Ok, ég var að downloada trailernum af The Punisher (Marvel Comics) og whahahahááá hvað ég hlakka til að sjá hana. Náunginn sem leikur hann lék hákarlagaurinn í Deep Blue Sea og stelpur, munið þið eftir gaurnum úr The Sweetest Thing, þessum sem Cameron Diaz var á eftir? Já? Ok, svona væri hægt að útfæra andstæðu hans: The Punisher. Sami leikari. Svo leikur Travolta vonda gaurinn og á líklega eftir að koma vel út. Mér finnst hann alltaf betri illur. Svo eru líka fleiri skemmtileg andlit sem maður þekkir eins og Rebecca Romijn-Stamos (Mystique úr X-Men) og Will Patton (Coach í Remember the Titans, Jackson Haisley í The Agency). Sá líka trailerinn úr Troy, stórri stórmynd sem er stór og skartar Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana. Ekki slæmt það. Strákarnir fá action og svala náunga og stelpurnar geta slefað. Yay!
Björg, vinkona og kórfélagi, Birgisdóttir (sem á þrjár alnöfnur á landinu) á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Björg. Í dag hef ég annars voða lítið að segja. Var að koma að austan þar sem hægt var að sjá fullt, fullt af ómenguðum snjó og skransa hægri vinstri á bílnum í frekar skemmtilegri hálku og ekki eins skemmtilegum skafrenningi. Ég seldi klósettpappír fyrir Króatíuferðinni og áttaði mig á því að ég hefði átt að panta miklu meira. Það tók mig í hæsta lagi þrjú korter að selja þrjár pakkningar af klósettpappír og aðrar þrjár af eldhúspappír og ég var varla orðinn heitur þegar allt var bara búið. Og þetta var meir að segja með kurteisishjali og tilheyrandi. Magnað.
Svo má geta þess að ég breytti linknum inn á bloggið hjá Gunnþóru og Önnu Völu þar sem hin síðan (já, hin síðan. og ég hélt að ég væri e-r bloggari með bara eina) þeirra er miklu skemmtilegri. Ég hafði staðið í þeirri meiningu að hún lægi niðri eða virkaði ekki eða eitthvað álíka skemmtilegt og var búinn að gleyma henni. Um að gera að láta mann ekki vita. Uss... en nú þarf ég að klára að læra. Ta ta...
tack tack
--Drekafluga--
sunnudagur, 30. nóvember 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli