Jæja...
Ó þetta orð. O jæja. Ég er kominn heim frá Króatíu. Í morgun gekk ég um götur Porec í upp undir 30 stiga hita en er nú aftur staddur á þessu fallega, fallega landi, með brotin sólgleraugu, sæmilega brúnn og með tattoo á bakinu. ;) Veðrið í þessu sólríkasta landi Evrópu var bara yndælt þrátt fyrir óvenju litla sól. Ég ætla samt ekki að skrifa meira um það í bili þar sem ítarlegri ferðasaga er í bígerð. Ég var of latur að skrifa punkta en gengur vonandi ekki of illa að skrifa eftir minni. Ta.
(bara til að koma í veg fyrir misskilning er þetta henna tattoo. No worries)
tack tack
--Drekafluga--
þriðjudagur, 8. júní 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli