miðvikudagur, 24. nóvember 2004

Múkki

Ég hef stundum velt því fyir mér hvað múkki sé. Í gærkvöldi og alla nótt ældi ég nefnilega eins og múkki. Náði mest hálftíma - þriggja kortera svefni í einu. En hvernig veit ég að ég ældi eins og múkki þegar ég veit ekki hvað múkki er? Þetta er bara tilfinning. Það er ekki svo langt síðan ég var veikur en ég ældi ekki þá. Og ég hóstaði heldur ekki blóði. Já, blóði. Innyflin hefðu lógískt séð átt að fylgja á eftir en ég slapp við það. Ennþá allavega. En getur einhver bent mér á eitthvað sem hægt er að borða þegar maður getur varla borðað? Ég hef komist að því að það er gott að drekka vatnsblandaðan eplasafa en get varla borðað neitt. Ég hef ekki efni á því að veslast upp. Og ég veit að þetta er agalega skrifað en mér er slétt sama. Ég er veikur og því löglega afsakaður.

tack tack

--Drekafluga sem líður ekkert rosalega vel--

Engin ummæli: