föstudagur, 22. október 2004

Revenge is a dish best served cold
-Klingon proverb

Mér fannst bara rétt að hafa titil sem er ekki í neinu samhengi við skrif dagsins. Og hvaðan, kæru lesendur, fékk ég þessa línu? Því ég pikkaði hana ekki beint upp úr Star Trek. Milljónoghálft stig til þess sem nær því fyrst.
.
Jæja, nú um helgina hyggst ég loksins, loksins fara heim í sveitina og er svo glaður yfir því að ég finn ekki einu sinni neina samlíkingu yfir hversu glaður ég er. Það eina sem truflar mig er að um helgina ætla ég líka að gera listasöguverkefni. En eins og með ljósmyndaverkafnið um daginn finn ég hvergi fyrirmælin. Ég man að það var eitthvað um hellenisma og forn-grikki. Því miður er það bara ekki nóg. En talandi um truflanir þá er netið hér í Fellsmúlanum afar truflað. Prince of Persia: WW demoið er 472mb að stærð. En þegar ég var kominn með 422mb af þessu þá framdi nettengingin grimmilegt sjálfsmorð og það er ekki laust við að ég hafi truflast örlítið. Svona lagað fer í mig. Ég ætlaði líka að hringja í þjónustuverið fyrir Gunnþóru því netið hjá henni er bara dottið út en þá er bilun í þjónustuverinu. Það er ekki von á góðu. Ja hérna. Jæja, hver veit hvað þetta er?:



Þetta, eins og sjá má, er Eddie Izzard Box Set og inniheldur það Dress to Kill, Definite Article, Glorious og Unrepeatable. Fyrir tilstilli hinnar yndislegu síðu Play.com mun þetta brátt verða í minni eigu. Ég pantaði þetta um fimmleytið á miðvikudaginn og sama kvöld var búið að setja þetta í póst úti. Og sendingarkostnaður er enginn. Ég borga bara toll af þessu. Núna get ég loksins leyft t.d. foreldrum mínum að sjá hvílíkur snillingur maðurinn er. Svo er bara spurning hver hefur húsnæði fyrir Izzard kvöldi (kvöldum?)

tack tack

--Drekafluga hláturfíkill--

Engin ummæli: