Fegurð heimsins
er stundum jafn mikil og óhugnaður hans. Eftir að hafa stritað við listasöguritgerð tók ég saman dótið mitt, rann frá fjórðu hæð niður stigann og gekk svo til Gunnþóru. Í eyrunum var ég, annars hugar, með DMX lagið Who We Be. Sæmilegt lag. Svo þegar ég var rétt ókominn varð mér litið upp og fæturnir frusu fastir við jörðina. Lagið hafði þá klárast og þar sem ég hafði ekki haft fyrir því að raða til á spilaranum var næsta lag Who Wants to Live Forever með Queen. Og ég stóð grafkyrr og horfði klökkur á norðurljósin á meðan Freddie Mercury og Brian May sungu sig í gegn um hjarta mitt. Tilveran hefur sjaldan verið jafn falleg.
tack tack
--Drekafluga, snortinn--
er stundum jafn mikil og óhugnaður hans. Eftir að hafa stritað við listasöguritgerð tók ég saman dótið mitt, rann frá fjórðu hæð niður stigann og gekk svo til Gunnþóru. Í eyrunum var ég, annars hugar, með DMX lagið Who We Be. Sæmilegt lag. Svo þegar ég var rétt ókominn varð mér litið upp og fæturnir frusu fastir við jörðina. Lagið hafði þá klárast og þar sem ég hafði ekki haft fyrir því að raða til á spilaranum var næsta lag Who Wants to Live Forever með Queen. Og ég stóð grafkyrr og horfði klökkur á norðurljósin á meðan Freddie Mercury og Brian May sungu sig í gegn um hjarta mitt. Tilveran hefur sjaldan verið jafn falleg.
tack tack
--Drekafluga, snortinn--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli