miðvikudagur, 11. ágúst 2004

28.3°

Af heitasta stað landsins er allt gott að frétta. Þetta er svo maaagnað veður að ég bara veit ekki hvernig ég á að lýsa því. En ég get með stolti sagt að hér hafa opinberar hitatölur verið hæstar. Boo-yah! Í sveit fylgir svona veðráttu oft aukið vinnuálag og mikill grillmatur. Ég hef t.d. hangið utan á húsinu við misháskalegar aðstæður að mála gluggakanta. Ég steig svo eitt sinn sem oftar í hæstu rim stigans og teygði mig í horn eins gluggans en rimin brotnaði þá undan mér. Þetta er ekki nema fjögurra metra hár stigi en úr fjögurra metra skyndifalli getur hlotist töluverður skaði. Ég náði sem betur fer að spyrna mér í næstu rim fyrir neðan og gat þannig stýrt fallinu og fór eiginlega í arabastökk úr milli þriggja og fjögurra metra hæð. Það hefði verið gaman að ná þessu á myndband. Jæja, sama stiga hífði ég svo daginn eftir upp í ker sem var á tækjunum á traktornum og setti hann þar upp. Tækin voru í á að giska þriggja metra hæð svo ég var í svona sex metrum að mála gluggakantana uppi á lofti. Og þó ég sé ekki lofthræddur þá var það á tímabili svolítið óþægilegt að standa í þessari hæð í stiga sem hafði brotnað undan manni daginn áður. En hvað um það. Myndir: (það skal tekið fram að myndir þessar fóru margfalt í gegn um helvíti jpg fælanna og eru því í agalegum gæðum. unnið er að umbótum þar á og verða þær ef til vill komnar inn innan næsta ársfrjórðungs. takk fyrir)

...


...


tack tack

--Drekafluga sólskinsbarn--

Engin ummæli: