Loksins, loksins, loksins komst ég inn á friggin' blogger.com. Ég held ég nenni ekki að bæta neinu nýju inn. Skrifa bara það sem ég var búinn með og svo er viðbót fyrir neðan það:
Ok. Þetta er skrifað um fjögurleytið sunnudaginn 7. desember en af einhverjum ástæðum er blogger.com eins síðan á netinu sem ég get ekki opnað og get þar af leiðandi ekki postað neinu nýju. Ekki að það skipti neinu rosalegu máli þar sem allt sem ég skrifaði í nótt (já, ég skrifaði helling í nótt) eyddist sökum þess að vítismaskínan, The Destroyer of Humour and Good Mood, hérna við lappirnar á mér tók upp á því að frjósa. Allt hvarf. Ég sagði frá því, í þónokkuð lengra og skemmtilegra máli, að í fyrradag var ég vakinn snemma eftir lítinn nætursvefn, fór í Kringluna þar sem ég hélt á Iðunni litlu og borðaði bragðlausar bollur með bragðlausum grjónum með bragðlausu kryddi og bragðlausri sósu sem var bragðlaus, fór því næst á kóræfingu þar sem ég var upp um allt í léttri ofvirkni, hélt því næst upp Laugaveginn og leit í búðir í góðum félagsskap áður en ég og Fern fórum á opið hús í AFS. Jólastemning þar. Kíkti svo til Höllu og át þar góðan kjúkling áður en við fórum í Regnbogann og sáum Kill Bill. Hún var jafnsvöl og í fyrsta skiptið. Svo tók ég spretthlaup að strætó, kom heim, fór í stystu sturtu sem sögur fara af og endaði svo heima hjá Abanum og náði restinni af Idol. Kom heim klukkan hálf sex og sofnaði vært. Í gær fór ég svo í barnaafmæli heima hjá bróður mínum og horfði á Parry Hotter á íslensku, kom svo heim og gerði ekkert þangað til Hjörtur kom í heimsókn og við horfðum á video. That’s about it. Þegar tölvan svo fraus ákvað ég að bara c/p hluta úr Guatemalaför minni til að hafa eitthvað að segja og hér kemur það:
02.03.2002
Vá, ég var búinn ad giska á ad thad vaeru ellefu ný e-mail í inboxinu hjá mér. Mér skeikadi svolítid. Thau voru thrjátíu og átta.
Jahá, thad er ekki enn kominn virkur sími í húsid thannig ad ég er ennthá ad troda öllum mínum tölvupósti í sendingar um helgar. Thad er ad vísu komid hljód í símann, svona -dut-dut-dut- á tali tónn. Thetta er allt á leidinni semsagt. Kannski get ég hringt eitthvad í lok apríl.
Humm, humm... fréttir. Um daginn voru allar tölvur í skólanum teknar í gegn eftir ad adstodarskólastýran ákvad ad smita thaer af vírus. Hún vissi ad thad var vírus á disknum sem hún notadi en hún sagdist hafa vonad ad thetta bjargadist. Mjög... heimskulegt. En allavega, ég er ad skrifa um thetta af thví ad thegar tölvugaurinn var ad hreinsa tölvurnar fann hann nokkur hundrud myndir af umraeddri adstodarskólastýru. Og ég er ekki ad tala um fjölskyldumyndir. Klám og sódaskapur í skólastjórninni. Thessu lýsti fósturmódir mín fyrir mér, flissandi eins og vitleysingur med glott á andlitinu.
Og meira úr skólanum. Á midvikudaginn hélt ég smá fyrirlestur í enskutíma. Ég var ad lýsa muninum á Íslandi og Guatemala. Thegar ég var búinn voru bádar dyrnar ad stofunni fullar af fólki af ganginum sem vildu heyra. Ég giska á ad svona 7% af áheyrendum hafi skilid thad sem ég sagdi. Ég naut mín samt ágaetlega. Í sama tíma bad Ana Lucía (sú sem situr fyrir framan mig) mig um ad lána sér ordabókina sína. Ég var í einhverju studi og spurdi hana “Saturday Night Live” style, med grísk-ítölskum hreim: “You lika da dicionario, eh? Dicionario is good, yes? You know what you say whenna hava da dicionario, eh?” Hún stardi á mig eins og ég vaeri eitthvad skrýtinn. Mig sárvantar svo einhvern rugl-vin. Svona eins og Nönnu, Einar Kára eda bródur minn. Allavega, eftir thetta thá sökk ég í ágaetis thöglar samraedur vid egóid mitt thad sem eftir var dagsins. Á föstudaginn féll ég svo nidur á hnén og thakkadi og thakkadi fyrir breytinguna sem hafdi ordid í stofunni. Nú eru thar skrifbord og stólar og thessi ljótu –human torture device– vítistól sem skrifkollarnir eru, eru nú vonandi sem lengst frá skólanum og mér.
Forsetinn hér í landi er, eins og ég hef einhvern tíman minnst á, baedi saudur og naut, semsagt saudnaut. Fyrir peninga skattgreidenda fer hann til Japan med tuttugu og fimm manna starfslidi sem allt verdur ad fá fyrsta flokks medferd, byggir sér hallir og kaupir sér bíla o.s.frv. Thannig ad nú hafa nemendur vid háskólann ákvedid ad gera eitthvad í málunum og eru nú ad safna pening til ad getad sparkad í forsetagump. Fyrst brá mér ekkert smá vid ad sjá thetta af thví ad klaednadur theirra sem eru ad safna minnir óneitanlega á ákvedin rasistasamtök. Ad vísu eru ádurnefndir nemendur í tvílitum kuflum med tvílitar hettur en snidid er nákvaemlega eins og hjá KKK. Thad stígur sumun theirra hinsvegar til höfuds ad vera slíkir “thjónar réttvísinnar.” Í gaer var ég í straetó sem fór framhjá fimm eda sex peningasöfnurum sem voru vid vegkantinn. Thegar bílstjórinn haegdi ekki á sér til ad gefa theim pening stukku their inn á veginn og tveir theirra daeldudu hlidina á straetónum med hafnaboltakylfum. Er thetta betri hegdun en hjá forsetanum sjálfum? Réttvísi ordin ad fasisma er skref aftur á bak.
Thetta gerdist thegar ég var á leidinni ad saekja pakka sem mamma hafdi sent mér fyrir nokkru. Thad vafdist eitthvad fyrir theim á póstskrifstofunni ad senda hann bara til mín. Langadi víst ad skoda í hann ad mér vidstöddum. Ég get sagt ykkur frá thví ad súkkuladid hélst heilt thessa mörg thúsund kílómetra leid (ad vísu voru Gullmolarnir illa klístradir) en brotnadi thegar póstgaurinn var ad troda aftur í kassann og brádnadi thegar ég var ad leita ad straetó. Thad tók adeins lengri tíma en ég hafdi aetlad mér. Ég át einn draum á leidinni heim og bréfid var eins og beinin af kjúklingunum sem barónsfrúin kom med í setulidsfangelsid í Góda dátanum Svejk. Engum mundi nokkurn tíman hafa dottid í hug ad örfáum mínútum ádur hefdi verid súkkuladi í thessu bréfi, thad var eins og sótthreinsad. Ég skil ekki ad nokkrum geti dottid í hug ad selja annad eins óaeti eins og súkkuladid hérna er. Eins og ad tyggja sement. Mamma, takk fyrir bolina, yndislega súkkuladid, Tópasinn og geisladiskinn. Ég hálf aepti upp yfir mig thegar ég sá hann. Snilld.
Í gaer horfdi ég líka á Miss USA. Af 280 milljón manna thjód, thá er alveg ótrúlegt hvers konar óskapnadar-kvenmenn komast í úrslit Ungfrú Bandaríkjanna. Ein var t.d. med breidara enni en E.T. og önnur var vaxin eins og Bruce Lee. Ég meina, Bruce Lee er flottur... sem hann sjálfur. Líkami hans passar ekki vid kvenkyns keppanda í fegurdarsamkeppni.
Ádan fór ég á thad sem hefdi verid haegt ad kalla stefnumót thó thetta hafi bara verid tveir vinir ad skemmta sér. Hún Darvis vinkona úr Quick Photo baud mér nefnilega í bíó. Já, baud mér. Sama hvad ég reyndi, hún vard bara á undan mér ad borga allt. Vid fórum á ‘One Night at McCools’ sem er thvílík brill mynd. Ég bara hafdi ekki hugmynd um ad Liv Tyler gaeti verid svona gedsýkislega flott. Ádur en myndin byrjadi vard ég fyrir sjokki. Darvis hafdi ekki séd ‘Lord of the Rings’ og thad getur átt vid besta fólk, en hún vissi heldur ekki hvada mynd thetta er. Ég bara missti andlitid og stórskadadi thad á saetisbakinu fyrir framan mig. Hún hafdi bara ekki minnsta Ögmund um hvad ‘El Señor de los Anillos’ var. Pfff...
Og blóm. Takk takk.
Kaerlig Hilsen,
Gummi Valur Drekafluga
Nú já. Þetta er nú meira grínið maður. Ég er búinn að eyða umtalsverðum tíma í að setja nöfn á linkana og svo svolitlum tíma í að koma myndum inn á huga. Veit samt ekki url-ið á myndabankanum þannig að ég get, allavega ekki enn, lappað upp á útlit þessarar síðu. Ætlaði að glæða þetta smá lífi en það er auðvitað of flókið. Bah! Nenni þessu ekki. Skrifa á morgun.
tack tack
--Drekafluga--
mánudagur, 8. desember 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli