þriðjudagur, 28. september 2004

Doom 3 players look here

Lesendur fá ekkert samhengi í titilinn fyrr en seinna í textanum. Ég var búinn að skrifa færslu í gær og búinn að reyna að koma henni á netið tvívegis. Það, eins og sjá má, gekk ekkert allt of vel og sit ég nú við skriftir í Stóragerði 28. Það eina sem bjargar mér frá geðveiki núna er (glænýtt og afar gott efni frá) Rammstein, ást mín á Gunnþóru og raja yoga. Þetta síðasta kemur kannski á óvart en er staðreynd engu að síður. Ég er ekki farinn að iðka þessa gerð yoga (sem er einskonar yoga hugans) en komst að ýmsu athygliverðu um hana í kvöld og hef um ýmislegt að hugsa. Margt af þessu finnst mér ekki ganga upp eða vera vanhugsað en það er alveg jafn margt sem er stórmerkilegt og eiginlega bara þægilegt að ganga um með. Kannski meira um þetta síðar.
.
Tölvan mín er komin í lag að öllu leyti nema einu. Eins og sumir hafa kannski þegar getið sér til er internetið ekki alveg komið í stand en ég veit ekki hvað er til ráða. Ég get verið á netinu í nokkrar mínútur og svo bara frýs allt. Ég veit ekki alveg hvað veldur. En þetta lagast ef til vill þegar ég flyt hingað í Stóragerði því þá verður tengingin stillt sérstaklega inn á routerinn hér. Hoodyhoo! Það væri samt gott að vera með internet heima hjá sér. Ég er eiginlega orðinn nokkuð vanafastur um slíka hluti.
.
Ok, Doom 3. Það er bara nokkuð skemmtilegur leikur, afar drungalegur og þar fram eftir götunum. Ef maður spilar hann rétt, með öll ljós slökkt, surround kerfið hátt stillt (og með ATi tweaking eins og ég) og lifir sig inn í leikinn (því það er eiginlega nauðsynlegt til að hafa almennilegt gaman að honum) er afskaplega gott að eiga tvo leiki aðra. Sá fyrri er Microsoft klassíkin Dungeon Siege. Sá leikur er bara yndislegur þegar maður vill ekki hugsa mikið og bara hack 'n slasha í gegn um mis ófrýnilega óvætti. Hinn leikurinn ætti að vera skyldueign allra sem á annað borð spila tölvuleiki. Hann heitir Armed and Dangerous, er gefinn út af Lucasarts og gerður af Planet Moon Studios sem gerðu líka Giants: Citizen Kabuto. AnD er svosem engin afburðaleikur, bara svona... frekar einfaldur, en fyndnari leik hef ég sjaldan eða aldrei spilað. Algjör afburða snilld sem fékk mig til að veltast um af hlátri. Og þessa leiki er gott að eiga til að ná sér frá Doom eftir of djúpa spilun. Ég er annars nokkuð stoltur af því að geta sagt að ég spila hann ekkert svo mikið, tek hann í törnum. Ég ræð yfir tölvunni en hún ekki yfir mér. Oft hefur það verið öfugt.

tack tack

--Drekafluga sem er, já, stundum lengur að greiða sér en Álfheiður syztir--

Engin ummæli: