Ég hef ekki Ögmund...
Hæstvirtur (mér finnst þetta alltaf svo fyndið. Svo geta komið einhverjar svívirðingar um viðkomandi en það er allt í gúddí af því að ræðumaður sagði ‘hæstvirtur’) þrettándi þingmaður Reykjavíkur, Ögmundur Jónasson setti réttilega út á Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn og kvað báða hafa dregið umræðu um forsetakosningar niður í svaðið. Réttilega? Já. Vel? Nei. En ég ætla ekki að tala um það þar sem þetta átti rétt á sér. Hinsvegar fór hann að setja út á forsetaembættið og þá sýn sem Ólafur Ragnar hefði á það. Ögmundi fannst forsetinn ekki eiga að vera svo mikill valdhafi sem Ólafur vildi heldur sameiningartákn þjóðarinnar. Ögmundi fannst forsetinn líka hafa gert of mikið af því sem hann nefnir kónga- og auðmannadekur og vildi ekki sjá slíkt. Og á forsetinn þá ekki að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum?
Ögmundur minn, hvern fjandann viltu þá að forsetinn geri? Sitji heima á Bessastöðum og klóri sér í rassinum? Jú, og strjúki Dorrit sinni öðru hvoru? "...Með hófsemi og yfirvegun getur hann haft áhrif – en á allt annan hátt en með þeirri aðkomu sem nú er boðuð..." Og það mundi hann gera með því að hósta lágt og segja "A.. a- afsakið. Má þetta?"
Ögmundur minn, yfirleitt hefur mér fundist þú vera skýr náungi. Hvað er svo þetta? En þetta eru allt of margar spurningar. Varð bara að koma frá mér að víða leynast misjöfn rök, jafnvel í manns eigin flokki.
tack tack
--Drekafluga pólitíski--
fimmtudagur, 1. júlí 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli