laugardagur, 27. desember 2003

Nú. Ég hef ekki mikinn tíma til að skrifa þar sem ég er að fara að gera of sveitalega hluti til að skrifa um þá hér en ég vil þó benda á nýja blüglinkinn hér til hliðar. Þetta mundi vera hún Undintuska. Eftir því sem ég best kemst næst heitir hún Klara og er í MR. Þá þekki ég aftur tvo MR-inga (ja, þekki og þekki...). Allavega, ég set hana inn á listann út af tvennu. Hún hefur komið með skemmtileg comment hér á síðunni og svo þegar ég var að skoða desember archive-ið hjá henni sá ég link nefndann 'Skemmtilegur bloggari' Ég smellti á hann (og leit aldrei þessu vant ekki neðst til að sjá urlið) og þá kom bara þessi síða upp. Ég! Skemmtilegur bloggari. Oh joy.

En já, ég verð að þjóta. Vonandi bæti ég einhverju meira inn í dag.

Já, ok. Var búinn að bæta þónokkru við þetta en svo fraus tölvan. Ég er kominn með ofurmannlega sjálfstjórn út af þessu þannig að ég ætla ekki að kvarta. Það er líka ekkert gaman að lesa slíkt.

1000!!! Þúsund "heimsóknir" síðan fyrir minna en mánuði. Þetta er frrrrrrábært!

tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: