ekki yfir mér. Oft hefur það verið öfugt.

tack tack

--Drekafluga sem er, já, stundum lengur að greiða sér en Álfheiður syztir--

fimmtudagur, 23. september 2004

'Ihatemacs '

er upptekið. 'Applesucks' er líka upptekið ásamt mörgu öðru sem er jafnvel ennþá skrýtnara (eða eðlilegra, fer eftir aðstæðum). 'Somebastardstolemyname' og, já, 'drekafluga' er upptekið. Hérna er ég semsagt að tala um user accounts inn á Yahoo. Það er einhver sem tók orðið 'drekafluga' og gerði að sínu hjá yahoo. Ég gæti verið drekaflugan@yahoo.com en fólk mundi pottþétt ruglast. En af hverju Yahoo? Nú, Hotmail er einfaldlega ömurleg póstþjónusta. Þó ekki væri nema bara fyrir 2mb plássið sem þeir bjóða upp á. Hjá Yahoo fær maður 100, já, eitt hundrað megabyte, ókeypis. Það eina sem mig vantar núna er almennilegt nafn og þá er það komið. Ég á gamlan Yahoo account en nafnið á honum er ekki töff. Og það verður að vera annað hvort töff eða lýsandi. Ihatemacs væri til dæmis alveg fullkomið. iMac er asnalegasta verkfæri sem maðurinn hefur komist í snertingu við. Frá stýrikerfi niður í grundvallarhluti eins og tveggja takka mýs. Við skulum ekki ofgera makkanotendum með stærri stökkum í bili. En af hverju í djöflinum þurfa þessi snobbgerpi að fjöldaframleiða mýs sem hafa bara einn flöt til að smella með?!? Svona foráttuópraktísk heimska fer alveg svakalega í taugarnar á mér. Og þetta þarf maður svo að vinna með í skólanum. Ég er einmitt að skrifa þessa einföldu færslu í skólanum og fór fram á bókasafn, hneigði mig fyrir PC tölvunni og sit við hana núna þar sem það er Apple lífsins ómögulegt að koma síðunni minni, Blogger og íslenskum stöfum rétt upp á skjáinn. PC enthusiasts unite. Fact: Looks aren't everything, true beauty comes from the inside and never has it been so true.

tack tack

--Drekafluga, iHate Macs--

þriðjudagur, 21. september 2004

Damnit!

First of all, Haraldson, I'm busy so sod off.
Þetta er að fara á límingunum og ég með. Ég get ekki jafnað textann út til hliðanna, stjórnað leturstærðinni o.s.frv. nema með html fikti því Create New Post loadast asnalega upp. ... Boo-yah! Komið upp. Damn, I'm good. Allavega, ég á nú 160BG Western Digital Fluid Bearing harðan disk og er að fara að setja hann upp og formatta hinn diskinn (WD 80GB). Verst að enginn virðist eiga Win XP Pro diskinn. Ég lánaði Hrafni minn og hjá honum hvarf diskurinn í svarthol og kemst víst aldrei þaðan aftur. Ég á nú bara eftir að leita til Haraldar ofurhjartadrottningar og ef hann getur ekki lánað mér hann er ég opinberlega illa staddur. Einhvern veginn skal þetta samt reddast. En ég stend ekki lengur í þessu, er farinn að skipta um harðan disk.

tack tack

--"Watch out for the medallion, my diamonds are reckless. Feels like a midget is hangin' from my necklace!" Drekafluga--

fimmtudagur, 16. september 2004

Aaaactiiiiveeee!!!

Ég er active á DC og er að downloada eins og kreisí gaur sem er að downloada. IP talan mín breyttist, ég prófaði að tengjast aftur og hey! Magnað. Ég byrjaði á Taxi 3 og hún er með einhverja svölustu byrjun ever í nokkurri mynd. Svo sá ég að hún var ótextuð svo ég hætti við. Yamakasi var líka ótextuð og þar sem ég er ekki sleipari en raun ber vitni í Frönskunni þá hætti ég líka við hana. Torque er á leið inn í tölvuna mína ásamt Sexie með Eddie Izzard (Isis, ég þarf að heimsækja þig fljótlega upp á meiri Izzard...og kannski meira =) Það er komið er af Sexie er í gangi hjá mér núna en ég vil meira) og lögum hjá mér hefur nú loksins fjölgað aðeins. Lag dagsins er t.d. Happy Valentine's Day með Outkast. Það er algjör meiriháttar snilld.

Linkur inn á heimasíðu Blazt Þönder hópsins er kominn upp fyrir ykkur. Ég veit að ykkur líður öllum miklu betur. Ég er farinn að gera... eitthvað.

tack tack

--Drekafluga DC fan --

sunnudagur, 12. september 2004

OK, hvað er málið? Í alvöru...

Ég vil ráða greinarskilunum mínum sjálfur og blogger er bara crappy fyrirtæki út af þessu. Og af hverju er þetta asnalega nýja 'navbar' svona asnalegt hjá mér? Ég vil bara ekki hafa neitt 'navbar'. Andvarp. Doom: The Movie kemur út árið 2006. Þá er það frá og allir geta varpað öndinni léttar. Hér eru svo fréttir helgarinnar: Ég fór á Papaball í Árnesi og er með strengi eftir það. Uppáhalds sólgleraugum mín (keypt af götusala í Króatíu) brotnuðu í allt of marga litla parta. Ég keypti mér fimm Ilford Delta 400 Professional filmur en hef lítið gagn af þeim þar sem ljósmælirinn á vélinni er bilaður. Ég fékk aðra vél að láni en skil lítið í henni en ég er búinn að týna helvítis fyrirmælunum að myndaverkefninu svo það kemur kannski ekki að sök.
.
Það er alveg ótrúlegt hvernig hlutir bara hverfa. Það hvarf brauðrist fyrir austan, bara si svona og enginn fann hana eða vissi af henni. Þetta er að vísu stórt hús en öllu má nú ofgera. Ég læt samt ekki stoppa mig og strax og ég verð búinn með þessa færslu mun ég (byrja á því að hengja upp úr vélinni og svo) leita að þessu (fyrirmælunum, ekki brauðristinni) logandi ljósi þar til ég verð sáttur (ja, eða agalega sár).
.
Hér til hliðar hafa orðið nokkar breytingar. Vefritarar hafa dottið út af linkalistanum og aðrir bæst við. Gunnþóra, sem ritaði síðast um miðjan maí krafðist þess að vera sett aftur inn og sökum aðstæðna hennar sem ástarinnar minnar, hvernig átti ég þá að segja nei? Tack fyrir mig í dag og afsakið óhóflega sviganotkun (þó hún sé mjög gagnleg).

tack tack

--Drekafluga svekkta--

fimmtudagur, 9. september 2004

Doodie!!!

Getið þið hvað ég er að fara að gera á morgun? Ég er ekki að fara í réttir, það er það sem ég er að fara að gera. Á morgun á ég víst að læra eitthvað voða merkilegt í skólanum, eitthvað sem er flókið og verður ekki farið yfir aftur. Ég verð meir að segja að fram yfir venjulegan skólatíma. Það er því eins gott að þetta verði eitthvað virkilega flókið og erfitt því annars neyðist ég til að ganga berserksgang. Í dag hef ég eytt allri minni orku í að láta þetta ekki á mig fá en, undur og stórmerki, það gerir það bara samt. Ég fór t.d. í Kringluna með Gunnþóru og fékk þá hugmynd að það væri ekki vitlaust að fá mér helgarvinnu. Hjá mér stóð þetta aðeins í stutta stund. Ástin mín var á annari bylgjulengd og dró mig með sér á nokkra staði og spurði um helgarvinnu. Mér leið illa á öllum stöðunum því hvað veit ég um helgarvinnu? En nóg um það. Ég er Gunnþóru samt þakklátur.
Hmmm.... hvernig var á busaballinu (og þessu er beint til þeirra sem fóru. aðrir mega láta vera að giska á hvernig hafi verið)? Ég fór semsagt ekki en Gunnþóra fór heldur ekki svo það var allt í lagi. Í staðinn fór ég á smá T-bekkjar reunion og ég táraðist innra með mér að sjá fólkið aftur. Ég sakna þeirra strax aftur. En ég ætla að enda þessa færslu svona út frá þessum endurfundum :

Ok, Anna Lind, ég vona að þú eigir ekki eftir að leggja fæð á mig fyrir að útskýra þetta svona en hér fyrir neðan, hægra megin við teikninguna af drekaflugunni sérðu vonandi eitt af eftirfarandi:
Complete and utter death
Vague signs of life
It's On! (tala)

Smelltu á þann texta og vonandi kemur eitthvað í ljós. Ef þetta er eitthvað öðruvísi sendu mér þá e-mail. Það væri bara svo gaman ef þú gætir tekið þátt í commentunum. =*

tack tack

--Drekafluga sem er þó að fara á réttaball með Pöpunum--

ps, vá hvað þetta er týpískt. ég er nýbúinn að halda stutt idiotproofing á commentum og nú er haloscan í einhverju veseni. Mér er ekki skemmt.

þriðjudagur, 7. september 2004

Loksins, loksins

Blogger.com hefur verið á móti mér undanfarna daga og ekki leyft mér að setja nokkurn skapaðann hlut á netið. Þetta hefur farið verulega í taugarnar á mér þar sem ég hef ekki náð að losa mig við neitt af því sem hefur verið að rúlla um í höfðinu á mér. Ég hef gert ýmislegt síðustu daga, t.d. velt því fyrir mér hversu margar leiðir séu til að fremja sjálfsmorð með blýanti, hversu margar leiðir séu til að komast að heimilisfangi þeirra sem eru að reyna að troða tracking drasli í tölvuna mína og hversu margar leiðir séu til að verða freaking active á DC. Svörin eru 63, 2 og 0, í þeirri röð. Ég hef líka verið að byggja upp óhóflegt egó í Myndlistaskólanum, hannað nýtt Drekaflugulogo og fremst í dýru, fínu sketchbókinni minni samdi ég þetta:



Fyrir þá sem eiga erfitt með að skilja skriftina:
Sketchbook Intro

Some pretty things and grim as well
On yellow pages dormant dwell
From gates of hell to domes of sky
Behold the Book of Dragonfly

Darklings come to surface, crawling
Minotaurs in bars keep brawling
Orcs and elves keep waging war
These are things I have in store

Fluid silver. Steel and Stone
Orbs of life. A kingdom's throne
Dragons' halls I do as well
All these stories I shall tell

Kingdoms rise and fall with me
My pencil dances gracefully
Now step inside and stay a while
For some might say I draw with style


Ég hef ekki efni á svona miklu egói en það er aukaatriði. Mér finnst þetta svalt fyrir því. Þess má geta að skönnunin er í boði Haraldsons. Ég fer vonandi að hafa tíma til að skanna meira og jafnvel inka og lita í Photoshop ef ég hef þolinmæði til. Ég held bara að ég setji mér svo há mörk hvað gæði á slíku varðar að ég er líklegri til að setja sketches upp (og já, ég nota ekki orðið 'skissur' Bugger off).

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 1. september 2004

Sale

GeForce 4 Ti 4200 128mb skjákort til sölu. 5000 kall eða hæsta boð. Magnaður gripur og allt það. Ég ætla ekki að halda neina söluræðu.

Akkúrat núna er ég sitjandi og það er gott. Ég geng nefnilega afskaplega mikið. Svo ég taki daginn í dag sem dæmi þá gekk ég frá JL húsinu í Kvennó, úr Kvennó um miðbæinn, tók svo strætó upp að Hlemmi og gekk þaðan upp í Tölvulistann og þaðan í Task uppi í Ármúla. Svo fór ég um Grensásveg heim. Þetta er auðvitað ekkert eðlilegt. Nánast allan tímann var ég með Get Low með Lil Jon í eyrunum. Það er það eina sem ég hef náð af DC síðan ég kom aftur í bæinn þar sem ég get einhverra hluta vegna ekki verið active. Og að vera passive á DC er álíka gagnlegt og hjálpardekk á skriðdreka. Thoroughly pissed off.

tack tack

--Drekafluga gangráður--

laugardagur, 28. ágúst 2004

What the fook..?

Jújú, það er margt skemmtilegt við nýja interfacið hjá Blogger.com en af hverju í fjandanum er það svona bloody retarded? Gott að það er hægt að jafna út til hliðanna, já. Gott að það er hægt að velja bold eða italic að vild án þess að nota kóða. Það er jafnvel hægt hafa liti. En af hverju að vera að fikta í línubilum? Glöggir taka kannski eftir undarlega staðsetta punktinum í síðustu færslu. Og af hverju ekki að gefa möguleikann á að hafa linka í nýjum glugga? Þann kóða skrifa ég enn handvirkt. Ekki nógu gott. En jæja, eitthvað hef ég þá að væla um á meðan Gunnþóra er að skemmta sér á Hárinu. Henni var boðið og auðvitað stökk hún á það og ég hef þá bara verið í slökun á meðan. Dagurinn (svona ca. rúmlega fram yfir kaffi) fór í það að setja upp hillusamstæðu, hornskrifborð með hillu og bókahillu í herberginu hennar og ég verð að segja að þetta fari bara ansi vel. Gott mál. Samhengislítið.

tack tack

--Drekafluga the carpenter...ish--

mánudagur, 23. ágúst 2004

The Boy is Back in Town...
Já, ég er kominn í bæinn. Í gær hélt ég loksins upp á það að í vor varð ég stúdent og er það til marks um athafnasemi fjölskyldunnar að það var ekki fyrr. Klukkan níu í morgun hóf ég svo nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur sem er víst elsti myndlistaskóli á Íslandi. Ég bý ennþá opinberlega í Fellsmúla 6 en verð úthýst von bráðar og mun þá leita skjóls hjá Gunnþóru minni. Það er líka eins gott því þá getum við verið saman og verið jafn óþolandi sæt og við vorum back in the days.
.
Þar sem ég kom í bæinn seint í gær, úrvinda og örmagna, þá hafði ég ekki tíma til að pakka neinu nema fötum og nauðsynjum og þó að ég flokki tölvuna mína undir nauðsynjar þá varð flutningur á henni að bíða betri tíma. Ég ætlaði að skrifa þessa færslu á tölvuhræið sem ég hef (...löööng pása) alveg áræðanlega kvartað yfir oftar en einu sinni (en bara finn ekki vott af því í archivunum) en hún réði ekki við að fara á netið. Ég rölti því til Gunnþóru og hertók heimatölvuna þar. Muhaha. Allavega, nánari skýringar á námi við skólann koma síðar jafnvel þó þess sé ekki óskað. En í millitíðinni getið þið tékkað á þessu. Magnað gúdd sjitt.

tack tack

--Drekafluga listaspíra--

miðvikudagur, 18. ágúst 2004

Sizzlin'

Magnað. Húrra fyrir landsliðum Íslands í dag. Bæði handbolta- og fótboltaliðið átti sigurinn skilinn.

Annars var ég að fá bréf frá Myndlistaskólanum. Í því vour upplýsingar um námið og einhæfasta stundatafla sem ég hef á ævinni séð. Til að byrja með eru 28 tímar af 32 í fjarvíddarteikningu. Restin er listasaga. Fudge. En sem betur fer verður allt árið ekki svona (cue* forced laughter). Þetta verður gúdd sjitt. En ég er farinn í pottinn. Er drúlluskítugur eftir erfiði dagsins. Ciao.

tack tack

--Drekafluuuugan mikla--

* Cue:
A signal, such as a word or action, used to prompt another event in a performance, such as an actor's speech or entrance, a change in lighting, or a sound effect.

föstudagur, 13. ágúst 2004

Sin palabras

Ég á í tilvistarkreppu. Ég held ég fái svona í kring um alþjóðlegar stórhátíðir og þvíumlíkt. Horfði á setningarathöfn Ólympíuleikanna og íslenska hjartað mitt tók aðeins stærri slög þegar Björk var að syngja. Hún er svöl.

Which brings me to my point (and, apparently, English as well) beginning with some lines owned by Eddie Izzard:
What do you want to do? Tell me. Tell me your dreams.
“I wanna be a space astronaut and go to outer space and discover things that no one’s ever discovered.”
Look, you’re British so scale it down a bit.
“Alright, I wanna work in a shoe shop and discover shoes that no one’s ever discovered, right in the back of the shop.”
Look, you’re British so scale it down a bit.
“Alright I wanna work in a sewer. And pile it on the top of my head, come to the surface and sell myself to an art gallery...”

Or something like that. What I want is to aspire to something. The urge to be somebody has suddenly swelled up and consumed me for what I think will be only momentarily but who knows. I want to be known, appeal to the masses, yet, I have no means of doing so. This is not to say that I am without talents. I can manage on four to six languages, depending on the situation, I can sing, act, write and draw, among many other things but these are things hundreds, thousands of others do better than I. What, short of an extremely lucky break in something I can’t, as of yet, imagine, could be my leverage?

I don’t know. I feel that I will diminish and eventually vanish in to the oceans of many, drifting between islands, frothing at their shores. Because right now, I don’t see a future, just discomfort in a vast normality. I am extremely lacking in something I cannot grasp and it’s eating away at me. I hope sleep will rectify this unbalance (my equilibrium is off, Haraldson ;)...). I’m off.

...

--Drekafluga--

miðvikudagur, 11. ágúst 2004

28.3°

Af heitasta stað landsins er allt gott að frétta. Þetta er svo maaagnað veður að ég bara veit ekki hvernig ég á að lýsa því. En ég get með stolti sagt að hér hafa opinberar hitatölur verið hæstar. Boo-yah! Í sveit fylgir svona veðráttu oft aukið vinnuálag og mikill grillmatur. Ég hef t.d. hangið utan á húsinu við misháskalegar aðstæður að mála gluggakanta. Ég steig svo eitt sinn sem oftar í hæstu rim stigans og teygði mig í horn eins gluggans en rimin brotnaði þá undan mér. Þetta er ekki nema fjögurra metra hár stigi en úr fjögurra metra skyndifalli getur hlotist töluverður skaði. Ég náði sem betur fer að spyrna mér í næstu rim fyrir neðan og gat þannig stýrt fallinu og fór eiginlega í arabastökk úr milli þriggja og fjögurra metra hæð. Það hefði verið gaman að ná þessu á myndband. Jæja, sama stiga hífði ég svo daginn eftir upp í ker sem var á tækjunum á traktornum og setti hann þar upp. Tækin voru í á að giska þriggja metra hæð svo ég var í svona sex metrum að mála gluggakantana uppi á lofti. Og þó ég sé ekki lofthræddur þá var það á tímabili svolítið óþægilegt að standa í þessari hæð í stiga sem hafði brotnað undan manni daginn áður. En hvað um það. Myndir: (það skal tekið fram að myndir þessar fóru margfalt í gegn um helvíti jpg fælanna og eru því í agalegum gæðum. unnið er að umbótum þar á og verða þær ef til vill komnar inn innan næsta ársfrjórðungs. takk fyrir)

...


...


tack tack

--Drekafluga sólskinsbarn--

föstudagur, 6. ágúst 2004

Enn af tölvum

Er það bara ég sem legg stundum alla mína fæð á tölvur eða er einhver þarna sem deilir huga mínum hvað þetta varðar? Ég ætla að láta fylgja hér hluta úr e-maili sem ég skrifaði í gær:
Djöfulsins djöfuls dauði og djöfull..! Mitt örmagna sjálf má ekki við svona löguðu. Fyrir framan mig liggur krumpaður og sundurslitinn disklingur sem átti að innihalda bréf til þín. Ég skrifaði það uppi í ruslakompunni sem ég kalla herbergið mitt og ætlaði svo að opna það hér og senda þér en tölvan lét mig vita, með hæðnisglotti er ég viss um, að þetta gengi ekki alveg hjá mér. Ég fór aftur upp og opnaði Wordið og þá fékk ég nokkurn veginn þessi skilaboð: “Úps! Veistu, allt dótið sem þú skrifaðir áðan? Í staðinn fyrir að vista það skeit ég á disklinginn þinn. Sorrý. Viltu að ég þykist gera eitthvað í þessu og frjósi svo? Ok.” Ég er fjúríös.

Eins og þessar elskur geta verið frábærar er líka fátt sem fer eins mikið í taugarnar á mér. Ég mæli með því að allir horfi á Glorious (mig minnir að það hafi verið þar en ekki í Unrepeatable) með Eddie Izzard og taki sérstaklega eftir partinum með tölvunum undir endann. "Oh, I wiped the file? Damn. What? I've wiped all the files? I've wiped the internet?! I don't even have a modem!" Ég þoli það mjög illa þegar allt á að virka en gerir það ekki og iðulega eru vandamálin svoleiðis sem upp koma í tölvum. En ég er allt of þreyttur. Á ekki að vera að tjá mig neitt. Ta.

tack tack

--Drekafluga þreytta--

föstudagur, 30. júlí 2004

Sagan af Bjarna Fúskara

Ég:
Rödd Jóhanns Sigurðarsonar þegar hann las fyrir Shan Yu inn á Mulan, líkami Brad Pitt upp á sitt besta.
Bjarni Fúskari: Rödd Bullwinkle úr Rocky & Bullwinkle, líkami Joe Pesci.

Ég var að yfirfara varnir heimilisins í nyrðra varnarbyrginu þegar ég varð var við umferð á hlaðinu. Andartaki seinna kom boðliði hlaupandi inn og tilkynnti mér að viðgarðarmaðurinn væri kominn. Boðliðinn var eitthvað hikandi þannig að ég spurði nánar út í aðkomumanninn. ‘Hann... hann er á Hondu Civic, herra.’ Ég spenntist upp og ískaldur hrollur skreið niður bakið á mér. Selfyssingur, hugsaði ég, þetta verður langur dagur. Boðliðinn hélt hurðinni opinni og hristi höfuðið dapur í bragði. Jæja, best að klára þetta, hugsaði ég og gekk út. Jú jú, það stóðst, á hlaðinu stóð grá Honda Civic og við hana stóð lítill þybbinn maður með aflitað hár. Áður enn hann opnaði munninn sá ég að hann hlyti að vera með óþægilega rödd.

BF: Sæll, Bjarni heiti ég. Þið eruð með bilaða tölvu hérna tísti hann eiturhress. Þetta var fullyrðing, ekki spurning.
Ég: Já. Það var nú einmitt þess vegna sem hringt var á viðgerðarmann.
BF: Jájá, það passar, er hún bara hér inni kannski eða..?
Ég: Já, sagði ég kuldalega og gekk á eftir honum inn. Um leið og hann kom inn í skrifstofuna tók hann andköf.
BF: Jahá? Hér hefur verið nóg að gera. Hann átti við opna tölvukassana og íhlutina sem lágu um allt.
Ég: Já, ég var að reyna að útiloka vélbúnaðarvandræð-
BF: Uss, það er aldrei hægt að útiloka vandræði, þú veist hvað á ég við? greip hann fram í og sparkaði í einn kassann.
Ég: Já, sagði ég þó ég hefði ekki nokkurn vott af hugmynd um hvað hann meinti.
BF: Ha?
Ég: Já.
BF: Ha?
Ég: Já. Ég veit hvað þú átt við, sagði ég á hraða sem ég hélt að Selfyssingur ætti að meðtaka.
BF: Jájá, er þetta tölvan? Hann benti á tölvuna sem var greinilega hvað heillegust og ennþá greinilegar sú eina sem var tengd.
Ég: Já, andvarpaði ég og velti því fyrir mér í hverju ég væri lentur.
Hann byrjaði svo á því að reyna kveikja á tölvunni en það hafði þveröfug áhrif þar sem það hafði verið kveikt á henni fyrir. Hann kveikti á henni aftur og eftir að hafa fiktað í engu sem ég sá að skipti máli slökkti hann og fiktaði því næst í tölvukassanum sjálfum. Þar reyndi hann til að mynda að tengja Ata kapal í floppy drifið með þeirri meiningu að drifið væri harður diskur. Hann lagði því næst til að við nýttum eitthvað af vinnsluminninu úr annari gömlu tölvunni og hefði sjálfsagt reynt að troða því í minnisraufarnar á virku tölvunni ef ég hefði ekki ítrekað sagt honum að kortin og þar með raufarnar væru gjörólíkar milli tölva. Með minni hjálp tengdi hann harðan disk sem ég átti í tölvuna, kveikti á henni og fór í biosið þar sem hann eyddi heilmiklum tíma í að stilla klukkuna og skoða hluti eins og Pci tengingar sem er nokkuð skrýtið í ljósi þess að Pci raufarnar voru ekki í notkun (fyrir utan eina sem geymdi hljóðkortið) heldur Isa og Agp raufarnar. Hann fékk sér svo sígarettu og reif og tætti stundur og saman í tölvukassanum á meðan tölvan var í gangi og var rétt búinn að skemma móðurborðstengingar með öfugum eða vitlausum ísetningartilraunum. Ég bað hann að hafa mig afsakaðan, náði í kjötsax og myrti Bjarna viðgerðarmann svo með köldu blóði.

Endir

Þetta er ekki alveg nákvæmt. Hann var á Hondu Acura en ekki Civic. Og ég drap hann ekki, já, en mikið langaði mig það. Hann náði loks að koma kerfinu í lag en það var með herkjum. Ég vona að ég þurfi aldrei að sjá þennan mann framar því þá neyðist ég til að setja eitthvað þungt framan í hann.

tack tack

--Drekafluga, venting--

þriðjudagur, 27. júlí 2004

Tölvunördinn ég

Þetta er ekki bara nafn á dálki sem ég setti hér til hliðar fyrir nokkru. Þetta er líka satt. Ástæða þess (í þetta skiptið) að ég hef ekki vefritað neitt síðan síðast... (stutt hugsanapása) er sú að ég varð að nota varahlut úr þessari tölvu til að geta sett saman heimatilbúna scrapheap tölvu úti í fjósi. Fjóstölvan tók upp á því að frjósa í tíma og ótíma án nokkurrar sýnilegrar skýringar og hafði það þær afleiðingar að ég hef fundið hina fullkomnu aðferð til að verða snar fucking geðveikur. Það er ekkert grín að þurfa að vinna með bæði svona gamlan vélbúnað og hugbúnað. Þrjár tölvur voru tættar í sundur og settar saman í þá sem var yngst og því meðfærilegust. Ég var með nýjan harðan disk, setti forritið upp aftur, keyrði inn backupið af öllum gögnunum, opnaði forritið, fékk slag þegar tölvan fraus og stökk út um gluggann með þeirri von að einhver hefði grafið síki þar fyrir neðan. Ég er búinn að reyna allt á þetta hevíti en ekkert gengur. Nú í dag ætlar tölvugerpið frá MBF að koma og kíkja á þetta og ég ætla að nota tækifærið til að sparka í sköflunginn á honum. Fast.


...

...

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 21. júlí 2004

Lítil vefritun, mikil vinna...

Ég ætlaði t.d. að vera löngu búinn að koma þessari vísu upp, ásamt myndinni. Svo telst það líka til gleðitíðinda að ég fann spólu með nokkrum Roar þáttum. Þetta var uppáhalds sjónvarpsefni mitt á sínum tíma. Man einhver eftir þessu? Heath Ledger var þarna í aðalhlutverki sem keltneskur stríðsmaður og barðist ásamt félögum sínum gegn Rómverjum. Magnað svalir þættir. En þetta gengur ekki. Ég er farinn að vinna.



Fellur vel á velli
verkið karli sterkum,
syngur enn á engi
eggjuð spýk og rýkur
grasið grænt á mosa,
grundin þýtur undir
blómin bíða dóminn,
bítur ljár í skára.

(Jónas Hallgrímsson)



tack tack

--Drekafluga, með typpi (út frá umræðum við síðustu færslu)--

mánudagur, 12. júlí 2004

Ég er ekki með frjóofnæmi

Annars væri ég dauður. Í dag kom ég aftur frá Laugarvatni þar sem ég hafði verið frá miðjum degi í gær hjá henni Gunnþóru minni. Síðan hef ég verið í gróðurvinnu. Ég sló garðinn og er svo langt kominn í kring um garðflötina með ofursláttuorfi. Grasfrjóið var oft eins og reykur þegar ég tætti í gegn um stráin. Eftir þetta, og margt annað í millitíðinni, sagaði ég niður nokkrar stóreflis trjágreinar og eitt tré og til að gera eitthvað úr þeim fór með allt saman upp í Skútás sem er falleg hæð hér rétt hjá. Ég ætla nefnilega að girða af land og rækta upp með trjám. Ég get varla lýst hversu frábært mér finnst að búa í sveit. Ég get til dæmis bara gert eitthvað svona. Valið mér fallegt landsvæði (og af því er nóg hér um slóðir þó ég segi sjálfur frá) og spurt mömmu og pabba hvort ég megi slá eign minni á það. Þetta verður svona sælureitur og bústaðarland í framtíðinni. Reyndar leyfi ég móðursystur minni að velja sér land fyrst svo það getur vel farið svo að ég verði af þessu en ég hef fleiri staði í huga. Yfir og út.

tack tack

--Drekafluga skógræktandi og landeigandi--

þriðjudagur, 6. júlí 2004

Já...

Ég er þreyttur og nenni ekki að skrifa mikið en verð bara að segja frá því að tónleikarnir voru prýðisskemmtun. Mér fannst skemmtilegra á Foo Fighters tónleikunum því Foo Fighters skemmtu sér sjálfir einfaldlega miklu betur en þetta var stuð. Stuðið byrjaði reyndar eiginlega ekki fyrr en Nothing Else Matters, Master of Puppets, One og fleiri ofurlög fóru að heyrast undir seinni hluta tónleikanna. Bassasólóið hjá Robert Trujillo var líka ótrúlegt og mér fannst hann svalastur á sviðinu. Ég fékk gæsahúð. Annars er hálf skrýtið frá því að segja en ég held ég hafi sungið meira með Mínus en Metallica. Ég bara kunni meira með þeim. Athyglivert. En ég er farinn í pottinn. Ekkert rugl.

Já, alveg rétt. Stórt ‘yay’ fær Rúv fyrir að sýna aðra seríu af einum fyndnustu þáttum Englands, My Family. Yay!

tack tack

--Drekafluga girðingarmaður--

sunnudagur, 4. júlí 2004

Mínus, Brain Police & Metallica

...

Það er ekki slæm leið til að eyða einni kvöldstund.



tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 1. júlí 2004

Ég hef ekki Ögmund...

Hæstvirtur (mér finnst þetta alltaf svo fyndið. Svo geta komið einhverjar svívirðingar um viðkomandi en það er allt í gúddí af því að ræðumaður sagði ‘hæstvirtur’) þrettándi þingmaður Reykjavíkur, Ögmundur Jónasson setti réttilega út á Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn og kvað báða hafa dregið umræðu um forsetakosningar niður í svaðið. Réttilega? Já. Vel? Nei. En ég ætla ekki að tala um það þar sem þetta átti rétt á sér. Hinsvegar fór hann að setja út á forsetaembættið og þá sýn sem Ólafur Ragnar hefði á það. Ögmundi fannst forsetinn ekki eiga að vera svo mikill valdhafi sem Ólafur vildi heldur sameiningartákn þjóðarinnar. Ögmundi fannst forsetinn líka hafa gert of mikið af því sem hann nefnir kónga- og auðmannadekur og vildi ekki sjá slíkt. Og á forsetinn þá ekki að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum?

Ögmundur minn, hvern fjandann viltu þá að forsetinn geri? Sitji heima á Bessastöðum og klóri sér í rassinum? Jú, og strjúki Dorrit sinni öðru hvoru? "...Með hófsemi og yfirvegun getur hann haft áhrif – en á allt annan hátt en með þeirri aðkomu sem nú er boðuð..." Og það mundi hann gera með því að hósta lágt og segja "A.. a- afsakið. Má þetta?"

Ögmundur minn, yfirleitt hefur mér fundist þú vera skýr náungi. Hvað er svo þetta? En þetta eru allt of margar spurningar. Varð bara að koma frá mér að víða leynast misjöfn rök, jafnvel í manns eigin flokki.

tack tack

--Drekafluga pólitíski--

þriðjudagur, 29. júní 2004

Well, whaddaya know..?

Í flugvélinni á leiðinni út var tilhlökkun í öllum enda ástæða til. Svona nokkuð gerist bara einu sinni á lífsleiðinni. Heiður úr FÞ var með Lonely Planet guide to Croatia og ég fékk bókina lánaða og sló um mig með hinu og þessu. Ég vissi allt um Porec. Ekkert mál. Áður en ég vissi af vorum við lent á flugvellinnum í Trieste. Þar var svo hin hefðbundna bið eftir farangri og hin hefðbundna ósanngirni ar í kring. Halla lét sína tösku fara þrjá hringi að ég held eingöngu til þess að við hin yrðum ekki svekkt. En ég hlustaði á Eddie Izzard tala um syndaflóðið (“..No, I appreciate your sense of publicity but, er... I want an Ark with a big room for poo, it’s gonna be important..”) og leiddist þess vegna ekkert.

Við vorum svo leidd út í tvær rútur og í þeim fórum við gegnum Slóveníu og niður til Porec í Króatíu. Á landamærum Ítalíu og Slóveníu vorum við stoppuð í vegabréfstékk og datt þá einhverjum í hug að fá stimpil á vegabréfið sitt. Þetta breiddist út og brátt heimtaði meirihluti rútunnar að fá stimpil. Þetta fór misvel í fólk en okkur varð á endanum ekki meint af og heilmikil gleði ríkti þegar við komum á áfangastað. “Hjá Mario” sem ég komst seint og um síðir að, að hét Antonia bistro var opnaður sérstaklega fyrir okkur og við gátum pantað okkur af matseðlinum. Auðvitað var sama og ekkert okkar með kúnur (króatíska gjaldmiðilinn) og ekki var hægt að borga með evrum. Það var samt ekkert vandamál því Chief (Mario) og kokkurinn sem ég man ómögulega hvað heitir (Luigi) sögðu við hvern Íslendinginn á fætur öðrum: “Is ok, you no pay now. You pay tomorrow.” Af því þeir voru svo heiðarlegir og ótrúlega hjálpsamir við okkur held ég að hver einn og einasti hafi borgað þeim daginn eftir.

Dagurinn eftir, hjá þeim sem eyddu honum ekki í að sofa vegna næturdjamms, fór í skoðunnarferð um Porec og Rovinj. Undir mali fararstjórans smámælta uppgötvaði ég nýjan karakter og skiptist á að vera hann og ég þegar hentaði. Þetta var Jeffrey the Tourist from Louisville U.S.A. Hann vakti skemmtilega lukku og ég ááræðanlega eftir að nota þessa týpu aftur þegar ég fer til útlanda. Þarna sá ég líka í fyrsta skipti króatískan íssala. Króatískir íssalar eru nefnilega sérstakur þjóðflokkur. Ef einhver eignast ofvirkt barn í Króatíu er framtíð þess ákveðin. “Young Baric, when you grow up you will be an Ice cream vendor.” “Will I?! Yay! Ciao Croatia! ‘Allo! Whopla!” Þeir sjá nefnilega yfirleitt út hvaðan maður er og kalla iðulega “Ciao! Island!?” um leið og maður gengur fram hjá. Um leið og þeir byrja að kalla tekur einn eða fleiri þeirra upp ísskeið, kastar ískúlu upp í loftið og grípur hana aftur. Og aftur. Og aftur. Svo, ef þeir ná að krækja í einhvern, búa þeir til Spes ís ©. Ég fékk mér engan ís fyrsta daginn. Í Rovinj fékk ég mér hinsvegar pizzu og eitthvað sem átti að vera kók. Ég ákvað að kvarta ekki þar sem með mér við borðið var nóg af fólki sem sá um það. Kannski var það bara ég sem var með vitlaust sjónarhorn á hlutina en mér var fyrirmunað að skilja þá neikvæðni sem ég sá þarna að virtist fylgja sumum þegar þeir fengu ekki nákvæmlega það sem þeir voru búnir að ímynda sér. Þetta var bara í fyrsta skipti sem ég varð var við slíkt en alls ekki það síðasta. Málið er að þetta var bara alltaf frá sama fólkinu. Svo voru þessar sömu manneskjur að tala um hvað þær vildu nú finna MacDonalds stað þarna einhvers staðar. Það er kannski bara skiptinemagenið í mér en ég þyrfti að vera hungurmorða og allir aðrir staðir lokaðir til að ég færi á MacDonalds eða annan álíka stað í svona ferð. Fuckin’ live a little. Just one tiny bit. Try it, it’s fun. Ég tel það víst að einhver ykkar sem ég er að tala um hérna eigi eftir að lesa þetta en það verður þá að hafa það. Stundum fannst mér bara eins og þið kvörtuðuð til þess eins að kvarta.

Allavega, já... pizza og gervikók. Þessi máltíð kostaði 52 kúnur. Ég átti bara 100 kúnu seðil og þjónustustúlkan spurði hvort ég ætti tvær kúnur. Par du tout var svarið og hún rétti mér 50 kúnu seðil til baka og sagði mér að ég borgaði bara næst þegar ég kæmi. Þetta er það sem ég dýrkaði hvað mest við þetta land. Það er enginn að rella yfir smámunum. Meir að segja í stórmörkuðum. Þú kaupir eitthvað á 24.98, borgar 25 og færð ekkert til baka. Hverjum er ekki sama um þessar 0.02 kúnur? Þetta sé ég ekki fyrir mér á Íslandi nema með einhverjum afsökunum. Þarna var þetta sjálfsagt.

Þegar ferjan lagði aftur að höfninni í Porec var rigning. Útlensk rigning. Allir urðu gengvotir og jafn óþægilegt og það var fannst mér það æðislegt. Ágúst og Anna Lind voru orðin svo blaut að þeim var eiginlega orðið sama og gerðu sitt besta til að skvetta meiri bleytu á hvort annað. Allir komu vatnssósa inn í rútuna og héldu áfram að vera blautir í áfengiskaupum þar sem loftárás var gerð á Breezerhilluna. Ég keypti hvítvín handa Höllu og var það eina áfengið sem ég keypti í ferðinni. Um kvöldið var svo stór hluti úr innkaupaferðinni innbyrtur og villa nr. 6 varð partyhúsið. Það var aðeins í fyrsta skipti sem hluta hópsins var hótað að vera hent út af hótelinu.

Næsta dag fór edrú hluti edrú herbergisins + Bergdís og Svava í bæinn og skemmti sér ágætlega –stop- Ég man, ef ég á að vera hreinskilinn, ekkert hvað við gerðum þar nema það að við fórum í hraðbanka og gengum eftir aðal verslunargötunni –stop- Um kvöldið voru útbúinn og étin súkkulaðihúðuð jarðarber –stop- Daginn eftir var ferðin til Brijuni eyjanna.

Í ferjunni var lífsþreytt kona að þakka okkur fyrir að hafa komið í ferðina. Hún gerði það á ensku, króatísku og þýsku og var með karakter fyrir hvert mál. Á ensku var hún með ýkta flugfreyjurödd og sagði ‘unn’ í hvert skipti sem hún hikaði. Á króatísku virtist hún uppgötva fullt af hlutum sem hún hafði gleymt á ensku og ég heyrði mikið af ‘ah!’ áður en hún dembdi sér í næstu setningu. Þegar komið var yfir á þýskuna var henni svo orðið alveg sama um allt þetta og notaði ‘so...’ áður en hún píndi sjálfa sig í næstu setningu. Strax á eftir henni tók Rússinn Aleksandra sér stöðu og þrumaði útskýringum yfir þá skelfingu lostnu Rússa sem voru með í för. Því næst kom íslenska fararstýran og talaði mónótómískt um eitthvað sem ég náði ekkert hvað var nema það að við værum á hraðskreiðri ferju og “að það mætti ekki fara út af henni”. Í alvöru, hversu mörg okkar urðu þarna fyrir vonbrigðum? Ekki eitt. “Er hún hraðskreið? Djöfull. Ég sem ætlaði upp á þilfar að stinga mér.” Á Brijuni fórum við svo í gönguferð og sáum mýri (applause), tequila kaktusa, asnalegt listaverk, nokkur töff hús og elsta tré í Króatíu, 1700 ára gamalt ólífutré. Af þessu tré fást ennþá 5 lítrar af ólífuolíu á ári (minnir mig) og í einn lítra þarf 10 – 15 kíló af ólífum. Til að halda fræðunum áfram þá klofnaði þetta tré þegar eldingu laust niður í það í óverðinu mikla árið 1970. Svo tréð héldist á lífi var brotið fyllt af steypu og er það því enn við lýði í dag. Ok. Í lestarferðinni sat ég í fremstavagninum með fararstýrunni og heyrði því allt tvisvar. Einu sinni þegar króatíska gellan sagði henni það og svo aftur þegar hún sagði öllum hinum það í gegn um hátalarakerfið. Groovy. Það var samt mikið af “..og á bak við trjáþykknið hérna til hægri sjáið þið svo ekki villu sem er í eigu frægs stjórnmálamanns..” og “..hérna hinum megin sjáið þið svo ekki rústir frá tímum Rómverja.” En stöku sinnum sáum við þó það sem hún var að tala um. Brijuni var aðsetur Tito, mannsins sem hélt Júgóslavíu saman áður en allt fór í kerfi þar. Hann hafði yndi af dýrum og var búinn að sanka að sér hinum og þessum tegundum héðan og þaðan úr heiminum. Mér fannst samt, þegar við fórum fram hjá þeim í lestinni, að þau væru að skoða okkur frekar en við þau.

Villikind 1: Lionel, is that the train?
Villikind 2: Oh I think it is, Mortimer. Is it twelve already?
Villikind 1: It must be. Should we round the others up?
Villikind 2: Well you know the drill, old chap.
Villikind 1: Right. Ahem! Pardon me, I don’t want to interrupt but the train is here. Are we all set for running? Lovely. Now wait for it... wait... now, run now!

Og villikindurnar hlupu af stað. Sebrahestarnir, sem höfðu bitið gras í rólegheitum hálfti mínútu fyrr skokkiuðu í hring eða slógust. Þau einu sem gáfu 100% skít í okkur voru lamadýrin. Þeim gat ekki verið meira sama. Þessi dýr eru samt skrýtin blanda. Tito var sérstakur náungi. Hann tók bara hvaða dýr sem er og flutti það á eyjuna. “Ostriches, yes, have some of those, very nice. Tiger sharks ...aaannnd... beavers. Good for some of that Venezuelan beaver cheese.” Í Titosafninu eru svo annars vegar uppstoppuð dýr og hins vegar myndir af Tito og dýrum eða Tito og frægu fólki. Tekið var fram að dýrin hafi dáið af náttúrulegum orsökum. Það telst semsagt til náttúrulega orsaka í Króatíu að deyja í flutningum. Sérstakt. Restin af daginum fór í chill á Laguna Bellevue og var það yndælt.

Steinþór var fararstjóri í Feneyjum. Steinþór er svolítið spes. Ég held ég hefði skemmt mér betur í litlum hópi eða bara með fjölskyldunni í Feneyjum. Þetta er bara þannig staður. Mér finnst Porec fallegri staður en það er sérstök tilfinning í Feneyjum. Bara það að koma inn á Markúsartorgið er mögnuð tilfinning. Þetta er riiiiiisa stórt torg með ótrúlegum byggingum í kring og við austurhliðina er Markúsarkirkjan, svo austræn að hún gæti vel hafa flust úr Þúsund og einni nótt fyrir mistök, og Bjölluturninn frægi. Bjölluturninn hrundi árið 1903 en var strax endurbygður í sömu mynd á nokkrum árum. Ég veit ekki hvort það eru fleiri sem koma auga á þessa hugsunarvillu en ef eitthvað hrynur, er þá viturlegt að byggja það alveg næakvæmlega eins? En hvað um það. Smíði kirkjunnar hófst 1042 svo ég býst við að turninn hafi verið reistur á svipuðum tíma. Hann hefur nógan tíma. Hertoginn af Feneyjun skyldaði kaupfara til að færa kirkjunni ýmiskonar listmuni úr hverri ferð og þannig sankaði hún að sér dýrgripum í aldaraðir. Þar er meðal annars marmaraljónið mikla frá Pýreus með íslenskum rúnaáletrunum Væringja. Það er semsagt vottur af menningu Víkinga í Feneyjum. We rule. En nóg af þessum fræðum. Við Katrín Diljá, Margrét og Mamiko fengum okkur ekta ítalskar pizzur og voru þær ljúffengar, við fórum í glerlistabúð og sáum náunga móta glerhest úr glerklessu á kannski 2 mínútum og það var líka magnað, við sáum húsið hans Marco Polo og hörfuðum undan geðbiluðum dúfum. En ef einhver fer til Feneyja verður sá hinn sami að fara í gondola. Fyrst verður hann að prútta við ræðarana sem reyna að pretta mann eftir bestu getu en um leið og komið er í gondolann líður manni bara vel. Ég raulaði meir að segja O sole mio. Það sem hafði samt mest áhrif á mig var þegar ég gekk utarlega á Markúsartorginu og varð svo litið til hliðar og sá koparskúlptúr. “Nei, töff, þetta er klukka eins og Salvador D...” Lengra komst ég ekki því mér varð litið inn í galleríið þarna á bakvið. Ég fór inn. Þarna voru málverk eftir Picasso og Dali og ég kiknaði í hnjánum og fékk hroll þarna í hitanum.

Ég hefði viljað vera lengur í Feneyjum með nokkrar milljónir í höndunum. Þarna er dýrt að lifa en vel þess virði að skoða. Eftir að hafa farið fjórum sinnum með ferjunni (því það var sama ferja í öllum ferðum, The Princess of Dubrovnik) var ég loksins farinn að læra og við Margrét höfðum tekið með okkur kodda af hótelinu. Við sváfum vært í rúma tvo tíma báðar leiðir. Ljúft. Um kvöldið borðuðum við ljúffengan mat á Sirena í Porec þar sem Mamiko fékk sér rækjur sem hfðu líkast til verið drepnar lifandi. Hún átti við eldaðar lifandi en svona kom þetta út. Þarna staupuðum við svo Grappa, í boði hússins, sem er ansi sterkur vökvi.

Ferðin leið svo fallega eftir þetta, ég dansaði gleðidans á götum Porec þegar ég frétti að ég væri kominn inn í Myndlistaskólann, við fórum á semi-reifstaðinn Colony, ég var kallaður Casanova af götusölunum vegna stelpnafansins sem ég fylgdi, ég fór næstum í teygjustökk en það var búið að færa það til næsta bæjar, við fórum út að borða, bæði bekkurinn saman (þar sem eigandinn bar í okkur staup) og Kvennó saman og svo til að kóróna þetta náði ég svo ekki myndum af fullt af stöðum sem ég var búinn að sjá út þar sem skólasystir mín gerði útaf við myndavélina mína með því að skutla henni niður steintröppur. Ég svamlaði líka með Nönnu og Betu á vindsæng út í eyju þar sem farið var á nektarströnd og það var mjög skemmtilegt.

En þetta var gaman. Ótrúlega gaman. Ég á eftir að fara aftur til Króatíu og ég get mælt með því við hvern sem er. Þetta er fallegt land.

Ég vil biðjast afsökunnar ef enskan fór í taugarnar á einhverjum en ég hlustaði á Eddie Izzard á meðan þetta var skrifað.

tack tack

--Drekafluga, brosandi--

fimmtudagur, 24. júní 2004



Vá, vá, vá... Ok, ég er ekki fótboltaáhugamaður númer eitt en mér finnst gaman að skemmtilegum fótbolta, stórleikjum og því um líku og þvílíkur stórleikur!! Markið hjá Rui Costa var stórkostlegt en svo skaut hann framhjá í vítaspyrnukeppninni eins og Beckham sjálfur gerði. Maður hefði haldið að vítaspyrnur væru bara formsatriði hjá svona mönnum. Og stáltaugarnar sem sumir hafa að þora bara að rétt vippa boltanum fram hjá David James. Úff! Hetja leiksins er án efa markmaður Portúgala. Hann fór úr hönskunum, varði, tók svo næsta víti sjálfur og skoraði. Þetta voru sanngjörn úrslit því Portúgalar spiluðu, að mínu mati, miklu betur en Englendingar og þá sérstaklega í framlengingunni. Djöfull er ég ánægður.

En úr þessu í annað, ég bara gat ekki byrjað á öðru, ég held að það verði ekkert úr ferðasögunni frá Króatíu. Ég var of latur við að skrifa punkta til að þetta geti verið skemmtilegt. Þetta breytist líklega bara í útdrátt. Svo þarf ég einhvern veginn að koma restinni af myndunum inn á netið. Ég bara tími ómögulega að fara borga fyrir ótakmarkað pláss á fotki því fotki er einfaldlega ekki nógu góð síða. Uppástungur og ábendingar varðandi þetta eru vel þegnar.

Felicidades Portugal.

tack tack

--Drekafluga schporty schport--

miðvikudagur, 23. júní 2004

Weird

This gives me the screaming heebie jeebies. Yes, I've been inhumanly busy and, yes, I've had a good reason to be but I still haven't even felt like webloging. Is this weird...? ...Yes.

But I believe that my loyal readers (yes all three of you) may now rejoice. My schedule is less frantic than before so I should have a little more time staring into nothingness... or writing. I'm still not sure. Nevertheless this increases the chances of updates on this now seemingly half-hearted site of mine. Well, I'm off down the boozer (Azerbajdzan).

Oh yes, check this out (ég eyddi tveimur albúmum en kom samt ekki inn öllum myndunum sem ég var búinn að fiffa til. Þær voru 76 talsins en ég kom bara 61 inn. Það vantar sumar af flottustu myndunum. En ég hef einhver ráð með þetta).

tack tack

--Drekafluga the exhaust. ed.--

fimmtudagur, 17. júní 2004

"...Norðaustan 12 metrar á sekúndu, léttskýjað, skyggni út að sjóndeildarhring.."

Nú er þurrkur. Maðurinn með ljáinn er, eins og gefur að skilja, með ljá. Ég er með þriggja metra breiða diskasláttuvél sem tætir í sig hvað sem á vegi hennar verður. Eftir því sem ég best kemst næst liggja nú um 23 hektarar flatir (þ.e. ég er búinn að slá heilmikið og heyið liggur á túnunum). Haukur og Jón eru hér, ásamt frúm, og eru þeir niðri á Heiðartagli að klára að snúa og ég býst við því að þetta verði allt saman rúllað á morgun. Það verður ljúft. Þá næ ég kannski að sofa eitthvað.

Pabbi er kominn af gjörgæslu og er nú á lyflækningadeild Borgarspítalans. Hann lítur agalega út, er allur flagnaður, er enn útsteyptur í flekkjum og er þróttlítill en ég á von á því að hann geti komið heim eftir einhverja daga.

Svo er það Króatía. Ég er ekki kominn nálægt því að vera búinn að setja saman boðlega ferðasögu svo þið verið enn að bíða. Myndir gæti ég hinsvegar sett inn bráðlega, jafnvel í kvöld. Já. Ég hef svolítinn tíma aflögu núna svo ég er bara farinn að eiga við það en bara sem teaser læt ég eina fylgja þessu.

---


---
Gleðilega þjóðhátið,

tack tack

--Drekafluga sláttumaður--

fimmtudagur, 10. júní 2004

Paused

Man, á meðan ég var úti var hér í vist skiptinemi frá Tælandi. Hann eyddi UT2004 út af tölvunni minni og fokkaði upp íslenskunni þegarég skoða síðuna mína. Yndæll strákur að öðru leyti hef ég heyrt. En ég sé alla íslenska stafi sem einhver funky tákn og man ekkert hvernig á að breyta því. 'Languages' fikt hjálpar lítið. Þetta truflar bara vefpóst og siðuna mína en ég hef ekki orðið var við fleira. Þetta er lame-ass kvikindi. Allavega, það sem ég vildi sagt hafa er þetta: Það getur orðið töf á birtingu ferðasögunnar frá Króatíu þar sem ég hef lítinn sem engan tíma aflögu þessa stundina. Heyskapur á fullu auk skylduverka og mæðir nokkuð á mér þar sem pabbi liggur uppi í rúmi með 40,5 stiga hita. Ég er farinn aftur út, vildi bara rétt skjóta þessu að.

tack tack

--Drekafluga vinnumaður--

þriðjudagur, 8. júní 2004

Jæja...

Ó þetta orð. O jæja. Ég er kominn heim frá Króatíu. Í morgun gekk ég um götur Porec í upp undir 30 stiga hita en er nú aftur staddur á þessu fallega, fallega landi, með brotin sólgleraugu, sæmilega brúnn og með tattoo á bakinu. ;) Veðrið í þessu sólríkasta landi Evrópu var bara yndælt þrátt fyrir óvenju litla sól. Ég ætla samt ekki að skrifa meira um það í bili þar sem ítarlegri ferðasaga er í bígerð. Ég var of latur að skrifa punkta en gengur vonandi ekki of illa að skrifa eftir minni. Ta.


(bara til að koma í veg fyrir misskilning er þetta henna tattoo. No worries)

tack tack

--Drekafluga--

mánudagur, 7. júní 2004

ÉG ER KOMINN INN Í MYNDLISTASKÓLANN!!!

...frekari fréttir frá Króatíu seinna...


hvala hvala

--Drekafluga í Porec, Króatíu--

fimmtudagur, 27. maí 2004

Ok...

Ég sit nú inni á bókasafni og horfi á rútuna fyrir utan. Veðrið er fallegt og þeð eru bara nokkrar mínútur í brottför. Fjórðubekkingar tínast að og spennan magnast. Himmi situr við hliðina á mér og talar um fegurð. Rútan er var að opnast. Ég er farinn. Bless.

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 26. maí 2004

Á morgun er sólarpartýmadness.
(ég tók út reifhlutann af auðskiljanlegum ástæðum


"Huzzah!" Eins og vélmennið Ben úr Treasure Planet eða Bastarður Víkinga mundu segja. Í gær vaknaði ég klukkan 07:00, fór í fjósið og svo út í skemmu. Áður en lagt var af stað til Reykjavíkur rétti amma mér kort með 10.000kr. og ég táraðist þegar ég las það. Hún skrifar alltaf eitthvað guðsorð og svo hjartfólgna kveðju. Þegar ég svo opnaði öskjuna sem fylgdi fylltust augun af tárum því í henni lágu ermahnappar afa míns. Litlar skeifur úr eðalmálmum með ágröfnu 'G'. Ég var líka með dimmrauða bindið sem hann keypti í Bandaríkjunum árið 1946. Hlaðinn dýrgripum. Dagurinn byrjaði vel.

Ég sofnaði á leiðinni í bæinn og var það vel. Klukkan tólf var ég kominn upp í Hallgrímskirkju og sá þá í fyrsta skipti stúdentshúfuna. Stressið kitlaði létt í magann. Kóræfingin byrjaði skömmu seinna og það kom mér á óvart að þrátt fyrir óþægilegan hljómburð kirkjunnar barst rödd mín skemmtilega þegar við æfðum Banana Boat Song. Okkur fjórðubekkingunum var svo raðað upp og klukkan tvö gengum við tvö og tvö saman inn í kirkju undir glymjandi orgelöskri. Mjög hátíðlegt allt saman. Kórinn átti svo að byrja á því að syngja þrjú lög. Þau gengu misvel og var Amazing (lack of) Grace lang brothættast. Mamiko stóð sig hinsvegar með stakri prýði og ef til vill hefði fólk heyrt í henni ef orgvélin hefði ekki verið svona hávær. Margrét Helga kynnti mig svo fyrir Day-ohið og mér leið ekki svo illa. Fyrsta erindi gekk vel en undir endann missti heilinn samband við lappirnar og þær ákváðu að vera í La Cucaracha fíling. Ég skalf eins og hrísla í vindi. Annað erindi flökti svolítið hjá mér en var ekki of slæmt. Endirinn var svo góður. Þegar ég hneigði mig og fór aftur upp í röðina horfðu mamma og Álfheiður á mig utan úr sal og glottu þegar liturinn kom aftur í andlitið á mér. Allan daginn var svo fólk að koma til mín og þakka mér fyrir sönginn. Sumir sögðust hafa tárast (sem ég skil nú samt eiginlega ekki) og aðrir fengið gæsahúð. Ég get ekki verið annað en sáttur þrátt fyrir augljósa sjálfsgagnrýni.

Við sátum svo í gegnum hinar alræmdu hálf hljóðlausu Ingibjargarræður en tókst (held ég öllum) að halda okkur vakandi og útskrifast. Það er æðisleg tilfinning. Við Himmi vorum í faðmlögum nánast um leið og húfurnar voru settar upp. Ég var stúdent númer 1687 frá Kvennaskólanum. Fimm kórsystur mínar drógu okkur Abann og Heilsufríkina afsíðis og gáfu okkur gjafir. Ég fékk vatnsliti, pensla og rándýran pappír. Ég var í skýjunum. Svo var haldið niður í Kvennó og ég drakk, át og náði í árbókarteikningu. Ég er virkilega ánægður með hvernig til tókst, þrátt fyrir nokkur misföst skot á mig en þau eiga líklega rétt á sér. Þetta verður skannað inn og sett hér upp þegar við fáum árbókina.

Þessu næst fór ég heim í Fellsmúla og svo í stúdentsveislu hjá Höllu þar sem ég var í rúman hálftíma. Ég og systir mín fórum svo sem leið lá að Stokkseyri og á Fjöruborðið. Skömmu eftir að við komum þangað komu Haukur, Kristín og Elías og svo mamma og pabbi á eftir þeim. Við átum svo humar eins og við gátum í okkur látið. Svo hljóðaði matseðillinn: "Humar grillaður í hvítlauk og smjöri, borinn fram í fjörugum félagsskap með grænu salati, kryddlegnum bökuðum kartöflum í hýðinu, kóríander gúrkusalati, kúskús, tómötum og dýrindis sósu. Hungry yet? Þetta var unaðslegt og kvöldið var virkilega fallegt um leið og háværi hópurinn á næsta borði fór burt. Svo fór ég aftur í bæinn og út á Nes (Seltjarnarnes, Cheetah ;)..) og þar í partý til Stebba. Þar var stemmning. Hinsvegar var ekki eins mikil stemmning á Rauða ljóninu og hefur "DJinn" þar hér með verið úrskurðaður réttdræpur. Klukkan að ganga fjögur steig ég svo upp í leigubíl með helst til aðeins of drukknum stúlkum og þegar þær stoppuðu á Select, Bústaðavegi eftir að hafa prúttað um tvær fríar mínútur við bílstjórann ákvað ég bara að ganga heim þaðan. Þær fóru langt yfir tvær mínútur og ég frétti svo í dag að þær hefðu móðgað bílstjórann en á eftir að fá nákvæma sögu þar á. Tuttugu mínútum seinna var ég kominn heim og steinsofnaði um leið og ég skreið upp í, enda búinn að vera úrvinda í fleiri tíma.
---

---
Tilkynning
Og svo að öðru. Fyrir þá sem lesa þessa síðu vil ég leiðrétta misskilning þó það sé kannski ekkert mitt að gera. Jóna Guðný, jafn frábær og hún er, er ekki dúx skólans. Skólametið var nefnilega tvíslegið. Jóna var með 9.52 sem er vissulega hærra en gamla metið, en eftir að hafa reiknað einkunnir Katrínar Diljár rétt hefur komið í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og fékk 9.64. 9.64! Skólametið kolféll sem og vinnubrögð þeirra sem gerðu þessi mistök.
---


Jæja, ég er farinn. Þ.e.a.s. farinn að undirbúa mig og þess háttar. Á morgun tekur Króatía á móti okkur, ég vildi segja björt og fögur en við lendum eftir því sem ég kemst best næst um kvöld. En Ítalía, Slóvenía og Króatía, má ég kynna ykkur fyrir... mér.

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 23. maí 2004

Þetta geri ég ekki oft

Nýtt post sama dag og annað. Ja hérna. Þetta hljóta að vera ellimörk.

Lag dagsins í dag er Magalena með Sergio Mendez en ég er að vinna hörðum höndum að því að koma því milli tölva. Mér sýnist á öllu að Audacity sé málið og er því að ná í það af netinu. Ég þarf að taka lagið í sundur og flytja í pörtum og setja svo saman aftur. Tricksy hobbitses. Bölvað að eiga ekki auka netkort. Þetta lag (sem ómar núna á repeat) hef ég ekki fundið á DC en var búinn að ná í það á þessa tölvu fyrir löngu síðan og ég held ég megi ekki án þess vera úti. Þess má geta að ég er að skrifa þetta á tölvu foreldra minna, þar sem í minni er ekki módem og ég tími varla að kaupa mér það. Mér liði eins og ég væri að kaupa mér antík, eitthvað eins og svörtu, mjúku diskana sem voru í *86 tölvunum í gamla daga.

Í dag voru tónleikarnir miklu og gengu þeir svo gott sem hnökralaust. Kórinn er bara orðinn nokkuð þéttur. Hann stóð sig vel. Dúettinn hjá Björgu og Svövu hafði greinileg áhrif á áhorfendur og það var gaman að sjá, gítarspilið hjá Mossa og flutningur Mamiko bæði í söng og spilun var skemmtilegur og mér gekk ágætlega með Belafonte tónana. En einmitt út af þeim er ég að spá í að fara upp og horfa á Beetlejuice um leið og ég færi Magalena á milli.

"...
Shake, shake, shake Senora, shake your body line
Shake, shake, shake Senora, shake it all the time
Work, work, work Senora, work your body line
Work, work, work Senora, work it all the time

My girl's name is Senora. I tell you friends I adore her.
When she dances oh, brother,
she's a hurricane in all kinds of weather.

Jump in the line rock your body in time.
O-kay! I believe you...."

tack tack

--Drekafluga söngfugl--
Aaaaannndvarp...

Ég verð dauðuppgefinn þegar farið verður til Króatíu. Ég hef verið á stanslausu flakki milli landshluta og hef að öðru leyti haft nóg að gera. Ég held að ég nái ekki að skrifa mikið meira hér þar sem ég er að fara uppeftir að setja út. Þ.e.a.s. hleypa lambánum (þær ær sem eiga lömb, fyrir þá sem áttu í erfiðleikum með að lesa þetta) út. Sko, sagði ég ekki, það var verið að kalla á mig. Þetta verður því ekki lengra nema ég geti bætt við þetta seinna í dag, sem mér þykir nokkuð ólíklegt. Farinn. (woosh)

tack tack

--Drekafluga í flottum nærbuxum--

fimmtudagur, 20. maí 2004

Í dag er...

VIIIIIIKKKKKAAAAAA!!!!!!

...í reifsólarpartýmadness.


tack tack

--Drekafluga óþreyjufulli-- (ps. hér eru sveitamyndir frá því í dag)