Ég er ekki með frjóofnæmi
Annars væri ég dauður. Í dag kom ég aftur frá Laugarvatni þar sem ég hafði verið frá miðjum degi í gær hjá henni Gunnþóru minni. Síðan hef ég verið í gróðurvinnu. Ég sló garðinn og er svo langt kominn í kring um garðflötina með ofursláttuorfi. Grasfrjóið var oft eins og reykur þegar ég tætti í gegn um stráin. Eftir þetta, og margt annað í millitíðinni, sagaði ég niður nokkrar stóreflis trjágreinar og eitt tré og til að gera eitthvað úr þeim fór með allt saman upp í Skútás sem er falleg hæð hér rétt hjá. Ég ætla nefnilega að girða af land og rækta upp með trjám. Ég get varla lýst hversu frábært mér finnst að búa í sveit. Ég get til dæmis bara gert eitthvað svona. Valið mér fallegt landsvæði (og af því er nóg hér um slóðir þó ég segi sjálfur frá) og spurt mömmu og pabba hvort ég megi slá eign minni á það. Þetta verður svona sælureitur og bústaðarland í framtíðinni. Reyndar leyfi ég móðursystur minni að velja sér land fyrst svo það getur vel farið svo að ég verði af þessu en ég hef fleiri staði í huga. Yfir og út.
tack tack
--Drekafluga skógræktandi og landeigandi--
mánudagur, 12. júlí 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli