Hooai...
Þetta er búinn að vera frekar góður dagur. Í gær vakti ég til klukkan að verða þrjú, var að læra og gerði tvær PowerPoint sýningar fyrir fyrirlestrana tvo í dag. Vaknaði svo klukkan 7:07 (ég veit þú glottir núna Gunnþóra) og ákvað að missa meðvitund í nokkrar mínútur í viðbót. Valt svo fram úr, fór í buxur og skreið fram í baðherbergi þar sem ég gerði sprungu í spegilinn með því að líta í hann. Sá sem ekki trúir á varúlfa hefur aldrei séð mig á morgnana. Svo eftir tannburstun ályktaði ég sem svo að ég hefði ekki tíma til að raka mig og já, god-damnit, mér vex skegg. Ég gæti kannski látið það vaxa eitthvað eftir 13 – 14 ár. Curse you Hjörtur with your manly stubble. “Ooh look at me, look at me, I’m masculine.” Á öllu andliti mínu er einn staður þar sem vex almennilegt skegg. Þetta er fæðingarblettur neðan við munninn, hægra megin, á að giska 2mm x 2mm að stærð. Fyrir utan þennan blett er skegg mitt frekar gisið og hýjungslegt. Ef ég léti þetta vaxa liti ég út eins og eitthvað sem ekki ætti að láta ganga laust heldur jarða réttilega á dimmu kvöldi. Eitthvað Frankensteinish.
Jæja, hvað um það. Fór í skólann órakaður og frekar ófélegur og hélt, með Örnu, stuttan fyrirlestur á Martin Scorsese í Kvikmyndaensku. Það gekk allt vel og ég var í svona meðal góðu mánudagsskapi. Til að skýra mánudagsskap út fyrir lesendum (sko mig, farinn að tala í fleirtölu) má segja að ég hef fengið eftirtalin comment á mánudögum, jafnvel fyrir fyrsta tíma: (Boggi) “Á hvaða happy-pills ert þú eiginlega?” (Eifi) “Þessi gaur er á kókaíni. Það er enginn í svona góðu skapi á mánudögum.” (Himmi, með skemmtilega pírð augu, syfjusvip og stírur) “Gummi, það er mánudagur og fyrsti tími er ekki einu sinni byrjaður. Hvað er málið?” Ég hef komist afar nálægt því að vera laminn fyrir hressleika á mánudögum. Það stendur víst einhvers staðar í stjórnarskránni að slíkt sé bannað. Þyrfti eiginlega að spyrja Laufeyju að þessu. Einhvern tilgang verður hún að finna sér í lífinu (já, glottu með mér Hjörtur).
Allavega, dagurinn gekk svo frekar hratt fyrir sig og þegar ég var búinn í skólanum nennti ég bara ekki heim. Sat niðri í tölvustofu og rembdist við að muna fleiri síður sem ég gæti sett linka á hérna. Ég fann ekki neitt en var alveg sama af því mér leið svo vel. Síðan ákvað ég að ég væri búinn að sitja þarna nógu lengi þannig að ég fór og settist annars staðar, semsagt á stúlknakóræfingu og las HHGttG og reyndi að halda niðri í mér hlátrinum (yfir bókinni, ekki söngnum) á meðan ég hlustaði á yfirleitt góðan söng stelpnanna. Agaleysið á æfingum fer stundum svo í mig að ég... ja, verð argur (gay jokes not kindly declined, but in a distinctly unkind manner. thank you). Söng svo eitthvað með þeim og fór síðan heim. Þess má geta að ég varð fyrir líkamsárás í strætó og ber þess merki á vinstri löngutöng. A decent amount of shame has been issued on the perpetrator.
Þegar ég kom heim horfði ég síðan á fyrsta þáttinn af Jóladagatali Sjónvarpsins, sem ber nafnið Klængur Sniðugi og er frá árinu 1997. Snilldarleg snilld skrifuð af Radíusbræðrum. Ég hafði einmitt vonast til að þetta kæmi frekar en vesalingurinn hann Blámi eða Baðkarsdagatalið. Fór aldrei vel í mig. En þetta var líka gott kvöld, eins og dagurinn, jafnvel þó ég hafi neyðst til að drekka Pepsi en ekki Coke. En það er umræða sem ég geymi þar til seinna.
tack tack fyrir mig
--Drekafluga--
mánudagur, 1. desember 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli