laugardagur, 20. desember 2003

Jæja, ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að skrifa. Núna rétt áðan var ég að hjálpa afa út í bíl, hélt eiginlega á honum, og nú er hann á leiðini á sjúkrahúsið aftur. Ég hef aldrei séð hann svona máttlausan og það dregur úr mér allan kraft. Það mætti segja að hann væri nefnilega hetjan mín, sá maður sem ég lít hvað mest upp til. Og áðan var hann máttvana og gat varla staðið. Þetta tekur á. Til að bæta svo ofan á þetta þá gat ég varla sofið í nótt og líður ekkert of vel með það heldur. Ástæða? Ég náði ekki að óska bestu vinkonu minni gleðilegra jóla og gefa henni gjöfina sína. Hún sendi mér svo smsm þar sem ég var réttilega kallaður helv. fáviti (og þetta er hluti af því hvernig við erum svo ekki dissa það að hún skuli segja þetta. hún á líka nokkuð til síns máls).

...æ... þetta í dag átti að vera voða skemmtilegt og upplífgandi en ég held ég leyfi mér að vera örlítð niðurdreginn öðru hverju. Það kemur mér eiginleg á óvart hversu rólegur ég er yfir öllu núna. Læt þetta duga í billi. Bæti einhverju við ef og þegar mér líður betur.

...

--Gummi Valur Drekafluga--

Engin ummæli: