laugardagur, 11. desember 2004

Fallegt, ha?

Keypt í Sjónvarpsmiðstöðinni



Og nú eigum við Gunnþóra það. Ef ég á mynd inni á tölvunni eru allar líkur á að ég geti spilað hana í þessu. Kvikindið les allt. Bjútífúl. Ég þurfti líka að taka á öllu sem ég átti til að kaupa ekki The Return of the King: Extended Edition. En það er listasögupróf á mánudaginn. Mánudagskvöldið verður samt skemmtilegt. Hingadróttinsmaraþon á næstunni.


tack tack

--Drekafluga tækjafrík--

P.S. Skólinn minn brann næstum því í nótt. Ég kom þar hvergi nærri.

Engin ummæli: