One ring to rule them all.
One ring to find them.
One ring to bring them all.
and in the darkness bind them.
Bylgja eftir bylgju af gæsahúð. Ég hló svo innilega og grét svo sárt. Þetta var ekki bíómynd. Þetta var upplifun. Það eru engin orð sem lýsa henni. Það er ekkert sem maður getur sagt eða skrifað af viti eftir að hafa séð svona lagað. Ég hef gert upp hug minn. Ég mun kaupa Extended Version af öllum myndunum. 15.000 kall? Mér er sama. Þetta er svo þess virði. The Lord of the Rings er besti þríleikur sem myndaður hefur verið. Star Wars? Nei. Gleymdu Star Wars. Við hliðina á þessu er það ekkert. Indiana Jones, The Matrix, Back to the Future, hvað sem það er, það bliknar í samanburði við þessa snilld. Peter Jackson gat ekki gert betur.
Ég var kominn með hugmyndir í þá sögu sem ég er hvað mest að krota í núna (er með nokkrar í gangi) en eftir að hafa upplifað þetta þá sér maður hversu lélegt og tilgangslaust það er. Bækur Tolkiens eru á stalli sem gnæfir yfir allar aðrar fantasíur. Á þeim næsta eru Forgotten Realms, Dragonlance, Planescape og þess háttar. Svo koma verri fantasíur og einhvers staðar þar á eftir kem ég. Ég held ég hætti bara að skrifa. Allavega í bili.
Það er ekki til neins.
tack tack
--Drekafluga, an awed admirer of Tolkiens world--
sunnudagur, 28. desember 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli