fimmtudagur, 10. júní 2004

Paused

Man, á meðan ég var úti var hér í vist skiptinemi frá Tælandi. Hann eyddi UT2004 út af tölvunni minni og fokkaði upp íslenskunni þegarég skoða síðuna mína. Yndæll strákur að öðru leyti hef ég heyrt. En ég sé alla íslenska stafi sem einhver funky tákn og man ekkert hvernig á að breyta því. 'Languages' fikt hjálpar lítið. Þetta truflar bara vefpóst og siðuna mína en ég hef ekki orðið var við fleira. Þetta er lame-ass kvikindi. Allavega, það sem ég vildi sagt hafa er þetta: Það getur orðið töf á birtingu ferðasögunnar frá Króatíu þar sem ég hef lítinn sem engan tíma aflögu þessa stundina. Heyskapur á fullu auk skylduverka og mæðir nokkuð á mér þar sem pabbi liggur uppi í rúmi með 40,5 stiga hita. Ég er farinn aftur út, vildi bara rétt skjóta þessu að.

tack tack

--Drekafluga vinnumaður--

Engin ummæli: