Sko, þetta er alveg magnað
Ég gleymdi að óska Hirti til hamingju með daginn um daginn og líður agalega yfir því. Að öðru leyti líður mér alveg óheyrilega vel fyrir utan það að hafa Frönsku ekki að öðru eða þriðja tungumáli. Það er nefnilega sama hvernig og hvenær ég leita, alltaf er hellingur af Taxi (1,2 og 3) og Yamakasi á DC. En Þetta er alltaf ótextað (eða með norskum texta í eitt skiptið) með einni undantekningu. Ég hef fundið eina útgáfu af Taxi textaða á ensku og nægir það mér fullkomlega. Jafnvel þegar þessi kvikindi eru með 'subbed' ritað skýrum stöfum inn í nafn skrárinnar er hún með öllu ótextuð. Ég ætla nú að gefa mér pásu til að andvarpa. *andvarp* Þegar á að gera eitthvað rétt er eins gott að gera það bara sjálfur. Ég ætla því að leigja mér Yamakasi og Taxi 2 og 3 og rippa svo sjálfur, allt af því þessi getulausu gerpi á DC sem þó hljóta að hafa meiri pening en ég til að fara út á leigu og ná sér í þessar myndir, hafa ekki fyrir því að hafa þolanlegt efni í tölvunni sinni. Fyrri hluti Hellboy var óspilanlegur sem og Samurai Champloo þættirnir sem ég hef náð í. Hví í fjáranum gerir fólk manni þetta? Þáttur í Pimp My Ride (sem er fyrirbæri sem ég mun án efa tala um innan tíðar) spilltist einhvern veginn í tölvunni minni og ég gerði fólki það umsvifalaust ljóst. En það er best ég posti þessu áður en netið fer í hnút. Því er nokkuð tamt að gera það þegar verst á við. Ta.
tack tack
--Drekafluga le magnifique--
Ég gleymdi að óska Hirti til hamingju með daginn um daginn og líður agalega yfir því. Að öðru leyti líður mér alveg óheyrilega vel fyrir utan það að hafa Frönsku ekki að öðru eða þriðja tungumáli. Það er nefnilega sama hvernig og hvenær ég leita, alltaf er hellingur af Taxi (1,2 og 3) og Yamakasi á DC. En Þetta er alltaf ótextað (eða með norskum texta í eitt skiptið) með einni undantekningu. Ég hef fundið eina útgáfu af Taxi textaða á ensku og nægir það mér fullkomlega. Jafnvel þegar þessi kvikindi eru með 'subbed' ritað skýrum stöfum inn í nafn skrárinnar er hún með öllu ótextuð. Ég ætla nú að gefa mér pásu til að andvarpa. *andvarp* Þegar á að gera eitthvað rétt er eins gott að gera það bara sjálfur. Ég ætla því að leigja mér Yamakasi og Taxi 2 og 3 og rippa svo sjálfur, allt af því þessi getulausu gerpi á DC sem þó hljóta að hafa meiri pening en ég til að fara út á leigu og ná sér í þessar myndir, hafa ekki fyrir því að hafa þolanlegt efni í tölvunni sinni. Fyrri hluti Hellboy var óspilanlegur sem og Samurai Champloo þættirnir sem ég hef náð í. Hví í fjáranum gerir fólk manni þetta? Þáttur í Pimp My Ride (sem er fyrirbæri sem ég mun án efa tala um innan tíðar) spilltist einhvern veginn í tölvunni minni og ég gerði fólki það umsvifalaust ljóst. En það er best ég posti þessu áður en netið fer í hnút. Því er nokkuð tamt að gera það þegar verst á við. Ta.
tack tack
--Drekafluga le magnifique--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli