Til að forðast þau örlög sem mér voru ætluð af vísindamönnunum vitfirrtu, hver svosem þau voru, flýði ég upp í sveit og er þar í felum. Á leiðinni hingað féll ég fyrir lagi. Fannst það svosem töff áður, en Villi (í 200.000 naglbítum) gerir allt bara svo magnað vel. Útsetningin var líka óaðfinnanleg. Svo þið vitið það þá er ég að tala um lagið Óskasteinar. Ég var búinn að lofa mér í Rymju, Söngkeppni Kvennaskólans, með Mossa og flytja þar góða ballöðu en ég verð að segja að þetta lag kitlar mig agalega. Ég hlustaði á það fimm sinnum á leiðinni eða alveg þangað til ég fékk högg í magann frá systur minni sem var að keyra. Fór í fjósið áðan (já, news-flash fyrir ykkur sem vissuð ekki að ég er náttúru– og sveitabarn) og söng og söng fyrir allar þær skepnur sem vildu í mér heyra og líka fyrir margar sem höfðu óbeit á þessari skemmtun. Sama var mér.
Annars væri nú fullkomið tækifæri til að fara inn á pólitísk mið og tala um Höfum-það-ógeðslega-kósý frumvarpið en ég hætti mér ekki langt í þá átt. Ég var líka svikinn. Fyrst þegar ég heyrði þetta hugsaði ég: “Já þetta gátu stjórnarflokkarnir. Davíð t.d. nýbúinn að slá á fingurna á óprúttnum bankamönnum og gerir síðan e-ð svona.” En svo heyrist ekki múkk í mínum. Vinstri grænir klofnir í málinu og Steingrímur bara heima hjá sér. Segir ekkert. Þetta er ekki líkt honum og ég mun fylgjast með afstöðu flokksins í þessu. Fannst svo flott hjá ungu jafnaðarmönnunum að finna nýtt eintak af passíusálmunum handa Davíð en þeir mega líka sparka í gumpinn á flokksmönnum sínum. En ég fer ekki lengra út í þetta. Er bara frekar sár.
En nú þarf ég að halda áfram að flytja húsgögn og tilheyrandi hjá ömmu. Það á að gera gagngerarbreytingar á stofunum hjá henni og ég er víst ákveðið stór hluti af undirbúningnum (og eftirmálanum grunar mig).
tack tack
--Drekafluga--
föstudagur, 12. desember 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli