Gleði helgarinnar
Ég fór á óperutónleika með Vörðukórnum á föstudaginn. Þeir voru haldnir á Selfossi og ég, ásamt Ingibjörgu og Gunnþóru, skemmti mér bara ansi vel. Laugardagurinn var rólegur framan af en kvöldið var svo, með orðum Búdrýginda, partýveislufjör. Fyrirpartý með gamla bekknum á Snorrabraut þar sem María rústaði mér í Singstar (sem er einhvert mesta flopp út frá góðri hugmynd sem ég hef séð) og svo Króatíureunion á Gauknum. Myndir þaðan eru að týnast inn á netið hér og þar. Ég get áræðanlega linkað á eitthvað innan tíðar. En á Gauknum var megastemmning. Ágæt lög framan af kvöldi, Dragostea din tei og 2 Unlimited og Wiseguys lög. Fór svo út í ball með Í svörtum fötum og þeir stóðu sig ágætlega. Það vildi hinsvegar til að þeir staðir sem ég valdi mér á dansgólfinu lágu yfir hraðbrautina á vegakerfinu sem myndast alltaf á svona stöðum. Allir sem hafa dansað á skemmtistöðum ættu að vita hvað ég á við hérna. Maður er að reyna að vinna upp gott grúv en það virðist sem allir aðrir sjái gönguleið þar sem maður stendur. Svo ef maður ætlar að fá sér að drekka og skilur við þennan blett á gólfinu sem er orðinn manni svo kær koma einhverjir dansóðir vinir eða vinkonur og hrifsa mann aftur á dansgólfið, koma sér fyrir ásamt manni sjálfum en aftur lendir maður óhjákvæmilega á þeim stað sem allir sjá sér ástæðu til að ganga um. (Maður skyldi ekki nota orðið maður oftar en maður þarf)
Ég var líka búinn að gleyma hversu auðvelt það er að höstla. Ef ég væri ekki frátekinn og ástfanginn væri ég líklega meira á djamminu (sem er orð sem mér finnst alltaf frekar ansalegt að nota. Djamm...). Þegar ég var svona 13 – 14 ára var ég dauðhræddur um að eiga aldrei eftir að geta svo mikið sem horft á stelpu án þess að fá illt augnaráð til baka. Og núna hef ég ekkert við þetta að gera. Svolítið skrýtið en fullkomlega ásættanlegt að mínu mati. Á laugardagskvöldið komst ég líka að því að vinir eru það besta í heimi og þarf engu við það að bæta. Kvöldið endaði svo á því að ég fór heim og í sturtu (and oh how I needed it) og gekk síðan yfir til Gunnþóru. Það er alveg magnað hversu smooth röddin verður eftir að hafa verið misnotuð heilt kvöld. Já, ég söng í sturtunni. Hélt svo áfram að syngja þar til ég kom að Stóragerði. Stoppaði fyrir utan, kláraði síðasta erindið og fór svo inn. Góður endir á góður kvöldi.
tékkið á þessu
Ég fór á óperutónleika með Vörðukórnum á föstudaginn. Þeir voru haldnir á Selfossi og ég, ásamt Ingibjörgu og Gunnþóru, skemmti mér bara ansi vel. Laugardagurinn var rólegur framan af en kvöldið var svo, með orðum Búdrýginda, partýveislufjör. Fyrirpartý með gamla bekknum á Snorrabraut þar sem María rústaði mér í Singstar (sem er einhvert mesta flopp út frá góðri hugmynd sem ég hef séð) og svo Króatíureunion á Gauknum. Myndir þaðan eru að týnast inn á netið hér og þar. Ég get áræðanlega linkað á eitthvað innan tíðar. En á Gauknum var megastemmning. Ágæt lög framan af kvöldi, Dragostea din tei og 2 Unlimited og Wiseguys lög. Fór svo út í ball með Í svörtum fötum og þeir stóðu sig ágætlega. Það vildi hinsvegar til að þeir staðir sem ég valdi mér á dansgólfinu lágu yfir hraðbrautina á vegakerfinu sem myndast alltaf á svona stöðum. Allir sem hafa dansað á skemmtistöðum ættu að vita hvað ég á við hérna. Maður er að reyna að vinna upp gott grúv en það virðist sem allir aðrir sjái gönguleið þar sem maður stendur. Svo ef maður ætlar að fá sér að drekka og skilur við þennan blett á gólfinu sem er orðinn manni svo kær koma einhverjir dansóðir vinir eða vinkonur og hrifsa mann aftur á dansgólfið, koma sér fyrir ásamt manni sjálfum en aftur lendir maður óhjákvæmilega á þeim stað sem allir sjá sér ástæðu til að ganga um. (Maður skyldi ekki nota orðið maður oftar en maður þarf)
Ég var líka búinn að gleyma hversu auðvelt það er að höstla. Ef ég væri ekki frátekinn og ástfanginn væri ég líklega meira á djamminu (sem er orð sem mér finnst alltaf frekar ansalegt að nota. Djamm...). Þegar ég var svona 13 – 14 ára var ég dauðhræddur um að eiga aldrei eftir að geta svo mikið sem horft á stelpu án þess að fá illt augnaráð til baka. Og núna hef ég ekkert við þetta að gera. Svolítið skrýtið en fullkomlega ásættanlegt að mínu mati. Á laugardagskvöldið komst ég líka að því að vinir eru það besta í heimi og þarf engu við það að bæta. Kvöldið endaði svo á því að ég fór heim og í sturtu (and oh how I needed it) og gekk síðan yfir til Gunnþóru. Það er alveg magnað hversu smooth röddin verður eftir að hafa verið misnotuð heilt kvöld. Já, ég söng í sturtunni. Hélt svo áfram að syngja þar til ég kom að Stóragerði. Stoppaði fyrir utan, kláraði síðasta erindið og fór svo inn. Góður endir á góður kvöldi.
tékkið á þessu
tack tack
--Drekafluga partýdýr--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli