laugardagur, 22. nóvember 2003

Hooray for the new design!

Jæja, nú ætla ég að prófa að skrifa á Íslensku, svona til tilbreytingar. Og einmitt þá hef ég ekkert að skrifa um, svona til tilbreytingar. Þannig að nú virkar, allavega á mig, eins og það sé leiðinlegra að skrifa / lesa á
Íslensku en Ensku. Þetta er svolítið sorglegt. En hvað um það.

Ég er enn með sultardropa á nefinu. Var úti að hjóla, sjáiði til. Hvenær ætli ég komi því í verk að laga hjólið mitt? Það ískrar í því þegar ég stíg pedalana þannig að alltaf í kring um fólk reyni ég bara að láta hjólið renna sem kemur kannski ennþá asnalegar út heldur en ískrið eitt og sér. Svo á ég eftir að stilla afturbremsuna, hún er skökk þannig að ég neyðist til að reiða mig á frambremsuna eingöngu sem er alls ekki gott í hálku eins og ég komst að um daginn. Var á leiðinni heim úr Kringlunni, bremsaði, datt og mætti ekki World Class í tvær vikur eftir á sökum verkja í mjöðm. Ég er ennþá að ákveða hvern ég ætti að kæra í þessu máli.

Hmm... hvað um ljóð? Þau eru að vísu á Ensku en samt, ég veit ekkert hvað ég er að skrifa hérna hvort eð er.

I dream of dawn and simmering dew.
Through darkness spring and shine anew
But in the end
I just descend
to madness. Sorrow. You.
---
Turmoil, violence, sounds of silence
Booming in my ears.
A searing pain and vicious strain
And joy turns into tears.

Þeir sem til þekkja ættu að geta gert sér grein fyrir um hvað þetta er, í það minnsta hafa grófa hugmynd. En ég nenni þessu ekki lengur. Er heiladauður.

tack tack

--Tyrael Drekafluga--

Engin ummæli: