þriðjudagur, 30. desember 2003

Jæja, þegar ég talaði í gær um gæði bloggs út frá veðurlýsingum má segja að ég hafi ýkt. Stuttu eftir að ég skrifaði þetta var komið logn, tær himinn og 30 - 70cm snjór lá grafkyrr yfir öllu. Það var ekkert með það, við Haukur og Einar settum upp hlífar og skildi, klæddum okkur í galla og stukkum út. Einar var rétt á undan mér og henti sér niður, rúllaði hálfhring og snjóbolti flaug með ótrúlegri nákvæmni í áttina til mín. Ég sveigði mig aftur og boltinn small á dyrunum fyrir ofan mig. Ég reisti mig við og rétt hafði nægan tíma til að skutla mér yfir annan bolta, renndi mér yfir húddið á bílnum við hliðina og bjóst til varnar. Skothríð dundi úr báðum áttum. Sviti blandaðist snjódrífunni á höfði manns og lak svo niður andlitið. Haukur steig út. Leikurinn breyttist. Enginn hreyfði sig á meðan hver og einn mat stöðuna. Snögg handarhreyfing og bardaginn geisaði áfram, stigmagnaðist...

Og svo framvegis. Það var kannski ekki alveg svona mikil dramatík en þetta bara hljómar betur svona. Svo óðum við inn í risaskafl og grófum tvö snjóhús og göng á milli þeirra, gerðum snjókarl eða öllu heldur snjódjöful þar sem hann var með horn og illkvittnislegt glott og fórum í Capture the Flag sem er nokkuð sem ég hef aldrei áður prófað í snjó (eða utan tölvu ef út í það er farið). Þegar langt var liðið á kvöld fórum við inn og klæddum okkur örmagna í önnur föt.

Í morgun var snjóvinnan öðruvísi. Haukur ruddi brekkuna svo hún yrði fær og gekk það nokkuð vel þó hún væri ekki nema þungfær eftirá. Ég gerði lítið annað en að veita honum andlegan stuðning en eftir þetta var haldið til Reykjavíkur. Þar sem ég er ekki að skrifa þetta fastur í snjóskafli uppi á heiði má réttilega draga þá ályktun að við höfum komist áfallalaust í bæinn. Þessi dagur og sá í gær eru á góðri leið með að vera gullfallegir. Hugsið ykkur ef veðrið verður svona annað kvöld. Það væri yndælt, ha? En svo ég skrifi ekki allt of mikið enda ég þetta á því að ég var að komast að svolitlu um Hringinn minn. Hann er úr 24 karata gulli. Þessu komst ég að í dag. Ég sagði ykkur að þetta væri fallegur dagur. Hann er alltaf að batna. Ég er jafnvel að spá í að fara á The Return of the King aftur í kvöld. Ef tími og miðakaup leyfa, þ.e.a.s.

tack tack

--Drekafluga, gullfallegur --

mánudagur, 29. desember 2003

Afi kom heim í gær. Hann er hálf ræflislegur en það er samt gott að hann er kominn. Við bræðurnir bárum hann upp stigann en hann kemst annars um með smá hjálp. Annars varð dagurinn í gær langur. Ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan korter yfir fimm (og var svo auðvitað vakinn í morgun) þar sem við Haukur og Einar Kári vorum að spila og var það dúndrandi stuð svo ekki sé meira sagt. Haukur ætlaði í bæinn í morgun en er veðurtepptur og ég með honum. Ég er nefnilega búinn að hjálpa til við tilhleypingarnar (og getiði nú hvað það er) og get þess vegna, fræðilega séð, farið til Reykjavíkur núna. Tæknilega hliðin er bara eitthvað að stríða okkur.

Fyrir utan það er harla lítið sem ég get sagt. Veðrið hér á þessum unaðsreit er farið að versna og nú er frekar blint. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að hér er yfirleitt gott veður þegar óveður geisa á nærliggjandi svæðum. Og ég trúi ekki að ég sé að tala um veðrið. Ef eitthvað er merki um að gæði bloggs fari fyrir ofan garð og neðan þann daginn er það þegar viðkomandi talar um veðrið. Úff, ég er hættur. Farinn að spila.

tack tack

--Drekafluga Frost--

sunnudagur, 28. desember 2003

One ring to rule them all.
One ring to find them.
One ring to bring them all.
and in the darkness bind them.

Bylgja eftir bylgju af gæsahúð. Ég hló svo innilega og grét svo sárt. Þetta var ekki bíómynd. Þetta var upplifun. Það eru engin orð sem lýsa henni. Það er ekkert sem maður getur sagt eða skrifað af viti eftir að hafa séð svona lagað. Ég hef gert upp hug minn. Ég mun kaupa Extended Version af öllum myndunum. 15.000 kall? Mér er sama. Þetta er svo þess virði. The Lord of the Rings er besti þríleikur sem myndaður hefur verið. Star Wars? Nei. Gleymdu Star Wars. Við hliðina á þessu er það ekkert. Indiana Jones, The Matrix, Back to the Future, hvað sem það er, það bliknar í samanburði við þessa snilld. Peter Jackson gat ekki gert betur.

Ég var kominn með hugmyndir í þá sögu sem ég er hvað mest að krota í núna (er með nokkrar í gangi) en eftir að hafa upplifað þetta þá sér maður hversu lélegt og tilgangslaust það er. Bækur Tolkiens eru á stalli sem gnæfir yfir allar aðrar fantasíur. Á þeim næsta eru Forgotten Realms, Dragonlance, Planescape og þess háttar. Svo koma verri fantasíur og einhvers staðar þar á eftir kem ég. Ég held ég hætti bara að skrifa. Allavega í bili.

Það er ekki til neins.

tack tack

--Drekafluga, an awed admirer of Tolkiens world--

laugardagur, 27. desember 2003

Nú. Ég hef ekki mikinn tíma til að skrifa þar sem ég er að fara að gera of sveitalega hluti til að skrifa um þá hér en ég vil þó benda á nýja blüglinkinn hér til hliðar. Þetta mundi vera hún Undintuska. Eftir því sem ég best kemst næst heitir hún Klara og er í MR. Þá þekki ég aftur tvo MR-inga (ja, þekki og þekki...). Allavega, ég set hana inn á listann út af tvennu. Hún hefur komið með skemmtileg comment hér á síðunni og svo þegar ég var að skoða desember archive-ið hjá henni sá ég link nefndann 'Skemmtilegur bloggari' Ég smellti á hann (og leit aldrei þessu vant ekki neðst til að sjá urlið) og þá kom bara þessi síða upp. Ég! Skemmtilegur bloggari. Oh joy.

En já, ég verð að þjóta. Vonandi bæti ég einhverju meira inn í dag.

Já, ok. Var búinn að bæta þónokkru við þetta en svo fraus tölvan. Ég er kominn með ofurmannlega sjálfstjórn út af þessu þannig að ég ætla ekki að kvarta. Það er líka ekkert gaman að lesa slíkt.

1000!!! Þúsund "heimsóknir" síðan fyrir minna en mánuði. Þetta er frrrrrrábært!

tack tack

--Drekafluga--

föstudagur, 26. desember 2003

Ég held ég segi svosem ekki mikið núna. Það les þetta enginn fyrr en í janúar hvort eð er. Ég bætti Önnu fótboltagellu inn á blüglistann hér til hliðar þar sem hún er bæði svöl og svo frænka mín í þokkabót. Svo fílar hún Jón Arnar (bróður Einars Kára sem ég nefni hérna stundum) og hann er fínn gaur.

En jólin voru yndisleg. Ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir hvítu jólin. Og ég veit ekki hvernig það var hjá ykkur en hérna var alvöru jólasnjór. Það var logn og hann féll í flygsum. Ég hljóp út og lét mömmu fá myndavélina mína til að ná þessu á filmu. Hún hafði reyndar tekið myndir af mér og Skottu (hundinum) fyrr um daginn en þessar náðu snjókornunum vel. Jæja, í matinn var besta aspassúpa í heimi og sænsk önd. Ég var búinn að ákveða fyrirfram að borða ekki mikið af súpunni til að hafa pláss fyrir öndina en hún var bara svo góð að ég gat varla hætt. Ekki heldur með öndina. Ég át illilega yfir mig og var líklega verst farinn af okkur hvað það varðaði. Þetta árið vorumvið bara þrjú. Ég, mamma og pabbi. Ég hef aldrei upplifað svona fámennt aðfangadagskvöld. Það var samt bara notalegt. Svo var gengið frá eftir matinn og við komum okkur svo þægilega fyrir inni í stofu. Ég opnaði pakkana með Guatemalískum hníf sem eitt sinn vakti orðin "Whoa! That's a big-ass knife!" frá Russ, vini mínum frá Ástralíu. Ég gæti talið upp fullt af gjöfum hér en ég geri það ekki. Þær féllu flestar (þó ekki allar) í skuggann af gjöfinni einu.

Um hálsinn á mér er fíngerð gullkeðja. Á þessari gullkeðju er gullhringur. Á þessum gullhring er álfaletur. Hjartað í mér sló örar þegar ég sá kassa merktan The Lord of the Rings í bak of fyrir og hægði ekkert þegar ég opnaði hann og tók lítinn svartann poka úr honum. En ég táraðist þegar ég opnaði pokann og í lófanum á mér lenti Hringurinn. Ég opnaði engar gjafir í smá tíma heldur sat bara og horfði á hann. My own. My... precious.

Ég fór svo á Selfoss til að sækja ömmu og heilsa upp á afa í leiðinni. Hann var bara nokkuð hress en samt miklu þróttminni en hann á að sér að vera. Mér þótti ótrúlega vænt um að geta hitt hann. Svo fór ég aftur heim og keyrði frekar greitt (og komst upp með það í snjónum, enda á Imprezu) og komst í miðnæturmessuna. Á messudagskránni var ártal sem ég hef sterkan grun u mað hafi átt að vera 2003. Þvi skeikaði um 18.000 ár og var 20003. Ég held það sé ekki til sá texti sem þessi skemmtilegi prestu hefur látið frá sé fara sem er ekki með einhverjum innsláttar- og / eða prentvillum.

Svo var heilmikil veisla í gær þar sem við vorum upp undir 30 að borða hangikjöt og tilheyrandi og svo var spilað fram á rauðanótt. Party & Co og þess háttar. Við Einar Kári fórum síðastir að sofa eftir að hann hafði unnið mig 2 -1 í Explore Europe. Ég vinn rematchið. En ég nenni ómögulega að skrifa meira og þið nennð væntanlega ómögulega að lesa meira enda er þetta jarðbundnara post en ég hef oft skrifað og þar af leiðandi ekki jafn skemmtilegt. Allavega ekki eð mínu mati. En ég er farinn.

tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 23. desember 2003

Þorláksprédikun

Hér eimir eitthvað eftir af skötuilminum yndislega. Ég hálf kúgaðist þegar ég opnaði inn í frystikistuherbergið til að ná í skötuna –og ég er ekki gjarn á slíkt– en ég harkaði af mér og með velgjuna í hálsinum og svip sem passaði tilefninu fór ég upp, henti þessu inn í eldhús og forðaði mér hið snarasta. Í gær sofnaði ég um eittleytið og var svo rifinn upp klukkan korter yfir sjö í morgun. Það er svo skrýtið en ég er oft í dúndurskapi eftir lítinn nætursvefn. Svo var einnig í dag og ég valhoppaði um allt eins og hippi á nektarnýlendu (nema ég var í fötum. yfirleitt). Mamma lét mig þrífa klósett og ég bara flautaði á meðan. Það er auðvitað ekki í lagi með svona fólk. Þá á ég bæði við mömmu fyrir að hafa látið mig í þetta verk einmitt þegar ég var sem hressastur og svo sjálfan mig fyrir að hafa bara stokkið til og skrapað og skrúbbað eins og simpansi á amfetamíni. Hmm... já, það er ágætis lýsing. Nær þessu nokkuð vel bara. Hvað um það.

Einar Kári kom í heimsókn akkúrat þegar var að slakna á skapinu hjá mér og reif það upp aftur. Þegar við erum saman er afar erfitt að leiðast. Okkur finnst allavega að við séum frábærir náungar en ég veit ekki hvort kærastan hans Haraldar sé búin að jafna sig eftir að hafa hitt á okkur í góðu grúvi. Hún var frekar fámál sem stafaði kannski af feimni og kannski af því hún var svo upptekin við að hugsa um hverslags geðsjúklingar þetta væru. Hún hefur sjálfsagt ekki tekið í mál að hitta fleiri ættingja eftir þetta. Sorry Haraldur.

Mmmmmhhhh..... nú á ég bara eftir að taka til í herberginu og þá koma jólin von bráðar. Þau koma sko ekki ef ég tek ekki til þannig að þið sjáið að þetta er nauðsyn. En ég þarf að skrifa meira. Þetta gengur ekki. Má ekki missa mig í einhverri bloggvitleysu. Ég var búinn að skrifa smávegis um Ódæðisflokkinn, Sjálfstæðis! Fyrirgfið. ..og ESB vitleysu Samfylkingarinnar en fannst það ekki við hæfi svona rétt fyrir jólin. Geymi níðyrðin þar til seinna. Nú er ég rokinn.

En nú er víst ekki seinna vænna en að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Og hér kemur það.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi gæfan fylgja ykkur um ókomna tíð.

tack tack

--Gummi Valur Drekafluga, jólabarn--

mánudagur, 22. desember 2003

Hér sit ég, uppgefinn og með jólahúfu á höfðinu. Ég hef ekki þrek í að skrifa neitt merkilegt núna þannig að ég geri það ekki. Ef ég verð í góðu skapi eða hef umfram orku á morgun mun ég ef til vill skrifa eitthvað þá.

takk fyrir

--Drekafluga--

sunnudagur, 21. desember 2003

Ég skráði mig inn og tók eftir bloggi með hinu skemtilega nafni: Ashley Judd og er tileinkað henni. Ok, vissulega hæfileikarík leikkona en þetta hlýtur að vera eitthvert heimskulegasta blogg sem var updeitað á síðasta hálftíma. Ég mundi vilja segja 'ever' en það er til allt of mikið undarlegu fólki til að ég geti leyft mér slíkt. Ég er ef til vill einn þeirra. *...vandræðaleg þögn...* Ókídókí. Þetta var gaman. Nú í næsta þætti af hvernig á að halda blogglesanda áhugasömum um efnið verður farið yfir hluti eins og pappakassagerð, vettvangs- og sálarástandsrannsókn í Stundinni Okkar og hundarækt (Yes, Haraldson, how delightfully subtle, eh?).

Nei það er ekki nógu gott. Hundarækt getur nefnilega verið fyndin. Ég fíla ekki litla hunda. Litlir hundar gætu allt eins verið kettir og þá eru þeir ekki hundar. Þetta uppgötvuðu Þjóðverjar. Nánast hver einasta flotta hundategund dagsins í dag á rætur að rekja til Þýskalands. Dobermann, Stóri Dani, Rottweiler, þessir risastóru úlfblendingar sem ég man ekki hvað heita... Þetta er allt Þýskt. En þetta getur líka farið út í öfgar á þessum endanum eins og hinum.

Hans und ze dogs.
It was a quiet day in Bavaria. Stefan and Johan were sitting at the dining room table in their gothic mansion when Hans, their younger brother, burst through the door.
-"Stefan! Johann, I tzought of a new kind of breed."
Stefan picked defiantly at something on his nail and Johann barely looked up. "Yes Hans? Ask me if I vant to hear about it. Go ahead. Ask." uttered Johann.
-"Do you vant to hear about it?"
-"No. Now go avay."
-"Oh but you'd vant to hear about zis vone."
Johann sighed. "Ok. Vat is it like?"
-"Vell, it is really big."
-"Oh how clever, Hans. Vat Germany clearly lacks is big dogs. Very original."
-"No but it is reeeally big and... and very muscular."
-"And vat vould you call it? Ze Great Drotweilman? I hate you, Hans."
Hans hung his head and walked out of the room. He went to live with his aunt in Austria but returned a year later to attend Stefan's 30th birthday. There he met Johann.
-"Hallo Johann. Did I ever tell you about ze breed I tzought of a year ago."
-"No. Now go avay. Go to Austria or somezing. I hate you." Johann replied, completely failing to notice the huge Great Drotweilman beside Hans which, at Hans's command, promptly tore Johann to shreds. The end.
Co-inspired by Hjörtur Haraldson.

En já, Þjóðverjar eru fullkomnunarsinnar dauðans. Hafið þið t.d. heyrt um slæma þýska bílategund? Nei? Það er af því að hún er ekki til. Léleg þýsk raftæki? Nei, ekki heldur. Þeir áttu meir að segja einhvern besta (og reyndar geðveikasta) stríðsherra ever, Adolf Hitler. Hugsið ykkur ef hann hefði verið franskur. Hann hefði ráðist inn í Lichtenstein og tapað.

Nú! Í morgun var ég vakinn (vantar Íslensku yfir rudely awakened) um og eftir tíu. Þá voru Haukur (bróðir minn) og Kristín (unnusta hans) í heimsókn en þau fóru strax eftir hádegismat. Ég eyddi svo deginum í að reyna að gera jólagjafir en þar sem frumleiki var engin en ömurleiki hinsvegar algjör þá endurnýtti ég gamalt efni. Það er yndislegt að vera með svona aðstöðu hérna fyrir austan. Þess má geta núna að þið ykkar sem ég mun gefa jólagjafir og eigið eftir að fá gjöf munið að öllum líkindum ekki fá hana fyrr en einhvern tíman eftir jól. Smá samskiptamistök urðu við undirlægjur og þurfti að fækka nokkrum hausum. Coburg, orkinn minn, sá um það fyrir mig. Það versta er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist.

En ég þyrfti að fara að sofa. Á líka áræðanlega eftir að freistast til þess að lesa þannig að ég ætti að fara að drífa mig.

tchau

--Drekafluga--

laugardagur, 20. desember 2003

Jæja, ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að skrifa. Núna rétt áðan var ég að hjálpa afa út í bíl, hélt eiginlega á honum, og nú er hann á leiðini á sjúkrahúsið aftur. Ég hef aldrei séð hann svona máttlausan og það dregur úr mér allan kraft. Það mætti segja að hann væri nefnilega hetjan mín, sá maður sem ég lít hvað mest upp til. Og áðan var hann máttvana og gat varla staðið. Þetta tekur á. Til að bæta svo ofan á þetta þá gat ég varla sofið í nótt og líður ekkert of vel með það heldur. Ástæða? Ég náði ekki að óska bestu vinkonu minni gleðilegra jóla og gefa henni gjöfina sína. Hún sendi mér svo smsm þar sem ég var réttilega kallaður helv. fáviti (og þetta er hluti af því hvernig við erum svo ekki dissa það að hún skuli segja þetta. hún á líka nokkuð til síns máls).

...æ... þetta í dag átti að vera voða skemmtilegt og upplífgandi en ég held ég leyfi mér að vera örlítð niðurdreginn öðru hverju. Það kemur mér eiginleg á óvart hversu rólegur ég er yfir öllu núna. Læt þetta duga í billi. Bæti einhverju við ef og þegar mér líður betur.

...

--Gummi Valur Drekafluga--

föstudagur, 19. desember 2003

Say it, Goddamit!

Okídókí. Það var ölítill villa í urlinu sem ég hafði ekki tekið eftir þannig að myndin kom ekki. Þegar ég svo setti hana rétt inn var hún of breið og fallega síðan mín fór í hakk. Þess vegna hef ég bara sett myndina hingað inn undir 'Just a test...' og þið getið séð þetta þar. Svo eiga auðvitað allir að kíkja á jólabarn dagsins hjá Hirti. Þið megið geta hver það er í dag...

tack tack

--Drekafluga, an apprentice of The Cardboard Tube Samurai--

fimmtudagur, 18. desember 2003

Ég tók próf á netinu og komst að því að ég er frábær náungi.

Ég er fyrir austan þegar þetta er skrifað. Vaknaði klukkan 9:09 í morgun og sofnaði svo aftur. Vaknaði svo um tíuleytið og sá fram á að fyrst líkami minn væri svona latur væri ekkert gagn í honum nema eftir enn meiri svefn. Svo sofnaði ég aftur en fór á fætur um ellefuleytið. Fór fram, burstaði tennurnar, roðnaði, heilsaði gestunum og fór inn í herbergi þar sem ég klæddi mig og hélt áfram tiltekt í herberginu frá því deginum áður. Álfheiður systir keyrði mig niður á BSÍ og þaðan sat ég í rútu að Selfossi. Þegar þangað var komið fór ég með Kötu sem sótti mig að heimsækja afa í sjúkrahúsið en hann var lagður inn í fyrradag. Er með einhverja sýkingu. Amma sat á rúmstokknum hjá honum og ég veit fátt fallegra en eldra fólk sem hefur gengið í gegn um ótrúlegustu hluti saman og ann hvoru öðru meira en ég get hér lýst í orðum. Þegar hún kvaddi hann og sagðist mundu koma aftur á morgun sagði hann eftir að þau höfðu faðmast og kysst: “Ég geymi frá þér ylinn.” Ég bara táraðist. Ég fór svo með ömmu og Kötu heim og hef þar verið síðan. Hef gert hitt og þetta. Hlustaði til dæmis á Ármann Jakobson tala um Hrigadróttinssögu og Tolkien í útvarpinu á meðan ég var í legoinu mínu. Það er orðið heillangt síðan ég hef leikið mér í lego. Í kvöldmat var svo auðvitað veislumatur eins og yfirleitt er þegar mamma eldar.

Annars er ég í blendnu skapi. Að flestu leyti líður mér afskaplega vel en á hinn bóginn veit ég ekki alveg hvar ég stend og ég fíla ekki svoleiðis. Þegar kemur að stelpum væri nefnilega ekki hægt að dæma mig geðheila manneskju. Í það minnsta ekki með góðri samvisku. T.d. vissi ég ekki hvernig ég átti að mér að vera í gleðskapnum sem var haldinn eftir nokkuð vel heppnaða tónleika Kvennaskólakórsins í gær. Svo er það víst orðin almenn vitneskja að ég hef frekar mikla snertiþörf og þar af leiðandi snertu mig þarna einhverjar stelpur. Það er bara gott, ég hef ekkert á móti því. En þegar sterkar tilfinningar felast í þessum snertingum (sem lýsa sér oftar en ekki í faðmlögum, bak- og hálsklóri og öðru þvíumlíku) og það frá fleiri en einni manneskju þá held ég að það sé eðlilegt að vita ekki hvernig maður á að haga sér. Ég veit ekki enn hvernig ég á að haga mér. En já, ég minntist á tónleikana. Þeir voru bara ansi góð frumraum kórsins í ár en mér fannst samt skrýtið að heyra bara í mér en ekki hinum tenórunum í upptökunni. Á sömu upptöku heyrðist líka bara í Pétri af bössunum en ég held samt að tónleikagestir hafi fengið blandaðri og betri hljóm.

Talandi um söng. Nú er víst allt kapp á það lagt í leikskólum landsins að afbaka og afskræma gamlar jólavísur. Rétt’upp hönd sem syngur ‘Uppá stól stendur mín kanna.’ Ég skrifaði þetta með annarri þar sem hin höndin var í loftinu. Þetta virðist hinsvegar alls ekki henta þeim sem enga tilfinningu hafa fyrir skáldskap eða kunna með hann að fara. Nú er sungið, hástöfum ‘Uppá hól stend ég og kanna.’ Þetta á víst að lýsa jólasveininum þar sem hann litast um áður en hann heldur niður síðustu brekkuna til byggða. Þetta er glæpur. Auðvitað meikar kanna á stól ekkert sens en það passar og var samið þannig. Punktur. Þetta er frá þeim tíma þegar slíkar samtengingar voru oft í lögum án nokkurrar skírskotunar til efnisins. Dæmi: ‘Fagrar heyrði ég raddirnar úr Niflungaheim. Ég gat ekki sofið fyrir söngvunum þeim.’ Þetta passaði ekkert inn í lagið nema að því leyti að það hljómaði rétt. Ég ætla heldur ekki að tala um þversögn þess að heira fagrar raddir úr þvílíkum heim sem Niflungaheimur á að vera en það er líka ekki málið. Þetta þarf ekki að skilja, bara hljóma og ég er virkilega argur út í fíflin sem eru að skemma þetta.

Hmm... ok, ég get ekki verið mjög argur lengur. Ég gerði smá hlé á skrifunum til að hjálpa til við enn eina húsgagnaflutningana og fann papparúllu. A Cardboard Tube!! Hah! Ef ég væri í bænum mundi ég láta mynd fylgja þessum orðum (Hjörtur, þetta er sketchið þar sem Gabe fann rúlluna “Say it!”). En ég get það ekki. Hún mun samt líklega koma fljótlega og þá að öllum líkindum bara sem tengill inn á kasmír síðuna mína. Svo þegar maður er kominn með eigin rúllu gengur ekki annað en að pósa með hana, taka mynd og setja svo inn á netið. Og engar áhyggjur, ég verð ekki ber að ofan.

:)

tack tack

--Drekafluga, an apprentice of The Cardboard Tube Samurai--

miðvikudagur, 17. desember 2003

Hmm.... ok, netið heima dó í gær. Annars hefði ég verið búinn að skrifa eitthvað sem hefði án efa verið afar skemmtilegt og uppfræðandi. Núna sit ég hinsvegar inni á bókasafni og er að fara á kóræfingu eftir nokkrar mínútur. Þess vegna mun ég ekki hafa þetta lengra í bili.

mér þykir það miður,

--Drekafluga, an apprentice of The Cardboard Tube Samurai--

þriðjudagur, 16. desember 2003

Lífsneisti Keikó kæfður í myrkri og Saddam fundinn. Same old, same old...

Á hverjum degi? Nei. Greinilega ekki. Nú er klukkan rúmlega eitt, aðfaranótt þriðjudagsins 16. desember. Ég hef ekki hugmynd um hvaða jólasveinn mun banka á læstan gluggann hjá mér enda er ég hættur að fá í skóinn. Ah, semsagt enginn. Góður Gummi. En burtséð frá því veit ég ekki hvaða jólasveinn mun reykspóla milli húsa í kvöld og nenni ekki að fara að gá að því. Kíkti reyndar á mbl.is en sá ekkert um einn einasta svein.

Í morgun var ég vakinn. Nú þegar það er komið á hreint má koma því að að eftir að ég vaknaði fékk ég mér Cheerios (sem er víst borið fram tsjíríós í útvöldum útlöndum) og hafði ekki á nokkurn hátt lyst á því. Svo eftir að hafa borið nokkur húsgögn stökk ég inn í bíl til Kötu, við runnum af stað og zlæduðum niður brekkuna. Hálkan var með ólíkindum hál í morgun. Við komumst stórslysalaust á Selfoss og þaðan til Reykjavíkur þar sem ég mætti aðeins of seint á kóræfingu og hefði ekki getað sungið mig út úr plastpoka(© Hjörtur Haraldson). Ég virtist hafa andað að mér óhóflegu magni af ryki um helgina. Eftir æfingu hékk ég í tölvu inni á bókasafni þar til stelpuæfingin var búin og fór svo með nokkrum vinkonum í Smáralindina. Já, enn einu sinni var ég eini strákurinn í hópnum. Það liggur við að þetta sé afbrigðilegt (og engin comment á þetta takk). Þar var hringsólað og skautað fram og aftur með Hagkaupskerru að vopni (allar yfirhafnir og slíkt voru í henni) og hitti ég þar bróður minn og unnustu hans, Hrönn, Rögnu og Æsu sem var í Kvennó í fyrra. Dúndur. Svo var haldið heim á leið og hefur verið tíðindalítið síðan. Allavega er ekkert sem ég kæri mig að tala um hér.

En er ég hef lokið þessu, með matarpásu, klukkan 25 mínútur yfir eitt mun ég fara að sofa. Eða lesa. Já, líklega lesa.

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 14. desember 2003

Það er alveg magnað hvað það eru margir Íslendingar að blogga. Oftar en ekki er linkur inn á íslenska blogsíðu í 'Recently published' súlunni þegar ég skrái mig inn. Er ég bara hluti af þessari bylgju? I feel so inadequate. En hvað sem því líður mun ég samt reyna að skrifa eitthvað daglega, jafnvel þó ég hafi ekki nokkrun skapaðan hlut að segja... eins og akkúrat núna. Núna er ég í stuttri pásu á meðan málningin er að þorna á þriðja og fjórða veggnum og loftinu. Ég hefði getað farið að hjálpa til við parketið en þeir eru fjórir í því og því lítið pláss fyrir mig. Það kemur mér reyndar á óvart hversu vel þessir fjórir vinna saman. Allavega þrír þeirra eru svona 'karlar', týpan sem finnst sín aðferð við að gera hlutina miklu gáfulegri en aðrar. Einhvern veginn verða þeir samt alltaf sammála yfir þessu. Magnað.

Það verður svooooo gott að fara í pottinn í kvöld (ja, eða nótt). Mér finnst allavega líklegt að ekki verði slakað á fyrr en seint. En svo verð ég einhvern veginn að komast aftur til Reykjavíkur þannig að ég missi kannski af heita pottinum og stemmningunni sem myndast þegar vel hefur verið að verki staðið. Allir með bjór (nema ég) og hláturinn ómar langt fram á nótt. Þá verð ég kannski bara í Reykjavík, einn og yfirgefinn og neyðist til að fara í bað og tala við sjálfan mig. Þetta þarf að athuga. Ég á ekki einu sinni svona baðkúlu eins og Ásta frænka gaf mér. Var svolítið efins fyrst þegar ég prófaði að sleppa einhverjum ilmbolta ofan í baðið en þetta er magnað fyrirbæri. Yndæl slökun bara.

En nú þarf ég að fara að gera eitthvað. Svona hegðun gengur ekki.

---

Zappo! Nú er klukkan nýlega skriðin yfir níu og það mesta er búið. Á bara eftir að leggja parketið á litla herbergið en gangurinn og stofurnar tvær eru nú gullfalleg. Svo verður púl á morgun við að koma húsgögnunum inn aftur en einn af kostunum við að hafa parket er að maður getur látið klæði undir hvaða hlut sem er og dregið hann til... sem er yndælt. Ég vakna semsagt líka snemma á morgun. Fer svo í bæinn einhvern tíman fyrir hádegi með Katrínu stóróperusöngkonu, líklega beint á æfingu en svo kemst ég heim (ekki heimheim, bara heim) í Fellsmúla þar sem Prince of Persia bíður, þjakaður eftir vanrækslu helgarinnar. Ég er farinn að sjá kosti og ókosti þess að sitja við tölvuna með gos við hönd og skemmta sér í undraheimum. Ókostirnir lýsa sér í slappleika og vanmætti þegar maður þarf allt í einu að vinna sleitulaust í þrjá daga. Til kosta gæti hinsvegar talist að geta sest niður aftur eftir að hafa unnið sleitulaust í þrjá daga og dottið út í smástund. En ekki meira um það. Núna er ég farinn í heita pottinn.

tack tack

--Drekafluga--

laugardagur, 13. desember 2003

Hæ. Ég heiti Gummi Valur og á ekki eftir að geta hreyft mig næstu daga.
Ég var að til klukkan égveitekkihvað í gær og var svo vakinn eldsnemma í morgun. Mamma opnaði dyrnar ofurvarlega og sagði: “Jæja, nú...” lengra komst hún ekki þar sem ég hrökk upp með andfælum. Svo skemmtilega vill líka til að ég sef undir súð. Ég rétt náði að koma í veg fyrir höfuðmeiðsli og hef þess vegna verið vinnufær í dag. Byrjaði á að fara í fjósið og hef síðan verið að skafa, skrapa, rúlla upp níðþungum gólfteppum, pússa, hnerra í hverjum rykmekkunum á fætur öðrum, færa orgel, skápa og sófa og þar fram eftir götunum. Ég er búinn að vera að mála veggi og síðast en ekki síst loft og það tekur á til lengdar að vinna svona upp fyrir sig.

Settist svo niður og kveikti á sjónvarpinu í smástund eftir hádegismatinn. Þar var Starship Enterprise (eða heitir það bara Enterprise?) í gangi. Ég hef séð þetta nokkrum sinnum og hef komist að því að þetta er alltaf sami þátturinn. Plottið er alltaf þannig að einhver einn eða tveir úr áhöfninni týnast eða villast og og lenda af einhverjum ástæðum nánast alltaf á stað þar sem er andrúmsloft og svo er alltaf einhver óvinveitt gemverutegund sem sýnir stundum samúð og skilning í enda þáttarins. Skipherrann er líka ógeðslega noble sama hversu nasty geimverurnar eru:
–“We don’t like you. Piss off.”
–“We come in peace. And harmony. And more stuff like that. We also come in a large grey ship.”
–“Yeah... well, we still don’t like you. Fire missiles!”
–“Shit.”

...stuttu seinna.

–“Sir, we can realign the zorkota-b circuits to counter the volatile u-level gasses in the moon’s atmosphere while keeping full power flow to our defence shields, then send the rescue pod through the spore cloud while creating a diversion for the enemy vessel using the Iagnoroidiplususus missiles. Our lost pilots will go unnoticed on their way back because of the Emlac® forcefield.”
–“My god, this might work.”
–“Of course it works, you friggin’ asshole! I use the same friggin’ line every episode and it always friggin’ works! I hate you.”

...stuttu seinna.

–“It’s good to have you back onboard, ensign.”
–“Oh shut up. You took your time getting us back, didn’t you? Had to befriend the friggin’ aliens first, right? Oh that’s very nice. And while I appreciate the atmosphere of the places you keep sending us to, why the hell do you keep sending us to do absolutely useless ‘research’ when we always get lost or the shuttle mailfunctions or some weird shit like that. I’m beginning to think you want to get rid of us.”
–“What? Oh, I just remembered I have to go.. er.. do.. nothing. Bye.”
The end.

tack tack

--Drekafluga--

föstudagur, 12. desember 2003

Til að forðast þau örlög sem mér voru ætluð af vísindamönnunum vitfirrtu, hver svosem þau voru, flýði ég upp í sveit og er þar í felum. Á leiðinni hingað féll ég fyrir lagi. Fannst það svosem töff áður, en Villi (í 200.000 naglbítum) gerir allt bara svo magnað vel. Útsetningin var líka óaðfinnanleg. Svo þið vitið það þá er ég að tala um lagið Óskasteinar. Ég var búinn að lofa mér í Rymju, Söngkeppni Kvennaskólans, með Mossa og flytja þar góða ballöðu en ég verð að segja að þetta lag kitlar mig agalega. Ég hlustaði á það fimm sinnum á leiðinni eða alveg þangað til ég fékk högg í magann frá systur minni sem var að keyra. Fór í fjósið áðan (já, news-flash fyrir ykkur sem vissuð ekki að ég er náttúru– og sveitabarn) og söng og söng fyrir allar þær skepnur sem vildu í mér heyra og líka fyrir margar sem höfðu óbeit á þessari skemmtun. Sama var mér.

Annars væri nú fullkomið tækifæri til að fara inn á pólitísk mið og tala um Höfum-það-ógeðslega-kósý frumvarpið en ég hætti mér ekki langt í þá átt. Ég var líka svikinn. Fyrst þegar ég heyrði þetta hugsaði ég: “Já þetta gátu stjórnarflokkarnir. Davíð t.d. nýbúinn að slá á fingurna á óprúttnum bankamönnum og gerir síðan e-ð svona.” En svo heyrist ekki múkk í mínum. Vinstri grænir klofnir í málinu og Steingrímur bara heima hjá sér. Segir ekkert. Þetta er ekki líkt honum og ég mun fylgjast með afstöðu flokksins í þessu. Fannst svo flott hjá ungu jafnaðarmönnunum að finna nýtt eintak af passíusálmunum handa Davíð en þeir mega líka sparka í gumpinn á flokksmönnum sínum. En ég fer ekki lengra út í þetta. Er bara frekar sár.

En nú þarf ég að halda áfram að flytja húsgögn og tilheyrandi hjá ömmu. Það á að gera gagngerarbreytingar á stofunum hjá henni og ég er víst ákveðið stór hluti af undirbúningnum (og eftirmálanum grunar mig).

tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 11. desember 2003

Draumurinn
Ég held að ég hafi smá samviskubit yfir því að vera búinn svona snemma í prófum. Ég ætlaði aldrei að geta sofnað í nótt og þegar ég loksins gerði það þá dreymdi mig fucked up draum.
Ég var í Íslenskuprófi en fyrsti hluti var krossaspuringar sem giltu 60% Þær voru hundrað talsins og hver og ein var staðsett á palli sem erfitt var að komast að. Þetta var ekkert svona sitja-við-borð-og-skrifa próf. Þetta var svona hey-Prince-of-Persia-er-svalur-gerum-eitthvað-álíka-lífshættulegt próf. Ég fór semsagt í heljarstökkum og hljóp upp veggi og sveiflaði mér af stöngum... í Íslenskuprófi! Allavega, einhverra hluta vegna ákvað ég að sleppa fyrsta hlutanum og gera hann seinna. Eftir ótrúlega fimi sem aðeins gengi upp í draumum sem þessum komst ég yfir á seinni hluta prófsins. Þar var ég allt í einu kominn með sverð og varð að berjast fyrir lífi mínu gegn sandárum en samt var Íslenskan einhvern veginn alltaf þarna inni, ég er ekki alveg viss hvernig. Nú þegar ég hafði slátrað óvættunum fór ég yfir á síðasta hlutann og þurfti þá allt í einu að skrifa ritgerð. Ég vissi ekki neitt um efnið og get því miður ekki munað hvað það var en var kominn með tvær blaðsíður áður en ég vissi af. Bara hviss bæng. Svo komst loftfimleikamaðurinn ég með erfiðismunum aftur til baka á fyrsta hlutann en þá var Ragnheiður Heiðreks, Íslenskukennari með meiru kominn þangað og hafði ákveðið að þurrka hann út. Þessi 60% hefðu svosem ekki verið það mikilvæg. Svo man ég ekki meira.

Þetta var allt hið undarlegasta mál...

For comical advantages the second part of this will be written in English. After the above’s release to the public I got a phone call. It went so.
–“Halló.”
–“Hver er þetta?”
–“Gummi.”
–“Ó, mér þykir það leitt.”
Then this twit hung up. And he’s sorry. Like it’s a disease being Gummi? Similar to haemorrhage? Then I got another phone call.
–“Hullo.” (that’s me, by the way)
–“Yeeeees. Drekafluga, is it?”
–“Wh..”
–“Okay. You shouldn’t speak. Don’t exert yourself. Reports of your mental health have reached us and soon there will be men in white coats at your house. They’re scientists you see. Is that ok?”
–“You just sai...”
–“Now don’t speak! Didn’t I just tell you not to do that? My, aren’t we mighty today. Speaking and whatnot. Next you’re going to tell me you’ve finished exams.”
–“..?”
–“Oh, the silent treatment, eh? Don’t even think your arrogance gets to me. My associates will be with you momentarily. Take care.”
...
A few moments later there was a knock on the door. I opened it and outside stood two men, both wearing white coats. One of them looked me up and down and raised an eyebrow. The other shook a finger at me and said “There’s nothing you can do! We should know. We’re scientists! Look, we’ve got white coats! See, see, see! So you’ve only got 24 hours. That’s... (here he made a brief pause while counting on his fingers) ...not so many days!!” “Good day.” said the first and then they went away.
–“Spoot.” was all I could say.

I, have as of yet, not figured out what the hell they meant but I guess we will see in less than 24 hours. They were scientists after all.

tack tack

--Drekafluga—

miðvikudagur, 10. desember 2003

Well smack me around and call me Susy! I just had some shocking news that were... er.. shocking! Yes, that's it! It is so shocking that I'm not going to tell you what is was because you might be shocked! Ssssssshocking, isn't it?! Well, actually and quite surprisingly, I wasn't as shocked as I'd think to be normal. Those involved know what I mean but those of you who have absolutely no idea of what the hell I'm talking about, there's no point in asking. I will reveal nothing.

In other news, this day has been marked as festive and all around jittery, the reason for this being that this will be the day you'll remember as The Day When Drekafluga Finished Exams (TDWDFE). I shall put together a schedule for the festivities of TDWDFE and my first order of business is to find a more suitable name for the event for TDWDFE is not in the least a pleasant thing to pronounce. Furthermore I will need three orangutans, six silver teaspoons dipped in honey, two pints of Guinnes Dark, a Swedish chicken and a vegetable blender. If any of you have information about where to aquire such things, please let me know. Now I am off to choir practise but will probably edit this text back and forth when I have time.

ta..

---

Well well... I write this from the comorts of my lair (as opposed to the comforts of my palace in the east) and have therefore returned from the choir practise. There are few words that can fully describe what took place there but it was weak. It was the weakest performance of all weak performances excepting, of course, all those times when the likes of Mariah Carey have opened their mouths in what is supposed to be singing. And when we were not weak we were laughing but even that was done half-heartedly. So a faint performance, yes. Afterwards I strolled up Laugavegur and then jumped in Abinn's car as she sped by at a staggering speed of almost 4 km/h. She then parked and we went from store to store until finally we ended up in the Amazing Store which I can fully recommend. I'd never been there before, only in Kringlan, and there I bought two more Cristmas presents. Before I did that I had gone to Skífan where I finally secured my copy of Prince of Persia: The Sands of Time. Thus, in the light of recent events, I have no time updating this post past these lines. A whole new world awaits me.

Tenü Silverclaw says hi.

--Drekafluga, an apprentice of The Cardboard Tube Samurai--

þriðjudagur, 9. desember 2003

Hokay, today's blog will be written both in seperate parts and, as you may have noticed, partly in English. This being written on intervals is due to the fact that I will have limited time to write, in a few moments I am going to Kringlan and then I will study and so on and so forth. However, the reason for the overzealous usage of modern Anglo-Saxon (which is to put it in an extremely redundant way) is that I am an arrogant prick and because that I can. I am aware some of you do not approve of this but seeing how big a part English plays in my humour and simply in me as a person, I do not care the slightest.

But I'll be off now. Updates will come later this day but please don't hesitate to leave a comment. Ta...

En jú, svo er annað. Ætti ég einhvern tímann að fara út í stjórnmálalega umræðu hérna eða setja upp linka eins og Hrafn frændi? Ég var búinn að vera að pæla í þessu í svolítinn tíma þegar Hrafn byrjaði að blogga og var líka svona stórpólitískur eins og hann á reyndar að sér að vera. Ég held bara að síðan mín mundi leysast upp í rifrildi hjá stjórnarandstæðingum með rök og þeim er fylgja hinum síðri flokkum án þess að vita af hverju. Það er ekki hægt að rökræða þegar þetta er orðið að trúarbrögðum, ekki stjórnmálalegri rökhugsun. Suggestions anyone?

---

Ahhh.... ég er búinn að redda nokkrum gjöfum og helmingnum af fleiri gjöfum. Ég náði það sem ég mundi flokka sem afar góðan díl og ætlaði að verðlauna mig með því að gefa mér Prince of Persia: Sands of Time, tölvuleik sem ég hef beðið með mikilli eftirvæntingu, eða soundtrackið úr Kill Bill. Ég fann tónlistina en tölvuleikurinn var hvergi sjáanlegur í Skífunni og ekki dytti mér í hug að kaupa hann í BT. Þannig að ég keypti ekki neitt. Mig hafði langað meira í leikinn heldur en diskinn og var fúll yfir að hann skyldi ekki vera þarna. Labbaði um í smástund og hitti Önnu Sveinbjörns og svo þær Írisi og Jóhönnu sem gerðu grín að aldri mínum en svo ætlaði Jóhanna að nýta sér hann til að hafa einhvern til að fara í Ríkið fyrir sig. Eftir labb hingað og þangað skellti ég svo gjafapokanum á bakið og hjólaði heim í hálkunni. Það var bara ágætt enda er á búinn að gera við bremsurnar á hjólinu. En hvað um það. Ég verð að þjóta.

tack tack

--Drekafluga--

mánudagur, 8. desember 2003

Loksins, loksins, loksins komst ég inn á friggin' blogger.com. Ég held ég nenni ekki að bæta neinu nýju inn. Skrifa bara það sem ég var búinn með og svo er viðbót fyrir neðan það:

Ok. Þetta er skrifað um fjögurleytið sunnudaginn 7. desember en af einhverjum ástæðum er blogger.com eins síðan á netinu sem ég get ekki opnað og get þar af leiðandi ekki postað neinu nýju. Ekki að það skipti neinu rosalegu máli þar sem allt sem ég skrifaði í nótt (já, ég skrifaði helling í nótt) eyddist sökum þess að vítismaskínan, The Destroyer of Humour and Good Mood, hérna við lappirnar á mér tók upp á því að frjósa. Allt hvarf. Ég sagði frá því, í þónokkuð lengra og skemmtilegra máli, að í fyrradag var ég vakinn snemma eftir lítinn nætursvefn, fór í Kringluna þar sem ég hélt á Iðunni litlu og borðaði bragðlausar bollur með bragðlausum grjónum með bragðlausu kryddi og bragðlausri sósu sem var bragðlaus, fór því næst á kóræfingu þar sem ég var upp um allt í léttri ofvirkni, hélt því næst upp Laugaveginn og leit í búðir í góðum félagsskap áður en ég og Fern fórum á opið hús í AFS. Jólastemning þar. Kíkti svo til Höllu og át þar góðan kjúkling áður en við fórum í Regnbogann og sáum Kill Bill. Hún var jafnsvöl og í fyrsta skiptið. Svo tók ég spretthlaup að strætó, kom heim, fór í stystu sturtu sem sögur fara af og endaði svo heima hjá Abanum og náði restinni af Idol. Kom heim klukkan hálf sex og sofnaði vært. Í gær fór ég svo í barnaafmæli heima hjá bróður mínum og horfði á Parry Hotter á íslensku, kom svo heim og gerði ekkert þangað til Hjörtur kom í heimsókn og við horfðum á video. That’s about it. Þegar tölvan svo fraus ákvað ég að bara c/p hluta úr Guatemalaför minni til að hafa eitthvað að segja og hér kemur það:

02.03.2002
Vá, ég var búinn ad giska á ad thad vaeru ellefu ný e-mail í inboxinu hjá mér. Mér skeikadi svolítid. Thau voru thrjátíu og átta.
Jahá, thad er ekki enn kominn virkur sími í húsid thannig ad ég er ennthá ad troda öllum mínum tölvupósti í sendingar um helgar. Thad er ad vísu komid hljód í símann, svona -dut-dut-dut- á tali tónn. Thetta er allt á leidinni semsagt. Kannski get ég hringt eitthvad í lok apríl.

Humm, humm... fréttir. Um daginn voru allar tölvur í skólanum teknar í gegn eftir ad adstodarskólastýran ákvad ad smita thaer af vírus. Hún vissi ad thad var vírus á disknum sem hún notadi en hún sagdist hafa vonad ad thetta bjargadist. Mjög... heimskulegt. En allavega, ég er ad skrifa um thetta af thví ad thegar tölvugaurinn var ad hreinsa tölvurnar fann hann nokkur hundrud myndir af umraeddri adstodarskólastýru. Og ég er ekki ad tala um fjölskyldumyndir. Klám og sódaskapur í skólastjórninni. Thessu lýsti fósturmódir mín fyrir mér, flissandi eins og vitleysingur med glott á andlitinu.

Og meira úr skólanum. Á midvikudaginn hélt ég smá fyrirlestur í enskutíma. Ég var ad lýsa muninum á Íslandi og Guatemala. Thegar ég var búinn voru bádar dyrnar ad stofunni fullar af fólki af ganginum sem vildu heyra. Ég giska á ad svona 7% af áheyrendum hafi skilid thad sem ég sagdi. Ég naut mín samt ágaetlega. Í sama tíma bad Ana Lucía (sú sem situr fyrir framan mig) mig um ad lána sér ordabókina sína. Ég var í einhverju studi og spurdi hana “Saturday Night Live” style, med grísk-ítölskum hreim: “You lika da dicionario, eh? Dicionario is good, yes? You know what you say whenna hava da dicionario, eh?” Hún stardi á mig eins og ég vaeri eitthvad skrýtinn. Mig sárvantar svo einhvern rugl-vin. Svona eins og Nönnu, Einar Kára eda bródur minn. Allavega, eftir thetta thá sökk ég í ágaetis thöglar samraedur vid egóid mitt thad sem eftir var dagsins. Á föstudaginn féll ég svo nidur á hnén og thakkadi og thakkadi fyrir breytinguna sem hafdi ordid í stofunni. Nú eru thar skrifbord og stólar og thessi ljótu –human torture device– vítistól sem skrifkollarnir eru, eru nú vonandi sem lengst frá skólanum og mér.

Forsetinn hér í landi er, eins og ég hef einhvern tíman minnst á, baedi saudur og naut, semsagt saudnaut. Fyrir peninga skattgreidenda fer hann til Japan med tuttugu og fimm manna starfslidi sem allt verdur ad fá fyrsta flokks medferd, byggir sér hallir og kaupir sér bíla o.s.frv. Thannig ad nú hafa nemendur vid háskólann ákvedid ad gera eitthvad í málunum og eru nú ad safna pening til ad getad sparkad í forsetagump. Fyrst brá mér ekkert smá vid ad sjá thetta af thví ad klaednadur theirra sem eru ad safna minnir óneitanlega á ákvedin rasistasamtök. Ad vísu eru ádurnefndir nemendur í tvílitum kuflum med tvílitar hettur en snidid er nákvaemlega eins og hjá KKK. Thad stígur sumun theirra hinsvegar til höfuds ad vera slíkir “thjónar réttvísinnar.” Í gaer var ég í straetó sem fór framhjá fimm eda sex peningasöfnurum sem voru vid vegkantinn. Thegar bílstjórinn haegdi ekki á sér til ad gefa theim pening stukku their inn á veginn og tveir theirra daeldudu hlidina á straetónum med hafnaboltakylfum. Er thetta betri hegdun en hjá forsetanum sjálfum? Réttvísi ordin ad fasisma er skref aftur á bak.

Thetta gerdist thegar ég var á leidinni ad saekja pakka sem mamma hafdi sent mér fyrir nokkru. Thad vafdist eitthvad fyrir theim á póstskrifstofunni ad senda hann bara til mín. Langadi víst ad skoda í hann ad mér vidstöddum. Ég get sagt ykkur frá thví ad súkkuladid hélst heilt thessa mörg thúsund kílómetra leid (ad vísu voru Gullmolarnir illa klístradir) en brotnadi thegar póstgaurinn var ad troda aftur í kassann og brádnadi thegar ég var ad leita ad straetó. Thad tók adeins lengri tíma en ég hafdi aetlad mér. Ég át einn draum á leidinni heim og bréfid var eins og beinin af kjúklingunum sem barónsfrúin kom med í setulidsfangelsid í Góda dátanum Svejk. Engum mundi nokkurn tíman hafa dottid í hug ad örfáum mínútum ádur hefdi verid súkkuladi í thessu bréfi, thad var eins og sótthreinsad. Ég skil ekki ad nokkrum geti dottid í hug ad selja annad eins óaeti eins og súkkuladid hérna er. Eins og ad tyggja sement. Mamma, takk fyrir bolina, yndislega súkkuladid, Tópasinn og geisladiskinn. Ég hálf aepti upp yfir mig thegar ég sá hann. Snilld.

Í gaer horfdi ég líka á Miss USA. Af 280 milljón manna thjód, thá er alveg ótrúlegt hvers konar óskapnadar-kvenmenn komast í úrslit Ungfrú Bandaríkjanna. Ein var t.d. med breidara enni en E.T. og önnur var vaxin eins og Bruce Lee. Ég meina, Bruce Lee er flottur... sem hann sjálfur. Líkami hans passar ekki vid kvenkyns keppanda í fegurdarsamkeppni.

Ádan fór ég á thad sem hefdi verid haegt ad kalla stefnumót thó thetta hafi bara verid tveir vinir ad skemmta sér. Hún Darvis vinkona úr Quick Photo baud mér nefnilega í bíó. Já, baud mér. Sama hvad ég reyndi, hún vard bara á undan mér ad borga allt. Vid fórum á ‘One Night at McCools’ sem er thvílík brill mynd. Ég bara hafdi ekki hugmynd um ad Liv Tyler gaeti verid svona gedsýkislega flott. Ádur en myndin byrjadi vard ég fyrir sjokki. Darvis hafdi ekki séd ‘Lord of the Rings’ og thad getur átt vid besta fólk, en hún vissi heldur ekki hvada mynd thetta er. Ég bara missti andlitid og stórskadadi thad á saetisbakinu fyrir framan mig. Hún hafdi bara ekki minnsta Ögmund um hvad ‘El Señor de los Anillos’ var. Pfff...
Og blóm. Takk takk.
Kaerlig Hilsen,
Gummi Valur Drekafluga

Nú já. Þetta er nú meira grínið maður. Ég er búinn að eyða umtalsverðum tíma í að setja nöfn á linkana og svo svolitlum tíma í að koma myndum inn á huga. Veit samt ekki url-ið á myndabankanum þannig að ég get, allavega ekki enn, lappað upp á útlit þessarar síðu. Ætlaði að glæða þetta smá lífi en það er auðvitað of flókið. Bah! Nenni þessu ekki. Skrifa á morgun.

tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 4. desember 2003

Ég var að fatta hvað það er skrýtið að ég hafi aldrei hér á blogginu mínu formælt tölvunni sem ég sit núna við. Ég held að þetta sé tölvan sem Microsoft notaði sem test-platform fyrir bluescreen og bugs ýmis konar. Var að skrifa post áðan og þá fraus hún. Þetta var líklega í 6023 skiptið sem hún frýs þegar ég sit hérna og er oftar en ekki að gera eitthvað sem er ekki nær að vistast og hverfur óafturkallanlega við restart. Ef ég væri dúlegri væri ég löngu búinn að laga tengingarvandamálin við tölvuna mína (hina tölvuna á heimilinu), allavega finna út hvað væri að og vera svo á netinu í gegn um hana. Það er endalaust fúlt að þurfa að nota þetta drazl. En ég eyði ekki fleiri orðum í þetta.

Já. Ég er nörd.
Klukkan 19:05 hljóp ég niður stigann með sverð í hönd (já, sverð úr shiny, meðalsterkum málmi). Opnaði svo dyrnar, bauð skelkuðum nágranna mínum gott kvöld og hljóp áfram út í bíl. Keyrði svo sem leið lá upp í Breiðholt. Hugsið aðeins um þetta: "..sem leið lá.." Þessi leið lá nefnilega um nýju, glæsilegu brúna hjá Staldrinu (sem ég er viss um að hafi tapað stórlega á þessari framkvæmd). En hún er jú ný og glæsileg á þann hátt að hún býður upp á nýja og glæsilega árekstarmöguleika, sem er eitthvað sem við nýjungaglaðir Íslendingar ættum að taka fagnandi. Hvernig stendur á því að ekki megi nýta sömu brúarhugmyndina oftar en einu sinni? Gatnamálafundirnir þegar þarf að byggja nýja brú virðast ganga þannig fyrir sig að rótað er í öllum gögnum þangað til fundin er hönnun sem ekki hefur verið reynd áður á landinu og óháð velgengni þeirrar hönnunar erlendis er opnuð kampavísflaska og byggð brú. Þetta, kæru lesendur, er heimska. Svo pössuðu þeir sig líka að vera búnir akkúrat þegar var farin að myndast hálka þannig að grunlausir ökumenn hefðu ekki nægan tíma til að læra á nýja kerfið.

Þið eru kannski farin að fá það á tilfinninguna að ég hafi zlædað á hálkublett og endað á ljósastaur. Jæja, ég gerði það ekki en er samt pirraður yfir þessu brúaskipulagi í borginni. Hvað er gott íslenskt orð yfir 'inconsistency'? Ósamræmi? Já. En yfir brúna fór ég og komst heilu og höldnu upp í Dúfnahóla þar sem ég hundsaði lyftuna og hljóp upp á sjöttu hæð. Þar voru fyrir Haukur, bróðir minn og Einar Kári, vinur okkar. Við settumst svo við borð og spiluðum. Spilið hét Askur Yggdrasils og þar sem við höfum spilað það núna í átta ár held ég erum við farnir að ná fáránlega vel saman í gegn um það. Og svo eru ekki til þær aðstæður þar sem er hlegið meira. Allt sem á minnsta möguleika á því að verða fyndið verður það. Í gær spiluðu t.d. Íþróttaálfurinn, Þorgrímur Þráinsson og Jói Fel þátt í stærsta hláturskastinu. Mjög undarlegt. En við Einar vorum allavega í hlutverki tveggja ævintýramanna sem í þetta skiptið upprættu ræningjahóp með hjálp Haraldar (sem er líklega hættur að blogga hér til hliðar) og kærustunnar hans sem bættust í hópinn um hálfellefuleytið. Þau fóru heim um hálf þrjú leytið að mig minnir en við Einar kláruðum þetta ævintýri og vorum byrjaðir á því næsta þegar við hættum, um klukkutíma seinna. Ég get ekki beðið eftir því að halda áfram.

Fyrir þá sem þarfnast útskýringa um hvað spunaspil er þá er það hlutverkaspil, role-play og er þekktasta dæmið af því líklega Dungeons & Dragons. Ég vil koma því á framfæri nú að myndin Dungeons & Dragons er svartur blettur á nafninu. Hvað um það. Hægt er að spila mismunandi kerfi eftir mismunandi reglum en þar sem ég er vanastur Aski mun ég lýsa honum stuttlega:
Í grunninn er hægt að vera einn af fimm kynþáttum: Menn, Vanir, Dvergar, Skógarálfar og Jarðálfar en svo er búið að skapa marga kynþætti þess utan og hægt að spila sem þeir ef vilji er fyrir hendi. Persónan getur svo tilheyrt nokkurn veginn hvaða atvinnuvegi sem er; verið málaliði, þjófur, kaupmaður, hermaður o.s.frv. og spilast eftir því. Svo er manni skellt inn í ævintýri sem gengur oftar en ekki út á að leysa þrautir, berjast fyrir eða við heilu konungsríkin, bjarga þorpinu úr klóm ills galdrakarls eða drepa prinsessuna og bjarga drekanum. ...hmm... það var eitthvað defect við þetta síðasta. Jæja, ég skrifa ekki meira um það. Ef þig eruð forvitin þá bara spyrjið.

tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 2. desember 2003

Vellíðan. Vellíðan. Mmmmm..... var í baði og líður svo vel. Nema í fingrinum og fætinum. Ég fer ekki í körfubolta við Eilíf og Einar á næstunni (enda mundi það ekki meika sens, jólafrí og svona). Er allur lemstraður eftir World Class. Það verður einstaklega notalegt að sofna í kvöld. En svona róleghetaskapi fylgja gallar. Ég er til að mynda með ólíkindum andlaus og á erfitt með að koma heilli hugsun hérna niður. Ég gæti svosem farið að bulla en veit ekki hvernig það gengi. En látum reyna á það:

Af hverju eru grjón í grjónagraut?
Ég tel að upphaflega hafi bara verið grautur. Fólk át graut og kvartaði ekki, það þekkti ekkert annað. Svo varð þetta sama fólk leitt á nafninu 'grautur' og ákvað að hressa upp á það, fór að tala um grjónagraut því það hafði jú svo skemmtilega hrynjandi. Það var svo fyrir mistök að einhver raunverulega setti grjón í grautinn og gerbreytti merkingunni, eða öllu heldur, gaf þessari samhengislausu orðasamsetningu merkingu. Þetta hrinti aftur á móti af stað nýbylgju sem einkum einkenndist af ávöxtum í grautum; eplagrautur, sveskjugrautur o.s.frv. Fólk fór að kaupa grauta út af nafninu, ekki bragði eða innihaldi og það var ekki fyrr en þónokkuð seinna, þegar tískubylgjan var að mestu liðin hjá sem slík, að grautar voru keyptir bragðsins vegna.
En nú er ég orðinn svangur og ætla að fá mér eitthvað að borða. Þið megið giska ég ætla að fá mér.

tack tack

--Drekafluga hinn andlausi--

mánudagur, 1. desember 2003

Hooai...
Þetta er búinn að vera frekar góður dagur. Í gær vakti ég til klukkan að verða þrjú, var að læra og gerði tvær PowerPoint sýningar fyrir fyrirlestrana tvo í dag. Vaknaði svo klukkan 7:07 (ég veit þú glottir núna Gunnþóra) og ákvað að missa meðvitund í nokkrar mínútur í viðbót. Valt svo fram úr, fór í buxur og skreið fram í baðherbergi þar sem ég gerði sprungu í spegilinn með því að líta í hann. Sá sem ekki trúir á varúlfa hefur aldrei séð mig á morgnana. Svo eftir tannburstun ályktaði ég sem svo að ég hefði ekki tíma til að raka mig og já, god-damnit, mér vex skegg. Ég gæti kannski látið það vaxa eitthvað eftir 13 – 14 ár. Curse you Hjörtur with your manly stubble. “Ooh look at me, look at me, I’m masculine.” Á öllu andliti mínu er einn staður þar sem vex almennilegt skegg. Þetta er fæðingarblettur neðan við munninn, hægra megin, á að giska 2mm x 2mm að stærð. Fyrir utan þennan blett er skegg mitt frekar gisið og hýjungslegt. Ef ég léti þetta vaxa liti ég út eins og eitthvað sem ekki ætti að láta ganga laust heldur jarða réttilega á dimmu kvöldi. Eitthvað Frankensteinish.

Jæja, hvað um það. Fór í skólann órakaður og frekar ófélegur og hélt, með Örnu, stuttan fyrirlestur á Martin Scorsese í Kvikmyndaensku. Það gekk allt vel og ég var í svona meðal góðu mánudagsskapi. Til að skýra mánudagsskap út fyrir lesendum (sko mig, farinn að tala í fleirtölu) má segja að ég hef fengið eftirtalin comment á mánudögum, jafnvel fyrir fyrsta tíma: (Boggi) “Á hvaða happy-pills ert þú eiginlega?” (Eifi) “Þessi gaur er á kókaíni. Það er enginn í svona góðu skapi á mánudögum.” (Himmi, með skemmtilega pírð augu, syfjusvip og stírur) “Gummi, það er mánudagur og fyrsti tími er ekki einu sinni byrjaður. Hvað er málið?” Ég hef komist afar nálægt því að vera laminn fyrir hressleika á mánudögum. Það stendur víst einhvers staðar í stjórnarskránni að slíkt sé bannað. Þyrfti eiginlega að spyrja Laufeyju að þessu. Einhvern tilgang verður hún að finna sér í lífinu (já, glottu með mér Hjörtur).

Allavega, dagurinn gekk svo frekar hratt fyrir sig og þegar ég var búinn í skólanum nennti ég bara ekki heim. Sat niðri í tölvustofu og rembdist við að muna fleiri síður sem ég gæti sett linka á hérna. Ég fann ekki neitt en var alveg sama af því mér leið svo vel. Síðan ákvað ég að ég væri búinn að sitja þarna nógu lengi þannig að ég fór og settist annars staðar, semsagt á stúlknakóræfingu og las HHGttG og reyndi að halda niðri í mér hlátrinum (yfir bókinni, ekki söngnum) á meðan ég hlustaði á yfirleitt góðan söng stelpnanna. Agaleysið á æfingum fer stundum svo í mig að ég... ja, verð argur (gay jokes not kindly declined, but in a distinctly unkind manner. thank you). Söng svo eitthvað með þeim og fór síðan heim. Þess má geta að ég varð fyrir líkamsárás í strætó og ber þess merki á vinstri löngutöng. A decent amount of shame has been issued on the perpetrator.

Þegar ég kom heim horfði ég síðan á fyrsta þáttinn af Jóladagatali Sjónvarpsins, sem ber nafnið Klængur Sniðugi og er frá árinu 1997. Snilldarleg snilld skrifuð af Radíusbræðrum. Ég hafði einmitt vonast til að þetta kæmi frekar en vesalingurinn hann Blámi eða Baðkarsdagatalið. Fór aldrei vel í mig. En þetta var líka gott kvöld, eins og dagurinn, jafnvel þó ég hafi neyðst til að drekka Pepsi en ekki Coke. En það er umræða sem ég geymi þar til seinna.


tack tack fyrir mig

--Drekafluga--

sunnudagur, 30. nóvember 2003

Ok, ég var að downloada trailernum af The Punisher (Marvel Comics) og whahahahááá hvað ég hlakka til að sjá hana. Náunginn sem leikur hann lék hákarlagaurinn í Deep Blue Sea og stelpur, munið þið eftir gaurnum úr The Sweetest Thing, þessum sem Cameron Diaz var á eftir? Já? Ok, svona væri hægt að útfæra andstæðu hans: The Punisher. Sami leikari. Svo leikur Travolta vonda gaurinn og á líklega eftir að koma vel út. Mér finnst hann alltaf betri illur. Svo eru líka fleiri skemmtileg andlit sem maður þekkir eins og Rebecca Romijn-Stamos (Mystique úr X-Men) og Will Patton (Coach í Remember the Titans, Jackson Haisley í The Agency). Sá líka trailerinn úr Troy, stórri stórmynd sem er stór og skartar Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana. Ekki slæmt það. Strákarnir fá action og svala náunga og stelpurnar geta slefað. Yay!

Björg, vinkona og kórfélagi, Birgisdóttir (sem á þrjár alnöfnur á landinu) á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Björg. Í dag hef ég annars voða lítið að segja. Var að koma að austan þar sem hægt var að sjá fullt, fullt af ómenguðum snjó og skransa hægri vinstri á bílnum í frekar skemmtilegri hálku og ekki eins skemmtilegum skafrenningi. Ég seldi klósettpappír fyrir Króatíuferðinni og áttaði mig á því að ég hefði átt að panta miklu meira. Það tók mig í hæsta lagi þrjú korter að selja þrjár pakkningar af klósettpappír og aðrar þrjár af eldhúspappír og ég var varla orðinn heitur þegar allt var bara búið. Og þetta var meir að segja með kurteisishjali og tilheyrandi. Magnað.

Svo má geta þess að ég breytti linknum inn á bloggið hjá Gunnþóru og Önnu Völu þar sem hin síðan (já, hin síðan. og ég hélt að ég væri e-r bloggari með bara eina) þeirra er miklu skemmtilegri. Ég hafði staðið í þeirri meiningu að hún lægi niðri eða virkaði ekki eða eitthvað álíka skemmtilegt og var búinn að gleyma henni. Um að gera að láta mann ekki vita. Uss... en nú þarf ég að klára að læra. Ta ta...

tack tack

--Drekafluga--

laugardagur, 29. nóvember 2003

Einmitt... ég er að spá í að safna aftur hári. Ég mundi sýna ykkur mynd en ég vil ekki að fólk safnist á móti mér í þessu. Hjörtur vinur minn kallaði mig reyndar lucky asshole og sagðist mundu drepa fyrir svona hár þegar hann sá mynd af mér. Það hafði einhver áhrif og ég mun að öllum líkindum berjast gegn móður minni sem vill senda mig í klippingu. Ég á alls ekki erfitt með að meðtaka álit Hjartar á nokkru efni. Hann hjálpaði mér alveg ótrúlega mikið (með overdose af gríni, aðallega á minn kostnað) þegar ég var í sálarkreppu um daginn. Scrollið niður til að sjá ljóð frá því tímabili. Og ekki halda að ég hafi verið að tala í fleirtölu hérna í síðustu setningu, ég var að þéra. Lesendur þessarar síðu ná nefnilega varla fleirtölu. Hjörtur virðist vera sá eini sem hefur fyrir því að lesa nokkuð á þessari síðu. Ég hafði nógu mikið fyrir því að koma upp einhverju Comment-kerfi og svo notar það enginn. Bah, who needs them anyway.

I'm off to be bitter. But before I do, here are a few facts about the Universe, taken from The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy:

1. Area: Infinite.
The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy offers this definition of the word 'infinite'.
Infinite: Bigger than the biggest thing ever and then some. Much bigger than that in fact, really amazingly immense, a totally stunning size, real 'wow, that's big' time. Infinity is just so big that by comparison, bigness itself looks really titchy. Gigantic multiplied by colossal multiplied by staggeringly huge is the sort of concept we're trying to get across here.

2. Imports: None.
It is impossible to import things into an infinite area, there being no outside to import things in from.

3. Exports: None.
See imports.

4. Population: None.
It is known that there are an infinite number of worlds, simply because an infinite amount of space for them to be in. However, not everyone of them is inhabited. Therefore, there must be a finite number of inhabited worlds. Any finite number divided by infinity is as near to nothing as makes no odds, so the average population of all the planets in the Universe can be said to be zero. From this it follows that the population of the whole Universe is also zero, and that any people you may meet from time to time are merely products of a deranged imagination.

5. Art: None.
The purpose of art it to hold the mirror up to nature, and there simply isn't a mirror big enough - see point one.

Douglas Adams, The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy (The Restaurant at the End of the Universe), pages 245 - 246.

------------------
Kannski er það bara tölvan en ég virðist ekki komast í eldra dótið mitt. Lendi bara inná einhverri afsökunarsíðu hjá Blogspot. Reyniði þetta og segið mér svo endilega hvort þetta virkar hjá ykkur.
--ok, búinn að kippa þessu í liðinn. Smámál. Lífið er fallegt.

tack tack

--Drekafluga, an apprentice of The Cardboard Tube Samurai--

föstudagur, 28. nóvember 2003

Örsaga
---
The Cardboard Tube Samurai Chronicles.

Day 34.
It cannot be much farther. Signs of his passing are everywhere. It feels like walking in the wake of a pestilence. So much destruction, so much pain and anguish. He is a maelstrom of evil. There are few things one can do against such unchecked hate but he, like those before him, walks in the garden of my turbulence. I am close.

Day 35
I do not see him but sense him still. Darkness grows in the north. It is there I will go, it is there I will find him. Too much suffering, too much blood has been spilled on his behalf. My quarry nears.

Day 36
I have caught up with him now. Volrath. My journey nears it's end. The fate of a nation will be decided come tomorrow. Come. Come as fast as you can. I cannot wait.

Day 37
It seems like eons since dawn broke. Yet my wounds are sore, my palms raw. When the battle-rage subsided I barely had the strength to stand but it is not beyond mending. There are few who dare challenge a Stormbringer Elite. Should one do so, there is one fewer. Volrath has now fallen as well as his minions. Why, you may ask, would I near bring myself to death for the sake of those who fear me, don't understand me? Why would I willingly sacrifice myself to this cause? Because it is not a cause but a necessity. I do it because I can.

Inspired by: Heaps of stuff.

Thank you.
Dedicated to my friend in humour and nerdism, Hjörtur.

---
Þetta er hálf þunnt en ég sé samt möguleika í þessu. Ég gæti einhvern tíman skrifað eitthvað heilsteypt um þetta. Ágætis grunnur ef svo má segja.

Let us hope (well, I, at least, hope) that I will have the time and inspiration to make something of this.

--Drekafluga--

fimmtudagur, 27. nóvember 2003

Strangest things.

Það er eitt sem ég skil ekki (og til hamingju ég að hafa ekki byrjað þennan póst á orðinu "Ég..").
Blogger interfaceið er mismunandi milli tölva. Þegar ég skrái mig inn hérna heima er ég með svona gamaldags look og uppbyggingu en svo í sumum tölvum í skólanum (já, sumum, ekki öllum) lítur þetta allt öðruvísi út. Help-bar til hliðar og allt miklu þægilegra. Meira idiot-proof, sem mér þætti afar þægilegt að hafa hérna heima þegar ég er að spegúlera í síðunni. Ég kann nógu lítið á þetta fyrir, það er eiginlega ekki á það bætandi.

Er líka að leka niður úr þreytu núna. Ekki alveg til þess fallinn að skrifa neitt. En ég vil þó, áður en ég hætti, þakka Hirti fyrir falleg ummæli og hvet alla sem slysast hingað inn til að líta á skrif hans. Það yrði erfitt að verða fyrir vonbrigðum. Hann er undir nafninu Dr. Hack McQuacken hér hægra megin.

En nú sofna ég...

--Tyrael Drekafluga--

miðvikudagur, 26. nóvember 2003

Ehh...

A horse, my kingdom for a horse.

Ég held að ég lifi almennt frekar góðu og þægilegu lífi. Og þegar ég segi almennt þá meina ég alltaf nema núna. Það er nefnilega eins og almættið hafi upgötvað þetta líka, þetta góða og þægilega, og ákveðið að gera eitthvað í málinu. Það gengur auðvitað ekki að hafa mig glaðan. Ég er nefnilega þessi happy-go cheerful týpa, svolítið eins og kender (ef þú veist ekki hvað kender er, hafðu engar áhyggjur. þú ert þá ekki fantasy-nörd) en það er erfitt að helda geðheilsu þegar stelpumál eru flæktari en allt og skólinn skellir á mann verkefni eftir verkefni eftir prófi eftir verkefni. Ég á orðið erfitt með að sofna á kvöldin, án djóks. Ef það væri djók mundi ég hlæja.

Ég er ekki hlægjandi. Hvar er þetta chill sem átti að vera í fjórða bekk? Ég var búinn að ákveða að þetta mundi vera þægilegt skólaár. Í staðinn fékk ég, jú, rólega byrjun skóla-annarinnar en svo var það líklega blessað almættið sem átti orð við kennarana og sýndi þeim nýju námsáætlunina. Eða kannski það hafi ekki verið almættið heldu akkúrat hin hliðin sem andaði sér frá kennara til kennara og heltók þá af píningarþörf og kvalarlosta í garð nemenda sinna.

Ég sendi nýlega umslag, merkt með post-it miða, með nokkrum verkefnum niður til helvítis. Á post-it miðanum stóð: "Learn guys."

...

Vá. Var að lesa þetta yfir og rosalega á ég bágt. Bú-hú. Uss þetta gengur ekki. Maður þarf ekki að þrauka lengi. Er t.d. búinn í prófunum tíunda des (þó ég hafi staðið í þeirri trú í marga daga að það væri ellefta). Þetta er ágætt, bara. Lífið er guuuuuullfallegt.

tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 25. nóvember 2003

Go Croatia!

Ég fer til Króatíu! Jaaáá!!!! Woo! Það er að segja, mér finnst afar líklegt, miðað við atburði dagsins í dag, að útskriftarferð stúdenta Kvennaskólans ársins 2004 verði til Króatíu, þessa fallega, fallega lands. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn þegar ég var úti í Guatemala var á E! Channel og hét Wild On. Í honum var Brooke Burke, einhver fallegasta kvenvera sem stigið hefur fæti á jörðina, að ferðast um heiminn og skemmta sér. Hún vann við partý. Hafði það að atvinnu að flakka á milli Carnival, Mardi-Gras, Thai Moon Festival o.s.frv. þannig að hún hafði verið á öllum skemmtilegustu stöðum jarðarinnar. Og á topp fimm lista hennar yfir svala staði var Króatía. Ég get ekki annað sagt en að ég sé spenntur.

And in local news, Drekafluga, went berserk after not being able to successfully add a comment-type section to his blog page. After the html code had shown no signs of complying to pre-rendered codes from either Klinkfamily or Haloscan, Drekafluga responded by ripping the keyboard loose and smashing it repeatedly into the computer-screen. He then proceeded by kicking the computer, injuring his leg in the process, before finally wrenching the computer from under the desk and running through the living room where he promtly threw the computer-wreakage from the fourth floor balcony.

Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum á þetta. Pissed off...

Ég fékk bréf um helgina.

Dear Drekafluga,
We here at The Temple of Eternal Misery and Low Self-Esteem have received word that you, Drekafluga, have acted in ways contrary to the teachings of The Miserable Twit monastery. Seeing that the monastery lies in our jurisdiction, we feel it is our duty to inform you of the following:

1. The Ineffable and Ultimately Amost Unchangeable Codebook
of The Miserable Twit Order (which we feel is really more like a
book of guidelines than actual codes), chapter fourteen, section
E, subsection 7 reads thus: “No self-respecting monk of The
Miserable Twit Order should conduct in kissing, making-out,
caressing or otherwise showing affection towards any member
of either sex, dogs, clowns, Canadians and hot-dog vendors.”

2. In the same chapter and section, subsection 9, the following
is written: “Should one violate any part of section E, subsections
3 – 8, one should be considered as naughty and feel very bad.”

3. The head-board at The Temple of Eternal Misery and Low Self-
Esteem has decided to dismiss you from The Miserable Twit Order
and in due course can no longer influence any decision making of
yours, be it by a code of ours or not.

You are definitely no monk material at this moment but when and if you believe you are, please don’t hesitate to get lost. Do not even think about approaching us.

Thank you,

Zaphod Beeblebrox, head (well, heads, really, I’ve got two of them) of the board.


--------------------
tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 23. nóvember 2003

It's official

Ég hata html kóðun. Því þá , gætirðu spurt, hún er svo einföld? Ok ef hún er svona svakalega einföd, af hverju finn ég ekki út hvernig ég get breytt helvítis side-barinu hérna til hliðar? Links og Archives lengst inni í textanum og svo nær barið ekki nema örstutt niður þannig að textinn skekkist allur. Ég vil hafa þetta alla leið, bæði upp og niður. Og hvernig stendur á því að ef ég breyti templatinu mikið, fer í nýtt pre-designed look, þá verður Íslenskan að einhverju merkjamáli? Ég skil ekki af hverju og það fer ótrúlega í taugarnar á mér. Ég hlýt bara að hafa verið með ranghugmyndir um gáfnafar mitt, ég er í rauninni ekki mikið gáfaðri en, ja, svona almennur læknanemi til dæmis. Er kannski ekki nema á tannlæknaleveli. *shudders* Ég gæti líka skrifað um fleiri hluti sem fara í taugarnar á mér um þessar mundir en ég vil ekki hanga í neikvæðninni of lengi. Ég er samt pirraður.

Death free throat
from thirst,
mouth from
speech, feet
from earth.
-Kor requiem

--Tyrael Drekafluga--

laugardagur, 22. nóvember 2003

Hooray for the new design!

Jæja, nú ætla ég að prófa að skrifa á Íslensku, svona til tilbreytingar. Og einmitt þá hef ég ekkert að skrifa um, svona til tilbreytingar. Þannig að nú virkar, allavega á mig, eins og það sé leiðinlegra að skrifa / lesa á
Íslensku en Ensku. Þetta er svolítið sorglegt. En hvað um það.

Ég er enn með sultardropa á nefinu. Var úti að hjóla, sjáiði til. Hvenær ætli ég komi því í verk að laga hjólið mitt? Það ískrar í því þegar ég stíg pedalana þannig að alltaf í kring um fólk reyni ég bara að láta hjólið renna sem kemur kannski ennþá asnalegar út heldur en ískrið eitt og sér. Svo á ég eftir að stilla afturbremsuna, hún er skökk þannig að ég neyðist til að reiða mig á frambremsuna eingöngu sem er alls ekki gott í hálku eins og ég komst að um daginn. Var á leiðinni heim úr Kringlunni, bremsaði, datt og mætti ekki World Class í tvær vikur eftir á sökum verkja í mjöðm. Ég er ennþá að ákveða hvern ég ætti að kæra í þessu máli.

Hmm... hvað um ljóð? Þau eru að vísu á Ensku en samt, ég veit ekkert hvað ég er að skrifa hérna hvort eð er.

I dream of dawn and simmering dew.
Through darkness spring and shine anew
But in the end
I just descend
to madness. Sorrow. You.
---
Turmoil, violence, sounds of silence
Booming in my ears.
A searing pain and vicious strain
And joy turns into tears.

Þeir sem til þekkja ættu að geta gert sér grein fyrir um hvað þetta er, í það minnsta hafa grófa hugmynd. En ég nenni þessu ekki lengur. Er heiladauður.

tack tack

--Tyrael Drekafluga--

föstudagur, 21. nóvember 2003

Nerds Galore

Hokay. Me and my friend, known as the Viking Bastard (being the bastard child of a Viking I presume), are both nerds. One must accept this as a fact. It's ineffable. Anyway, being such nerds we were wondering (as opposed to wandering which is entirely too energy consuming): How did computers get so immensely stuck in beige. What's up with that?
Board meeting:
"Well guys. We've got this co-puter thing now and apparently it's going to be used in offices. Got any ideas on how to brigthen the average office-worker's day?"
"I-"
"Shut up Dave. Anyone else?"
"How about the color beige?"
"By George I think he's got it! (ten points to the one who sees the film refference in that line)"

And this was in the 80's! Nothing was beige in the 80's! To quote the Viking Bastard: "..should've been pink or some weird shade of purple.." Hell yes! Why didn't that ever catch on!?! Always with the Star Trek grey. That's an actual shade of grey you know, the Star Trek one. Replied thus by VB: "I know, imagine my surprise when I planned to paint my room and ran into it. I asked the store clerk about it and he said: "Starrrek? Isn't that made out of coconuts?" It was then I thought would be a dandy time to laugh myself silly. Anyway: Miserable twits. It wasn't until IBM came along with the black concept, only I felt they never took it all the way. I mean, a black computer. Why not a black interface and / or message windows. Wouldn't this be wicked? "The program be fucked up. Now click 'OK' before I freeze this shit up, muthafucka." (no pun intended. I merely have a twisted sense of humour)

Bah, enough for now. I consider this quite amusing. And maybe, just maybe in the not so distant future, I will keep mainly to writing in Icelandic.

Ok, stuff. This is stuff. I'm still trying to figure out this stuff. Stuff out.

tack tack

--Tyrael Drekafluga--

p.s. Hvað í fjandanum!?! Þetta kemur geðveikt asnalega út. Geðveikt ójafnar línur og læti. Eins og ég hafi verið að leika mér á Enter takkanum. Rugl. Ég meina, sjáiði (já, öll þrjú) efstu línurnar. Þetta er fáránlegt. Og ég finn ekki html hlutann fyrir font-sizeið í blogginu sjálfu eða bara einhverja ástæðu fyrir þessu. En ég er búinn að fikta smá í html-inu. T.d. er headerinn ekki eins stór og í default. Heh. Þetta er að koma.

Hmm... This be child's play. Þetta er allt í rétta átt. Bæinn að laga textann og þetta virðist allt vera að koma. En ég þarf samt að breyta síðunni allri á einhvern hátt. Hokay. Skiptir engu. Pæli því seinna. Drekafluga út.

fimmtudagur, 20. nóvember 2003

Eh? So this is blogging? I feel like I'm talking into a black hole. I clicked next before I could choose the layout. Now I venture (yes it IS a pretty big thing for me) forth and try to change the horrid appearance of this half-heartedly put up site.

I will deal with this soon enough.

Ah, I have now successfully changed the looks of this experimental thingy of mine and until I can fidget with html coding, this is the one I liked best. And now for my native language. Ókídókí (já, ég veit, Mörður þyrfti samt að bæta þessu inn fyrir næstu orðabók. Gott orð), Ég veit ekki alveg hvað ég er að gera hérna en aðalpælingin var líklega að taka frá drekaflugunafnið áður en einhver uppgötvaði hversu töff það er. Har har har. Btw, halló Gunnþóra. Þú ert sú fyrsta (fyrir utan mig) sem sér þetta. Er bara hægt að koma inn einu bloggi á dag? Ekki? Þarf maður þá að edita sama textann yfir daginn ef maður vill bætra einhverju við? Maður skyldi ekki nota orðið maður meira en maður þarf.

Drekafluga