Þetta er ekki bara nafn á dálki sem ég setti hér til hliðar fyrir nokkru. Þetta er líka satt. Ástæða þess (í þetta skiptið) að ég hef ekki vefritað neitt síðan síðast... (stutt hugsanapása) er sú að ég varð að nota varahlut úr þessari tölvu til að geta sett saman heimatilbúna scrapheap tölvu úti í fjósi. Fjóstölvan tók upp á því að frjósa í tíma og ótíma án nokkurrar sýnilegrar skýringar og hafði það þær afleiðingar að ég hef fundið hina fullkomnu aðferð til að verða snar fucking geðveikur. Það er ekkert grín að þurfa að vinna með bæði svona gamlan vélbúnað og hugbúnað. Þrjár tölvur voru tættar í sundur og settar saman í þá sem var yngst og því meðfærilegust. Ég var með nýjan harðan disk, setti forritið upp aftur, keyrði inn backupið af öllum gögnunum, opnaði forritið, fékk slag þegar tölvan fraus og stökk út um gluggann með þeirri von að einhver hefði grafið síki þar fyrir neðan. Ég er búinn að reyna allt á þetta hevíti en ekkert gengur. Nú í dag ætlar tölvugerpið frá MBF að koma og kíkja á þetta og ég ætla að nota tækifærið til að sparka í sköflunginn á honum. Fast.
...
...
tack tack
--Drekafluga--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli