Já...
Ég er þreyttur og nenni ekki að skrifa mikið en verð bara að segja frá því að tónleikarnir voru prýðisskemmtun. Mér fannst skemmtilegra á Foo Fighters tónleikunum því Foo Fighters skemmtu sér sjálfir einfaldlega miklu betur en þetta var stuð. Stuðið byrjaði reyndar eiginlega ekki fyrr en Nothing Else Matters, Master of Puppets, One og fleiri ofurlög fóru að heyrast undir seinni hluta tónleikanna. Bassasólóið hjá Robert Trujillo var líka ótrúlegt og mér fannst hann svalastur á sviðinu. Ég fékk gæsahúð. Annars er hálf skrýtið frá því að segja en ég held ég hafi sungið meira með Mínus en Metallica. Ég bara kunni meira með þeim. Athyglivert. En ég er farinn í pottinn. Ekkert rugl.
Já, alveg rétt. Stórt ‘yay’ fær Rúv fyrir að sýna aðra seríu af einum fyndnustu þáttum Englands, My Family. Yay!
tack tack
--Drekafluga girðingarmaður--
þriðjudagur, 6. júlí 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli