Það er alveg magnað hvað það eru margir Íslendingar að blogga. Oftar en ekki er linkur inn á íslenska blogsíðu í 'Recently published' súlunni þegar ég skrái mig inn. Er ég bara hluti af þessari bylgju? I feel so inadequate. En hvað sem því líður mun ég samt reyna að skrifa eitthvað daglega, jafnvel þó ég hafi ekki nokkrun skapaðan hlut að segja... eins og akkúrat núna. Núna er ég í stuttri pásu á meðan málningin er að þorna á þriðja og fjórða veggnum og loftinu. Ég hefði getað farið að hjálpa til við parketið en þeir eru fjórir í því og því lítið pláss fyrir mig. Það kemur mér reyndar á óvart hversu vel þessir fjórir vinna saman. Allavega þrír þeirra eru svona 'karlar', týpan sem finnst sín aðferð við að gera hlutina miklu gáfulegri en aðrar. Einhvern veginn verða þeir samt alltaf sammála yfir þessu. Magnað.
Það verður svooooo gott að fara í pottinn í kvöld (ja, eða nótt). Mér finnst allavega líklegt að ekki verði slakað á fyrr en seint. En svo verð ég einhvern veginn að komast aftur til Reykjavíkur þannig að ég missi kannski af heita pottinum og stemmningunni sem myndast þegar vel hefur verið að verki staðið. Allir með bjór (nema ég) og hláturinn ómar langt fram á nótt. Þá verð ég kannski bara í Reykjavík, einn og yfirgefinn og neyðist til að fara í bað og tala við sjálfan mig. Þetta þarf að athuga. Ég á ekki einu sinni svona baðkúlu eins og Ásta frænka gaf mér. Var svolítið efins fyrst þegar ég prófaði að sleppa einhverjum ilmbolta ofan í baðið en þetta er magnað fyrirbæri. Yndæl slökun bara.
En nú þarf ég að fara að gera eitthvað. Svona hegðun gengur ekki.
---
Zappo! Nú er klukkan nýlega skriðin yfir níu og það mesta er búið. Á bara eftir að leggja parketið á litla herbergið en gangurinn og stofurnar tvær eru nú gullfalleg. Svo verður púl á morgun við að koma húsgögnunum inn aftur en einn af kostunum við að hafa parket er að maður getur látið klæði undir hvaða hlut sem er og dregið hann til... sem er yndælt. Ég vakna semsagt líka snemma á morgun. Fer svo í bæinn einhvern tíman fyrir hádegi með Katrínu stóróperusöngkonu, líklega beint á æfingu en svo kemst ég heim (ekki heimheim, bara heim) í Fellsmúla þar sem Prince of Persia bíður, þjakaður eftir vanrækslu helgarinnar. Ég er farinn að sjá kosti og ókosti þess að sitja við tölvuna með gos við hönd og skemmta sér í undraheimum. Ókostirnir lýsa sér í slappleika og vanmætti þegar maður þarf allt í einu að vinna sleitulaust í þrjá daga. Til kosta gæti hinsvegar talist að geta sest niður aftur eftir að hafa unnið sleitulaust í þrjá daga og dottið út í smástund. En ekki meira um það. Núna er ég farinn í heita pottinn.
tack tack
--Drekafluga--
sunnudagur, 14. desember 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli