miðvikudagur, 21. júlí 2004

Lítil vefritun, mikil vinna...

Ég ætlaði t.d. að vera löngu búinn að koma þessari vísu upp, ásamt myndinni. Svo telst það líka til gleðitíðinda að ég fann spólu með nokkrum Roar þáttum. Þetta var uppáhalds sjónvarpsefni mitt á sínum tíma. Man einhver eftir þessu? Heath Ledger var þarna í aðalhlutverki sem keltneskur stríðsmaður og barðist ásamt félögum sínum gegn Rómverjum. Magnað svalir þættir. En þetta gengur ekki. Ég er farinn að vinna.



Fellur vel á velli
verkið karli sterkum,
syngur enn á engi
eggjuð spýk og rýkur
grasið grænt á mosa,
grundin þýtur undir
blómin bíða dóminn,
bítur ljár í skára.

(Jónas Hallgrímsson)



tack tack

--Drekafluga, með typpi (út frá umræðum við síðustu færslu)--

Engin ummæli: