þriðjudagur, 30. desember 2003

Jæja, þegar ég talaði í gær um gæði bloggs út frá veðurlýsingum má segja að ég hafi ýkt. Stuttu eftir að ég skrifaði þetta var komið logn, tær himinn og 30 - 70cm snjór lá grafkyrr yfir öllu. Það var ekkert með það, við Haukur og Einar settum upp hlífar og skildi, klæddum okkur í galla og stukkum út. Einar var rétt á undan mér og henti sér niður, rúllaði hálfhring og snjóbolti flaug með ótrúlegri nákvæmni í áttina til mín. Ég sveigði mig aftur og boltinn small á dyrunum fyrir ofan mig. Ég reisti mig við og rétt hafði nægan tíma til að skutla mér yfir annan bolta, renndi mér yfir húddið á bílnum við hliðina og bjóst til varnar. Skothríð dundi úr báðum áttum. Sviti blandaðist snjódrífunni á höfði manns og lak svo niður andlitið. Haukur steig út. Leikurinn breyttist. Enginn hreyfði sig á meðan hver og einn mat stöðuna. Snögg handarhreyfing og bardaginn geisaði áfram, stigmagnaðist...

Og svo framvegis. Það var kannski ekki alveg svona mikil dramatík en þetta bara hljómar betur svona. Svo óðum við inn í risaskafl og grófum tvö snjóhús og göng á milli þeirra, gerðum snjókarl eða öllu heldur snjódjöful þar sem hann var með horn og illkvittnislegt glott og fórum í Capture the Flag sem er nokkuð sem ég hef aldrei áður prófað í snjó (eða utan tölvu ef út í það er farið). Þegar langt var liðið á kvöld fórum við inn og klæddum okkur örmagna í önnur föt.

Í morgun var snjóvinnan öðruvísi. Haukur ruddi brekkuna svo hún yrði fær og gekk það nokkuð vel þó hún væri ekki nema þungfær eftirá. Ég gerði lítið annað en að veita honum andlegan stuðning en eftir þetta var haldið til Reykjavíkur. Þar sem ég er ekki að skrifa þetta fastur í snjóskafli uppi á heiði má réttilega draga þá ályktun að við höfum komist áfallalaust í bæinn. Þessi dagur og sá í gær eru á góðri leið með að vera gullfallegir. Hugsið ykkur ef veðrið verður svona annað kvöld. Það væri yndælt, ha? En svo ég skrifi ekki allt of mikið enda ég þetta á því að ég var að komast að svolitlu um Hringinn minn. Hann er úr 24 karata gulli. Þessu komst ég að í dag. Ég sagði ykkur að þetta væri fallegur dagur. Hann er alltaf að batna. Ég er jafnvel að spá í að fara á The Return of the King aftur í kvöld. Ef tími og miðakaup leyfa, þ.e.a.s.

tack tack

--Drekafluga, gullfallegur --

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

download filme alese subtitrate http://surveys.questionpro.com/a/TakeSurvey?id=3418716 alesse birth control positive reviews [url=http://flavors.me/alesse_tempgestsagil1975] alesse birth control positive reviews[/url] alesse pills alesse discontinued alesse birth control dosage
mamoleptino321
buy alesse online canada http://alesse-vve2678.eklablog.fr/click-here-alesse-birth-control-reviews-weight-gain-alesse-generic-bir-a76853629 alesse birth control generic form [url=http://surveys.questionpro.com/a/TakeSurvey?id=3418661] 8 birth control[/url] alesse birth control pills online s alesse 21 effectiveness

http://net-delight.com/best-old-soundtrack#comment-165424 http://mykitchen.cookingmomster.com/?p=1082#comment-207570 http://photoshop.oqtr.com/Konu-alesse-21-en-continu-20077 http://tricotandocomgabriela.com.br/?p=684#comment-548 http://www.topsportsequipment.com/calgary_flames_san_jose_sharks/#comment-74525

alesse 28 reviews http://www.world66.com/member/alesse_0p8f39gav95/ alesse took pill late [url=http://surveys.questionpro.com/a/TakeSurvey?id=3418657] alesse emanuele[/url] filme alese 2010 gratis alesse generic reviews aleve side effects rash