Þetta geri ég ekki oft
Nýtt post sama dag og annað. Ja hérna. Þetta hljóta að vera ellimörk.
Lag dagsins í dag er Magalena með Sergio Mendez en ég er að vinna hörðum höndum að því að koma því milli tölva. Mér sýnist á öllu að Audacity sé málið og er því að ná í það af netinu. Ég þarf að taka lagið í sundur og flytja í pörtum og setja svo saman aftur. Tricksy hobbitses. Bölvað að eiga ekki auka netkort. Þetta lag (sem ómar núna á repeat) hef ég ekki fundið á DC en var búinn að ná í það á þessa tölvu fyrir löngu síðan og ég held ég megi ekki án þess vera úti. Þess má geta að ég er að skrifa þetta á tölvu foreldra minna, þar sem í minni er ekki módem og ég tími varla að kaupa mér það. Mér liði eins og ég væri að kaupa mér antík, eitthvað eins og svörtu, mjúku diskana sem voru í *86 tölvunum í gamla daga.
Í dag voru tónleikarnir miklu og gengu þeir svo gott sem hnökralaust. Kórinn er bara orðinn nokkuð þéttur. Hann stóð sig vel. Dúettinn hjá Björgu og Svövu hafði greinileg áhrif á áhorfendur og það var gaman að sjá, gítarspilið hjá Mossa og flutningur Mamiko bæði í söng og spilun var skemmtilegur og mér gekk ágætlega með Belafonte tónana. En einmitt út af þeim er ég að spá í að fara upp og horfa á Beetlejuice um leið og ég færi Magalena á milli.
"...
Shake, shake, shake Senora, shake your body line
Shake, shake, shake Senora, shake it all the time
Work, work, work Senora, work your body line
Work, work, work Senora, work it all the time
My girl's name is Senora. I tell you friends I adore her.
When she dances oh, brother,
she's a hurricane in all kinds of weather.
Jump in the line rock your body in time.
O-kay! I believe you...."
tack tack
--Drekafluga söngfugl--
sunnudagur, 23. maí 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli