Enn af tölvum
Er það bara ég sem legg stundum alla mína fæð á tölvur eða er einhver þarna sem deilir huga mínum hvað þetta varðar? Ég ætla að láta fylgja hér hluta úr e-maili sem ég skrifaði í gær:
Djöfulsins djöfuls dauði og djöfull..! Mitt örmagna sjálf má ekki við svona löguðu. Fyrir framan mig liggur krumpaður og sundurslitinn disklingur sem átti að innihalda bréf til þín. Ég skrifaði það uppi í ruslakompunni sem ég kalla herbergið mitt og ætlaði svo að opna það hér og senda þér en tölvan lét mig vita, með hæðnisglotti er ég viss um, að þetta gengi ekki alveg hjá mér. Ég fór aftur upp og opnaði Wordið og þá fékk ég nokkurn veginn þessi skilaboð: “Úps! Veistu, allt dótið sem þú skrifaðir áðan? Í staðinn fyrir að vista það skeit ég á disklinginn þinn. Sorrý. Viltu að ég þykist gera eitthvað í þessu og frjósi svo? Ok.” Ég er fjúríös.
Eins og þessar elskur geta verið frábærar er líka fátt sem fer eins mikið í taugarnar á mér. Ég mæli með því að allir horfi á Glorious (mig minnir að það hafi verið þar en ekki í Unrepeatable) með Eddie Izzard og taki sérstaklega eftir partinum með tölvunum undir endann. "Oh, I wiped the file? Damn. What? I've wiped all the files? I've wiped the internet?! I don't even have a modem!" Ég þoli það mjög illa þegar allt á að virka en gerir það ekki og iðulega eru vandamálin svoleiðis sem upp koma í tölvum. En ég er allt of þreyttur. Á ekki að vera að tjá mig neitt. Ta.
tack tack
--Drekafluga þreytta--
föstudagur, 6. ágúst 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli