fimmtudagur, 24. júní 2004



Vá, vá, vá... Ok, ég er ekki fótboltaáhugamaður númer eitt en mér finnst gaman að skemmtilegum fótbolta, stórleikjum og því um líku og þvílíkur stórleikur!! Markið hjá Rui Costa var stórkostlegt en svo skaut hann framhjá í vítaspyrnukeppninni eins og Beckham sjálfur gerði. Maður hefði haldið að vítaspyrnur væru bara formsatriði hjá svona mönnum. Og stáltaugarnar sem sumir hafa að þora bara að rétt vippa boltanum fram hjá David James. Úff! Hetja leiksins er án efa markmaður Portúgala. Hann fór úr hönskunum, varði, tók svo næsta víti sjálfur og skoraði. Þetta voru sanngjörn úrslit því Portúgalar spiluðu, að mínu mati, miklu betur en Englendingar og þá sérstaklega í framlengingunni. Djöfull er ég ánægður.

En úr þessu í annað, ég bara gat ekki byrjað á öðru, ég held að það verði ekkert úr ferðasögunni frá Króatíu. Ég var of latur við að skrifa punkta til að þetta geti verið skemmtilegt. Þetta breytist líklega bara í útdrátt. Svo þarf ég einhvern veginn að koma restinni af myndunum inn á netið. Ég bara tími ómögulega að fara borga fyrir ótakmarkað pláss á fotki því fotki er einfaldlega ekki nógu góð síða. Uppástungur og ábendingar varðandi þetta eru vel þegnar.

Felicidades Portugal.

tack tack

--Drekafluga schporty schport--

Engin ummæli: