fimmtudagur, 17. júní 2004

"...Norðaustan 12 metrar á sekúndu, léttskýjað, skyggni út að sjóndeildarhring.."

Nú er þurrkur. Maðurinn með ljáinn er, eins og gefur að skilja, með ljá. Ég er með þriggja metra breiða diskasláttuvél sem tætir í sig hvað sem á vegi hennar verður. Eftir því sem ég best kemst næst liggja nú um 23 hektarar flatir (þ.e. ég er búinn að slá heilmikið og heyið liggur á túnunum). Haukur og Jón eru hér, ásamt frúm, og eru þeir niðri á Heiðartagli að klára að snúa og ég býst við því að þetta verði allt saman rúllað á morgun. Það verður ljúft. Þá næ ég kannski að sofa eitthvað.

Pabbi er kominn af gjörgæslu og er nú á lyflækningadeild Borgarspítalans. Hann lítur agalega út, er allur flagnaður, er enn útsteyptur í flekkjum og er þróttlítill en ég á von á því að hann geti komið heim eftir einhverja daga.

Svo er það Króatía. Ég er ekki kominn nálægt því að vera búinn að setja saman boðlega ferðasögu svo þið verið enn að bíða. Myndir gæti ég hinsvegar sett inn bráðlega, jafnvel í kvöld. Já. Ég hef svolítinn tíma aflögu núna svo ég er bara farinn að eiga við það en bara sem teaser læt ég eina fylgja þessu.

---


---
Gleðilega þjóðhátið,

tack tack

--Drekafluga sláttumaður--

Engin ummæli: