laugardagur, 13. desember 2003

Hæ. Ég heiti Gummi Valur og á ekki eftir að geta hreyft mig næstu daga.
Ég var að til klukkan égveitekkihvað í gær og var svo vakinn eldsnemma í morgun. Mamma opnaði dyrnar ofurvarlega og sagði: “Jæja, nú...” lengra komst hún ekki þar sem ég hrökk upp með andfælum. Svo skemmtilega vill líka til að ég sef undir súð. Ég rétt náði að koma í veg fyrir höfuðmeiðsli og hef þess vegna verið vinnufær í dag. Byrjaði á að fara í fjósið og hef síðan verið að skafa, skrapa, rúlla upp níðþungum gólfteppum, pússa, hnerra í hverjum rykmekkunum á fætur öðrum, færa orgel, skápa og sófa og þar fram eftir götunum. Ég er búinn að vera að mála veggi og síðast en ekki síst loft og það tekur á til lengdar að vinna svona upp fyrir sig.

Settist svo niður og kveikti á sjónvarpinu í smástund eftir hádegismatinn. Þar var Starship Enterprise (eða heitir það bara Enterprise?) í gangi. Ég hef séð þetta nokkrum sinnum og hef komist að því að þetta er alltaf sami þátturinn. Plottið er alltaf þannig að einhver einn eða tveir úr áhöfninni týnast eða villast og og lenda af einhverjum ástæðum nánast alltaf á stað þar sem er andrúmsloft og svo er alltaf einhver óvinveitt gemverutegund sem sýnir stundum samúð og skilning í enda þáttarins. Skipherrann er líka ógeðslega noble sama hversu nasty geimverurnar eru:
–“We don’t like you. Piss off.”
–“We come in peace. And harmony. And more stuff like that. We also come in a large grey ship.”
–“Yeah... well, we still don’t like you. Fire missiles!”
–“Shit.”

...stuttu seinna.

–“Sir, we can realign the zorkota-b circuits to counter the volatile u-level gasses in the moon’s atmosphere while keeping full power flow to our defence shields, then send the rescue pod through the spore cloud while creating a diversion for the enemy vessel using the Iagnoroidiplususus missiles. Our lost pilots will go unnoticed on their way back because of the Emlac® forcefield.”
–“My god, this might work.”
–“Of course it works, you friggin’ asshole! I use the same friggin’ line every episode and it always friggin’ works! I hate you.”

...stuttu seinna.

–“It’s good to have you back onboard, ensign.”
–“Oh shut up. You took your time getting us back, didn’t you? Had to befriend the friggin’ aliens first, right? Oh that’s very nice. And while I appreciate the atmosphere of the places you keep sending us to, why the hell do you keep sending us to do absolutely useless ‘research’ when we always get lost or the shuttle mailfunctions or some weird shit like that. I’m beginning to think you want to get rid of us.”
–“What? Oh, I just remembered I have to go.. er.. do.. nothing. Bye.”
The end.

tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: